Fréttablaðið - 22.06.2019, Side 2

Fréttablaðið - 22.06.2019, Side 2
Jafnaðarmenn voru lengi með það á sinni stefnuskrá að hafna þessu. Örnólfur Thors- son, forsetaritari VERÐ FRÁ 72.900 KR. FLUG OG GISTING M.V. 2 FULLORÐNA OG 2 BÖRN NÁNAR Á UU.IS EÐA Í SÍMA 585 4000 Veður Hæg norðlæg eða breytileg átt. Skúrir í flestum landshlutum, en úrkomulítið vestan til. Bjart að mestu sunnan- og vestanlands og þurrt að kalla. Hiti 7 til 17 stig, hlýjast á Suðurlandi. SJÁ SÍÐU 32 SAMFÉLAG „Oft gera menn það af stjórnmálaástæðum, sem þekkt er,“ segir Örnólfur Thorsson for- setaritari. Síðastliðin þrjátíu ár hefur forseti Íslands sæmt um 900 íslenska ríkisborgara heiðurs- merki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir einstaklingar hafa hafnað orðunni á því tíma- bili. Sext án einst ak lingar vor u sæmdir fálkaorðunni síðastliðinn mánudag, þjóðarhátíðardaginn 17. júní, en sem kunnugt er má sæma innlenda og erlenda ein- staklinga orðunni fyrir vel unnin störf í þágu þjóðarinnar, einstakra þjóðfélagshópa eða landshluta, eða í þágu mikilvægra og góðra málefna á Íslandi eða á alþjóða- vettvangi. Um er að ræða æðsta heiðursmerki sem íslenska ríkið veitir mönnum. Athygli vekur því að á þriðja tug einstaklinga hafi neitað að taka við orðunni. Örnólfur segir aðspurður að það sé virkilega s j a l d g æ f t e n sögulega oft gert af stjór nmála- ástæðum. „ J a f n a ð a r - menn voru lengi með það á sinni s t e f n u s k r á a ð hafna þessu. Þess vegna þiggja jafnaðarmenn í Sví- þjóð til dæmis ekki orður.“ Aðspu rðu r k veðst Örnólfur, sem einn- ig er orðuritari orðu- nefndar, ekki geta veitt Fréttablaðinu upplýsingar um hverjir það séu sem síð- astliðna áratugi hafi hafnað að veita orðunni viðtöku. „Slíkar upplýsingar liggja ekki fyrir og ég er ekki reiðu- búinn að veita þær. Þetta er einkamál hvers og eins og þett a varðar persónuver nd fólks.“ Aðspurður hvort dæmi séu um að fólk hafi hafnað fálkaorðu nýverið segir Örnólfur, sem hefur verið viðloðandi orðunefndina frá 2005, mjög lítið um það og raunar afar sjaldgæft. Aðspurður hvenær mest hafi verið um að menn höfn- uðu fálkaorðu kveðst hann ekki hafa þær upplýsingar. „Allavega ekki á síðustu 10-15 árum.“ Stofnað var til fálkaorðunnar árið 1921 þegar Kristján konungur X. og Alexandrine drottning heim- sóttu Ísland. Sumarið 1921 var gefið út konungsbréf um stofnun hinnar íslensku fálkaorðu, undir- ritað í Reykjavík 3. júlí það ár. Fálkinn vísar til þess að fálkar voru taldir glæsileg gjöf til tignar- manna á fyrri öldum og voru lengi útf lutningsvara frá Íslandi, auk þess sem fálki var uppistaðan í skjaldarmerki Íslands á árunum 1903-1919, samkvæmt upplýsing- um af vef forsetaembættisins. mikael@frettabladid.is 24 Íslendingar neitað að þiggja fálkaorðuna Síðastliðna þrjá áratugi hefur forseti Íslands sæmt um níu hundruð Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu. Tuttugu og fjórir hafa hins vegar hafnað því að þiggja þetta æðsta heiðursmerki íslenska ríkisins. Sextán einstaklingar voru heiðraðir með fálkaorðu 17. júní síðastliðinn. Femíníska pönkrokkhljómsveitin Pussy Riot frá Rússlandi kom fram á Secret Solstice-hátíðinni í gær. Fjöldi gesta lagði leið sína í Laugardalinn á fyrsta tónleikakvöldinu. Hátíðin er nú haldin í sjötta sinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Pussy Riot á Secret Solstice SAMFÉLAG Þær verða væntanlega nokkrar útskriftarveislurnar í dag þegar háskólar borgarinnar brautskrá 2.637 nemendur. Alls verða 2.010 kandídatar brautskráðir frá Háskóla Íslands í tveimur athöfnum í Laugardals- höll. Klukkan tíu verða brautskráð- ir kandídatar í grunnnámi, það er BA-, B.Ed.- og BS-námi. Klukkan tvö verða svo brautskráðir þeir sem lokið hafa framhaldsnámi til próf- gráðu, það er meistara- og kandí- datsnámi. Brautskráningarathöfn Háskól- ans í Reykjavík hefst í dag klukkan eitt og fer hún fram í Eldborgarsal Hörpu. Þá verða alls 627 kandídat- ar brautskráðir, 400 úr grunnnámi, 225 úr meistaranámi og tveir með doktorsgráðu. Spáð er blíðskaparveðri í borg- inni í dag svo viðra ætti vel til veisluhalda. – ds Útskrift 2.637 háskólanema LÖGREGLUMÁL Karlmaður hefur verið ákærður fyrir að hafa fyrir tæpu ári kastað brúsa með bensíni að íbúð- arhúsi í Reykjavík til að valda konu, starfsmanni Tryggingastofnunar rík- isins, ótta og með því reyna að neyða hana til að leiðrétta og endurgreiða bótagreiðslur til hans. Í ákærunni kemur fram að fyrr þann sama dag hafði maðurinn hótað ótilgreindum starfsmönnum stofnunarinnar líkamsmeiðingum. Maðurinn er einnig ákærður fyrir valdstjórnarbrot vegna tveggja tölvupósta sem hann sendi á vinnu- netfang sama nafngreinda starfsmanns Trygginga- stofnunar í febrúar s í ð a s t - liðnum. Í fyrri póst- inum var orðsending til star fs- m a n n s i n s um að hann þyrfti að heimsækja fjölskyldu henn- ar aftur auk óljósrar hótunar um að siga nafngreindum alþingismanni á hana í því skyni að nauðga henni. Í síðari póstinum sem sendur var degi síðar segir maðurinn að konan og dætur hennar eigi skilið að vera stungnar með skítugri sprautunál. Hann hati þær og viti hvar þær búi. Þá er maðurinn einnig ákærður fyrir brot á fíkniefnalöggjöfinni og vopnalögum en við húsleit fundust 10 haglaskot í náttborði mannsins, sem hefur ekki skotvopnaleyfi. Ákæran er gefin út af héraðssak- sóknara. – aá Ákæra fyrir grófa hótun Bensínbrúsa var kastað að húsi. Fleiri myndir frá Secret Solstice er að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Fréttablaðið +Plús er í Fréttablaðs- appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS 2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 6 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 3 -B D C C 2 3 4 3 -B C 9 0 2 3 4 3 -B B 5 4 2 3 4 3 -B A 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.