Fréttablaðið - 22.06.2019, Síða 12
Ég stefndi að því að
fara til Bandaríkj-
anna í háskóla og því var
þetta erfið en góð ákvörðun.
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R12 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SPORT
FÓTBOLTI Kári Árnason hefur
ákveðið að halda aftur í Fossvoginn
og leika með sínu fyrrverandi félagi
Víkingi til haustsins 2020. Kári lék
með Víkingi frá 2001 til ársins 2004
þegar hann gekk til liðs við sænska
liðið Djurgården. Hann lék á þeim
tíma 46 leiki fyrir Víking og skoraði
í þeim leikjum þrjú mörk.
Á atvinnumannaferli sínum
hefur Kári auk Djurgården leikið
með dönsku liðunum AGF Aarhus
og Esbjerg FB, ensku liðunum Ply
mouth Argyle og Rotherham United,
skoska liðinu Aberdeen, sænska
liðinu Malmö, Omonia frá Kýpur og
nú síðast tyrkneska liðinu Gençler
birliği. Þá hefur hann leikið 77 lands
leiki fyrir Íslands hönd og skorað í
þeim leikjum sex mörk. Kári lék með
íslenska liðinu á Evrópumótinu árið
2016 og heimsmeistaramótinu árið
2018.
Víkingur situr í 10. sæti Pepsi Max
deildarinnar með sjö stig og leikur
við ÍBV í átta liða úrslitum Mjólkur
bikarsins. Kári verður löglegur með
Víkingi 1. júlí næstkomandi og getur
leikið með liðinu þegar það mætir ÍÁ
í deildinni 1. júlí. – hó
Kári aftur í
Fossvoginn
Landsliðsmaðurinn Kári Árnason
hefur gengið til liðs við Víking.
KÖRFUBOLTI Hinn ungi og afar efni
legi körfuboltamaður Hilmar Smári
Henningsson er á leið til spænska
stórliðsins Valencia en hann lék
einkar vel með uppeldisfélagi sínu
Haukum á síðasta keppnistíma
bili. Þá hefur hann leikið vel í þeim
leikjum sem hann hefur leikið
með yngri landsliðum Íslands og
var valinn í Alandsliðið sem lék á
Smáþjóðleikunum fyrr í þessum
mánuði.
„Ég veit ekki hvernig þeir fréttu af
mér eða í hvaða leikjum þeir skoð
uðu mig. Þeir buðu mér hins vegar
til æfinga í mars og ég varð sjokker
aður að félag af þeirri stærðargráðu
sem Valencia er hefði áhuga á að
sjá mig á æfingum. Þetta er lið sem
ég hef fylgst með síðan ég var lítill
strákur og er sterkt lið á spænskan
og evrópskan mælikvarða.
Liðið hefur undanfarin ár gert
harða atlögu að spænska meistara
titlinum og komist langt í Evrópu
keppnum,“ segir Hilmar Smári en
Valencia vann Evrópubikarinn í vor.
Var það fjórði sig ur Valencia í Evr
ópu bik arn um en liðið vann keppn
ina 2003, 2010 og 2014. Valencia varð
Spán ar meist ari árið 2017.
„Ég stefndi alltaf að því að fara til
Bandaríkjanna, fara þar í háskóla og
spila körfubolta á háskólastyrk. Það
var erfið ákvörðun að skipta um
stefnu á ferlinum en þegar jafn stórt
og sterkt lið og Valencia býður þér
samning þá er ómögulegt að hafna
því. Þetta eru tveir góðir kostir
og erfitt var að velja hvorn ætti að
taka,“ segir þessi frábæri leikstjórn
andi um ákvörðun sína.
„Ég æfði með aðalliðinu og
líka varaliðinu þegar ég æfði hjá
þeim í mars og tempóið og gæðin
á æfingunum voru í of boðslega
háum gæðaf lokki. Það eru allir
leikmenn komnir til þess að leggja
sig alla fram á æfingum og enginn
afsláttur gefinn. Þetta eru frábærir
körfuboltamenn og það var mjög
gaman að æfa með þeim,“ segir
Hilmar Smári um fyrstu kynni sín
af Valencia.
„Fyrsta árið mun ég einungis æfa
og spila með varaliðinu sem er rekið
sjálfstætt og spilar í Bdeildinni.
Það er hins vegar gott samstarf við
aðallið Valencia og mikil samskipti
á milli aðal og varaliðsins. Þeir
gerðu tveggja ára samning við mig
með möguleika á framlengingu og
staðan verður metin eftir hverja
leiktíð fyrir sig,“ segir hann um
fyrstu skrefin hjá nýju félagi.
„Ég er á leiðinni með U20 ára
landsliðinu á Evrópumótið í júlí
og þar ætla forráðamenn Valencia
að horfa á mig spila og setja nánara
plan fyrir mig. Ég veit ekki hversu
vel þeir þekkja mig og það verður
spennandi að sjá hvaða hugmyndir
þeir hafa um mína framtíð hjá þeim.
Ég mun flytja einn til Valencia í
byrjun ágúst og það verða örugg
lega svolítið erfitt að standa á eigin
fótum. Það verður aftur á móti það
mikið í gangi hjá mér við að kynnast
nýjum áherslum og auknu æfinga
álagi þannig að mér mun pottþétt
ekki leiðast,“ segir Hafnfirðingur
inn. hjorvaro@frettabladid.is
Gat ekki hafnað þessu boði
Hilmar Smári Henningsson hefur skrifað undir samning við spænska stórliðið Valencia. Hann hafði hug
á að fara til Bandaríkjanna næsta haust en þegar Valencia kallaði skipti hann hins vegar um stefnu.
FÓTBOLTI Heimsmeistaramótið
í knattspyrnu kvenna fer fram í
Frakklandi þessa dagana en í dag
hefjast 16 liða úrslit keppninnar.
Þar mætast Þýskaland og Nígería
og Noregur og Ástralía, en næstu
daga mætast England og Kamerún,
Frakkland og Brasilía, Spánn og
Bandaríkin, Ítalía og Kína, Holland
og Japan, og Svíþjóð og Kanada.
Fréttablaðið fékk Sif Atladóttur,
landsliðskonu í knattspyrnu og
leikmann sænska liðsins Kristi
anstad, til þess að spá í spilin fyrir
framhaldið á mótinu.
„Mótið hefur verið gott að mínu
mati og mér finnst þau lið sem
taka þátt að þessu sinni hafa bætt
sig umtalsvert frá síðasta móti. Að
mínu mati hafa Bandaríkin leikið
best það sem af er móti. Bandaríska
liðið spilaði frábærlega í riðla
keppninni. Þær hafa verið miklu
skarpari en andstæðingar
sínir og sýnt þeim enga
miskunn,“ segir Sif um
byrjunina á mótinu.
„Framlína bandaríska
liðsins hefur spilað vel
og ef ég ætti að veðja á
sigurvegara mótsins
þá myndi ég setja
peninginn á að
B a n d a r í k i n
v e r j i t i t i l
sinn. Frakk
land hefur
ekki leikið
e i n s ve l
og ég hélt
a ð l i ð i ð
myndi gera.
Ég held samt að
Frak k land eða
England sem er
með spennandi
lið muni fara alla leið og mæta
Bandaríkjunum í úrslitum,“ segir
miðvörðurinn.
„Noregur og Svíþjóð eru svo
með sterka liðsheild þrátt fyrir
að hafa ekki jafn sterka ein
staklinga og fyrrgreind lið.
Það gæti f leytt þeim langt
og ég vona að sænska
liðinu gangi vel. Svo
ber ég alltaf sterkar
taugar til þýska
liðsins. Það eru
k y n sló ð a sk ipt i
hjá þýska liðinu
og ég held að liðið
sé ekki nógu sterkt
til þess að fara með sigur af
hólmi sérstaklega eftir að liðið
missti Dzsenifer Marozsan úr leik,“
segir hún um mögulega meistara.
„Holland sem er ríkjandi Evr
ópumeistari er ekki nógu sterkt til
þess að fylgja eftir ævintýri sínu á
heimavelli á Evrópumótinu. Nígería
gæti orðið fulltrúi Afríku þegar líða
tekur á keppnina. Asisat Oshoala er
öflugur leikmaður sem getur dregið
liðið langt. Liðið skortir þó breidd
til þess að fara alla leið en það er
gaman að sjá liðsfélaga minn Ritu
Chikwelu standa sig vel.
Sá leikmaður sem hefur heillað
mig mest er Sam Kerr sem hefur
spilað frábærlega fyrir Ástralíu.
Hún er ótrúlega líkamlega sterk,
snögg og með einstaka tæknilega
getu. Hún er að mínu mati í öðrum
gæðaf lokki en aðrir leikmenn á
mótinu,“ segir Sif aðspurð um besta
leikmanninn á mótinu til þessa. – hó
Myndi veðja á Bandaríkin sem sigurvegara
Hilmar Smári Henningsson var á leið til Bandaríkjanna í háskóla en hann mun þess í stað leika með Valencia næstu árin. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Sam Kerr framherji Ástralíu
hefur heillað SIf mest.
NORDICPHOTOS/GETTY
KÖRFUBOLTI Körfuboltaþjálfarinn
Finnur Freyr Stefánsson hefur samið
við danska félagið Horsens um að
stýra karlaliði félagsins til næstu
tveggja ára.
Finnur Freyr stýrði KR frá 2013 til
2018 en undir hans stjórn varð liðið
fimm sinnum Íslandsmeistari, fjór
um sinnum deildarmeistari og einu
sinni bikarmeistari. Finnur hætti
stöfum hjá KR vorið 2018 en hann
var í kjölfarið ráðinn til Vals þar sem
hann þjálfaði yngri flokka. Samhliða
því var hann yfirþjálfari yngri lands
liða Íslands. Þá hefur Finnur verið
aðstoðarþjálfari Alandsliðs karla
undanfarin ár.
Horsens varð danskur bikarmeist
ari í vor og lék til úrslita um danska
meistaratitilinn. Þar laut liðið í lægra
haldi fyrir Bakken Bears. Horsens
hefur sex sinnum orðið Danmerkur
meistari, síðast árið 2016.
„Eftir að hafa heimsótt þá, kíkt á
aðstæður og heyrt hugmyndir þeirra
gekk það fljótt fyrir sig að ganga frá
samningum. Þetta er félag með ríka
hefð og flotta umgjörð og þarna er
stefnan sett á þá titla sem í boði eru
á hverju ári. Stefnan er að velta Bakk
en Bears af stalli,“ segir Finnur Freyr í
samtali við Fréttablaðið. – hó
Finnur Freyr
til Danmerkur
Finnur Freyr Stefánsson mun þjálfa
Horsens á næsta keppnistímabili.
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
6
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
3
-E
0
5
C
2
3
4
3
-D
F
2
0
2
3
4
3
-D
D
E
4
2
3
4
3
-D
C
A
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
5
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K