Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.06.2019, Qupperneq 18

Fréttablaðið - 22.06.2019, Qupperneq 18
Sumarið er tíminn Jóhann, Rut, Stefán, Bríet Eva og Helga hafa öll fundið sér skemmtileg sumarstörf og ætla þrátt fyrir vinnu að njóta sum- arsins með vinum sínum, ferðast og skapa minningar. Þau eiga sér stóra drauma um framtíðina og þann tíma sem fram undan er. Jóhann er alinn upp í Kópavogi en býr nú í Hafnarfirði. Hann stundar nám við MS og byrjar í þriðja bekk í haust. Í sumar nýtur hann þess að vinna úti í veðurblíðunni sem leikið hefur við borgarbúa. „Ég er að vinna við garðslátt með þremur vinum mínum og það er mjög gaman hjá okkur, en svo ætla ég að reyna að fara til Indlands seinna í sumar og fara í sjálf boðaliðastarf,“ segir Jóhann. „Ég hef farið tvisvar áður, fyrst fyrir tveimur árum, þá fór ég bara í ferða- lag, og svo í þetta sama prógramm í fyrra,“ segir Jóhann en í framtíðinni dreymir hann um að stofna sitt eigið fyrirtæki þar sem hann getur hjálpað krökkum að fá sömu tækifæri og hann hefur fengið. „Draumastarfið mitt væri að reka mitt eigið fyrirtæki, svona ferðaþjón- ustufyrirtæki þar sem ég myndi líka sjá um aktívistastörf fyrir krakka, þannig að þau gætu fengið að upplifa eitthvað svipað og ég er að upplifa.“ Áhugamál Jóhanns eru afar fjölbreytt en hann hefur bæði gaman af því að vera með vinum sínum og að kynnast nýju fólki. „Ég hef mikinn áhuga á félagslífi og því að vera aktívur, ýmiss konar aktívisma. Svo elska ég söngleiki, gjörsamlega elska þá.“ Á sumrin finnst Jóhanni skemmtilegast að skemmta sér með góðu fólki og sinna aktívistastarfi. „Ég er að fara í MS-útilegu og svo er ég að fara til Sviss með fjölskyldunni. Í haust ætla ég svo til Berlínar með nokkrum vinum og svo vonandi til Indlands,“ segir Jóhann. Í sumar er Rut að vinna á Grund við Hringbraut þar sem hún fetar í fótspor móður sinnar, en hún sinnti sama starfi á sínum yngri árum. „Ég er að vinna í borðstofunni og við gefum tveimur deildum að borða. Þetta er bara mjög fín vinna, ekkert endilega það skemmti- legasta sem ég hef gert en bara fínt.“ Helsta áhugamál Rutar er handbolti og spilar hún með Gróttu á Seltjarnar- nesi. „Ég er búin að vera í handbolta síðan ég var sex ára, tók mér einu sinni eitt ár í frí þegar ég var sjö ára en byrjaði aftur og núna er ég í meistaraflokki,“ segir Rut, en sumarið hjá henni fer að mestu leyti í að vinna og sinna handboltanum. „Ég ætla mest bara að vinna og æfa. Handboltinn fer í frí í júlí en þá æfum við bara sjálfar, ég ætla að vera í CrossFit Granda þá. Annars er ég með mjög lítið planað, ég ætla að fara á Þjóðhátíð um verslunarmannahelgina með vinkonum mínum og svo ætla ég að fara í Kvennó-útileguna í júlí.“ Rut ætlar að mennta sig í verkfræði eftir að hún lýkur námi í Kvennaskólanum og dreymir um að vinna á því sviði. „Ég hef mjög mikinn áhuga á heilbrigðisverkfræði, væri til í að vinna hjá Össuri eða á spítala eða eitthvað svoleiðis, hjálpa einhvers staðar til.“ Aðspurð að því hvað henni finnist skemmtilegast að gera á sumrin segir Rut að sam- vera með vinum geri sumarið skemmtilegt. „Mér finnst mjög gaman að fara í ferðalög, svo bara að vera með vinum mínum, gera eitthvað skemmtilegt og hafa gaman.“ Jóhann Ágúst Ólafsson Aldur: 18 ára. Skóli: Menntaskólinn við Sund. Uppáhaldsmatur: Burrito. Uppáhaldsdrykkur: Frappuchino. Uppáhaldsfag: Félagsfræði og saga. Það sem ég er að hlusta á: Ég hlusta á alla tónlist, frá öllum tímabilum og allar tegundir, en ef ég ætti að nefna eitt þá elska ég ljóða- slamm.  Rut Bernódusdóttir Aldur: 17 ára að verða 18. Skóli: Kvennó. Uppáhaldsmatur: Grillaður hamborgari. Uppáhaldsdrykkur: Vatn. Uppáhaldsfag: Eðlisfræði og stærðfræði. Það sem ég er að hlusta á: Beyoncé, Lemonade, þetta er svo góð plata að ég get ekki hætt. Svo hlusta ég mikið á hlaðvörp. Til dæmis svona „inspirational“ hlaðvörp um æfingar og að vera ekki latur heldur að gera bara hlutina. 2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R18 H E L G I N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 2 -0 6 -2 0 1 9 0 9 :3 7 F B 0 6 4 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 6 4 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 3 -C 7 A C 2 3 4 3 -C 6 7 0 2 3 4 3 -C 5 3 4 2 3 4 3 -C 3 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 6 4 s _ 2 2 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.