Fréttablaðið - 22.06.2019, Page 46
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli
og útfarir má senda á netfangið
timamot@frettabladid.is.
Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is
eða hringja í síma 550 5055.
Innilegar þakkir til allra er sýndu okkur
samúð og hlýhug við andlát og útför
okkar ástkæru
Guðlaugar Hinriksdóttur
Starfsfólki heimahjúkrunar, Sjúkrahúss
Akraness og dvalarheimilisins Höfða
sendum við hlýjar kveðjur og þakkir.
Börn, tengdabörn og ömmubörn.
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu
og samúð við andlát og útför föður
okkar, tengdaföður, afa og langafa,
Harðar Sigurðssonar
vélstjóra og svæðanuddara.
Sérstakar þakkir viljum við færa
starfsfólkinu á 2. hæð - Norður á
hjúkrunarheimilinu Mörkinni, Suðurlandsbraut 66 í
Reykjavík, fyrir einstaka umönnun og hlýhug í hans garð
og okkar þann tíma sem hann dvaldi þar.
Ásta Harðardóttir Björn Helgason
Ingólfur Harðarson Berglind Líney Hafsteinsdóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Við önnumst alla þætti undirbúnings og fram-
kvæmd útfarar ásamt vinnu við dánarbússkiptin.
Við þjónum með virðingu og umhyggju að
leiðarljósi og af faglegum metnaði.
Jón G. Bjarnason,
umsjón útfara
Við erum til staðar
þegar þú þarft á
okkur að halda
Útfararþjónusta
& lögfræðiþjónusta
Klettaskóli, Suðurhlíð 9, Fossvogi | Sími 551 1266 | útför.is
Með kærleik og virðingu
Útfararstofa Kirkjugarðanna
Ástkær eiginkona mín, móðir,
tengdamóðir, amma og langamma,
Sigríður Sigurbjörnsdóttir
Árskógum 6, Reykjavík,
(áður Melási 9, Garðabæ),
verður jarðsungin miðvikudaginn 26. júní
í Fríkirkjunni í Hafnarfirði, klukkan 13.
Geir Magnússon
Sigurbjörn Geirsson Gullí Berg
Gunnþórunn Geirsdóttir Kristinn Kolbeinsson
Hrafnhildur Geirsdóttir
Magnús Geirsson Ragnhildur Sumarliðadóttir
Þorvaldur Geirsson Auður Árnadóttir
barnabörn og barnabarnabörn.
Einlægar þakkir til allra sem
sýndu okkur hlýju og vinarhug
við andlát og útför
Adams Þórs Þorgeirssonar
Háholti 5, Akranesi,
sem lést 5. júní sl. Sérstakar þakkir til
heimaþjónustu Akraneskaupstaðar og
starfsfólks deildar A3, Sjúkrahúsi Akraness.
Ólöf Erna Adamsdóttir Hreinn Haraldsson
Friðrik Adamsson Lise Dandanell
Auður Adamsdóttir Gunnlaugur V. Snævarr
Þorgeir Adamsson Hrönn Hilmarsdóttir
barnabörn og langafabörn.
Landsmenn kannast við Þór Tul-inius sem leikara, bæði á sviði og í kvikmyndum. Á síðasta leikári lék hann í Svartlyngi í Tjarnarbíói og árið 2015 í Enda-
tafli sem hann hlaut Grímuverðlaunin
fyrir sem besti karlleikari ársins. Hann
kveðst hafa verið í bekk með sjö nem-
endum í Leiklistarskóla Íslands í fjögur
ár, 1981-85. „Það var æði. Nú er þetta
orðið þriggja ára nám og ábyggilega
fleiri nemendur í bekk, ætli unga fólkið
sé ekki bara orðið greindara en við og
f ljótara að læra,“ segir hann. „En þetta
er krefjandi starf, ég hef unnið bæði sem
leikari og leikstjóri, en minna verið í því
síðustu ár og meira í ferðamennsku.“
Hann kveðst hafa byrjað í leiðsögn
í lok menntaskólans. „Ég tala frönsku
því ég ólst upp að hluta til í Frakklandi
og franskur vinur minn bað mig að fara
með franska ferðalanga um landið. Ég
sagðist nú ekki vera fróður um það.
„Ja, þú veist alltaf meira en þeir,“ svar-
aði hann. Þannig fór ég af stað og var í
þessu öll námsárin á sumrin. Fyrir tíu
árum fór ég að taka eina og eina ferð sem
ökuleiðsögumaður, það er svo notalegt.
Svo var það árið 2012 sem bíll kom upp
í hendurnar á mér. Ég var að leika ein-
leik í Landnámssetrinu í Borgarnesi og
á leiðinni heim stoppaði ég til að fá mér
pylsu. Við sjoppuna stóð nákvæmlega
eins bíll og mig langaði í. Ökumaðurinn
sat undir stýri, ég bankaði á rúðuna
og spurði hvort hann vissi hvað svona
bíll kostaði. „Já, ég var að setja þennan
á sölu,“ sagði hann. Þannig að ég skellti
mér út í þetta, tók öll réttindi og stofnaði
fyrirtæki. Yfirleitt eru það forseldar ferð-
ir sem ég er ráðinn til að taka að mér.“
Þór segir reynslu leikarans koma sér
vel í leiðsögninni. „Þetta er svolítið uppi-
stand, eins og að vera með einleik,“ segir
hann glaðlega og kannast ekki mikið við
vandamál í starfinu. „Þetta er svo flott
land að fólkið er dolfallið yfir því og
verður ósjálfrátt svo þakklátt og glatt.
Ísland er svo mikið í mótun, fólk finnur
alls staðar kraftinn. Skógleysið gerir
það líka sérstakt, maður sér svo langt.
Við erum ofsalega heppin að eiga þetta
land. Það hríslast um mig aðdáun þegar
ég er að labba einhvers staðar um það
með hópa.“
Nú berst talið að fjölskyldunni. Þór
upplýsir að konan hans, Elísabet Katrín
Friðriksdóttir, sé úr Eyjafjarðarsveit-
inni. „Við kynntumst gegnum leiklistina
þegar ég var að leikstýra Góða dátanum
Svejk hjá Freyvangsleikhúsinu árið 2011.
„Ég á tvær uppkomnar dætur og hún á
tvo uppkomna syni. Svo á ég dóttur-
dóttur sem heitir Anna Sóley Kristjáns-
dóttir,“ bætir hann við stoltur.
Spurður hvort hann ætli að halda upp
á sextugsafmælið sem er í dag, svarar
Þór: „Ja, fjölskyldan kemur í kaffi, svona
nánasta fólkið, kannski geri ég eitthvað
meira seinna.“ gun@frettabladid.is
Leiðsögn líkist einleik
Þór Tulinius er sextugur í dag og ætlar að kalla á sína nánustu í kaffi. Hann er leik-
ari og líka ökuleiðsögumaður. Segir ferðafólk dolfallið yfir okkar einstaka landi.
Þór segir Tuliniusarnafnið hafa komið til landsins með langalangafa hans, Carli Tulinius. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Við sjoppuna stóð nákvæm-
lega eins bíll og mig langaði í.
Ökumaðurinn sat undir stýri,
ég bankaði á rúðuna og spurði
hvort hann vissi hvað svona
bíll kostaði. „Já, ég var að setja
þennan á sölu,“ sagði hann.
2 2 . J Ú N Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R26 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
2
-0
6
-2
0
1
9
0
9
:3
7
F
B
0
6
4
s
_
P
0
4
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
6
4
s
_
P
0
3
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
4
3
-D
6
7
C
2
3
4
3
-D
5
4
0
2
3
4
3
-D
4
0
4
2
3
4
3
-D
2
C
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
A
F
B
0
6
4
s
_
2
2
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K