Fréttablaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 26.06.2019, Blaðsíða 6
Stuðlað verður að fjárfestingum fyrir fimmtíu milljarða dala. HEILBRIGÐISMÁL „Það sem rann­ sóknir hafa sýnt er að gosdrykkja­ neysla er stór valdur offitu og óheil­ brigðra lifnaðarhátta. Íslenskar rannsóknir hafa sýnt að Íslendingar fá mest af viðbættum sykri í gegn­ um gosdrykki,“ segir Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis og einn höf­ unda aðgerðaáætlunar til að draga úr sykurneyslu. Aðgerðaáætlunin var gerð að beiðni Svandísar Svav­ arsdóttur heilbrigðisráðherra og nú á að skipa starfshóp til að innleiða hana. Meðal annars er lagt til að hækka verð á gosi og sælgæti um 20 prósent. Á móti á að lækka álögur á hollari matvæli. Samkvæmt niðurstöðum rann­ sóknarinnar sem Dóra vísar til koma 35 prósent af viðbættum sykri úr gosdrykkjum og 22 prósent úr sælgæti. Aðspurð hvers vegna skattahækkunin beinist einnig að sykurlausum gosdrykkjum segir Dóra Guðrún að það sé til að hjálpa neytendum að vanda valið. „Við viljum ekki að gos með sætuefnum sé holla valið. Gosdrykkir með sætuefnum kalla á aðra óhollustu, þú sérð ekki marga drekka kók og fá sér epli.“ Kökur og kex telja fimmtung af öllum viðbættum sykri. Dóra segir vel koma til greina að skoða skatt­ lagningu á kökur en til að byrja með sé einblínt á gosið þaðan sem mestur sykurinn kemur. „Þess vegna er fókusinn á gosið. Við sjáum það í okkar tölum að fólk sem hefur minni tekjur og minni menntun lifir óheilbrigðara lífi og lifir skemur. Rannsóknir sýna að skattlagning breytir hegðun og það er það sem við viljum.“ – ab Vilja breyta hegðun með skattlagningu Dóra Guðrún Guðmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Embætti landlæknis. STJÓRNSÝSLA „Það er auðvitað gott að fá þessa skýrslu en mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofnanir séu í einhverju hálf káki, veigra sér við að segja hlutina beint út og gefa ákveðnar ábendingar og tilmæli,“ segir Björn Leví Gunnarsson, fulltrúi Pírata í fjárlaganefnd. Skýrsla Ríkisendur­ skoðunar var birt í gær í kjölfar sameiginlegs fundar fjárlaganefndar stjórnskipunar­ og eftirlitsnefndar þingsins. Björn tekur sem dæmi að í skýrsl­ unni sé ekki tekið með afgerandi hætti af skarið um hvort fjármála­ ráðuneytinu hefði borið að leita álits Samkeppniseftirlitsins varðandi stóra lánið til Íslandspósts. Þá sé engu slegið föstu í skýrslunni um óásættanleg samskipti milli aðila segir Björn og vísar til sam­ skipta stjórn ar félagsins og helstu stjórnenda og samskipta við bæði eft ir litsaðila og ráðuneyti um ólíkan skilning á útfærslu laga. „Það er heldur ekki tekið af skarið með það í skýrslunni hvort kostn­ aðarhlutdeild samkeppnishlutans sé lögleg, en það er auðvitað mjög mikilvæg spurning sem lýtur að því hvernig einkaréttur stendur undir öllum föstum kostnaði félagsins,“ segir Björn Leví. Svipaður tónn er í yfirlýsingu Félags atvinnurekenda um skýrsl­ una sem send var fjölmiðlum í gær en þar er lýst vonbrigðum með óljósa afstöðu í skýrslunni um hvort lög­ bundinn aðskilnaður einkaréttar og samkeppnisrekstrar hafi verið fram­ kvæmdur með fullnægjandi hætti af Íslandspósti. Stór hluti starfsmanna félagsins vinni við verkefni sem ríkið eigi ekki að vera að sinna. Í skýrslu Ríkisendurskoðunar kemur fram það álit að brýnt sé að stjórn völd bregðist við og tryggi rekstrar grund völl inn lendrar póst­ þjónustu í því breyti lega um hverfi sem starfs greinin býr við. Ís lands póstur hefur glímt við f jár hags vanda að undan förnu. Fyrir tækið fékk síðasta haust 500 milljóna króna neyðar lán frá ríkinu. Það dugði ekki til en í fjár­ lögum 2019 heimilaði Alþingi að endurlána mætti félaginu allt að 1,5 milljarða króna og leggja því til aukið eigið fé gegn því að fyrir­ tækið myndi ráðast í endurskipu­ lagningu á starfseminni. Tap fyrir­ tækisins í fyrra nam 293 milljónum króna. Fjórar til lögur að úrbótum eru út­ listaðar í út tektinni sem á kveðið var að ráðist yrði í í janúar á þessu ári. Í fyrstu til lögunni bendir ríkisendur­ skoðandi á þann mögu leika í frum­ varpi til nýrra heildar laga um póst­ þjónustu að gera þjónustu samning við al þjónustu skylda aðila. Með fyrir huguðu af námi einka réttar á hluta póst þjónustu sé mikil vægt að stjórn völd stuðli að fyrir sjáan legu starfs um hverfi þeirra aðila sem nú starfa fyrir Ís lands póst. Önnur til lagan miðar að því að stjórn völd ráðist í mótun sér stakrar eig anda stefnu fyrir Ís lands póst vegna sí breyti legra að stæðna og sér tækra á skorana í rekstrar um­ hverfi fé lagsins. Þá þurfi að ef la eftir lit en ríkis endur skoðandi legg­ ur á herslu á að ráðu neyti og eftir­ lits stofnanir túlki eftir lits heimildir og ­skyldur sínar gagn vart Ís lands­ pósti með sama hætti og stundi for virkt eftir lit út frá sam eigin legri heildar sýn. Að lokum sé full á stæða til þess að hagræða verulega í starfsemi Ís­ lands pósts, einkum hvað varðar að sam eina enn frekar dreifi kerfi bréfa og pakka í þétt býli. Að mati ríkisendurskoðanda er ekki útilokað að félagið þurfi á frek­ ari fyrir greiðslu að halda á næsta ári, hvort sem um er að ræða aukið hluta fé, láns fé eða bein fjár fram lög frá ríkinu. adalheidur@frettabladid.is danielfreyr@frettabladid.is Íslenskt eftirlit einkennist af hálfkáki Leiðandi umfjöllun Fréttablaðsins Fréttablaðið hefur verið leið­ andi í umfjöllun um málefni Íslandspósts allt undanfarið ár meðal annars um: l drátt á birtingu gjaldskrár l fyrirhugaða lánveitingu ríkisins upp á 1.500 milljónir l mörg hundruð milljóna tap Íslandspósts vegna dóttur­ félaga l umfangsmikinn rekstur fé­ lagsins á samkeppnismarkaði l um rangar tölur í kynningu félagsins hjá fjárlaganefnd l um afskráningu dóttur­ fyrirtækisins ePósts án samþykkis l um himinháan lögmanns­ kostnað félagsins undanfarin ár l um brot félagsins á póst­ þjónustulögum Málefni Íslandspósts hafa ítrekað verið umfjöllunar í fjölmiðlum undanfarin misseri. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Nefndarmaður í fjár- laganefnd segir eftirlits- stofnanir á Íslandi of ragar við að segja hlutina eins og þeir eru og skýr fyrirmæli skorti. Skýrsla Ríkisendurskoðunar um Íslandspóst var birt í gær. Mér finnst hins vegar mjög oft brenna við að eftirlitsstofn- anir séu í einhverju hálf- káki, veigra sér við að segja hlutina beint út. Björn Leví Gunnarsson þingmaður Vonar að stjórnvöld innleiði samþykktina  SAMFÉLAG Á ný af stöðnu af mælis­ þingi ILO, eða Al þjóða vinnu mála­ stofnunarinnar, var samþykkt tíma mótasam þykkt gegn of beldi og á reitni á vinnu stað. Sam þykktin er fyrsti al þjóða samningur sinnar tegundar og markar mikil tíma mót í bar áttu gegn of beldi og á reitni á vinnu stað. Unnið hafði verið að sam þykktinni um ára bil og var hún sam þykkt af öllum löndum nema sjö þann 21. júní síðast liðinn. ASÍ, SA og ríkis stjórnin greiddu at kvæði með og er nú næsta skref að fá hana full gilta hér á landi svo við verðum skuld bundin henni að al þjóða rétti. „Þetta er fyrsta al þjóða sam þykkt sinnar tegundar og þess vegna er þetta merki legt plagg. Einnig er þetta eitt hvað sem kemur eftir #met oo bylgjuna þannig að þetta er skil greind af urð hennar og skiptir gífur legu máli fyrir ríki sem eru kannski ekki með jafn þétta lög gjöf og þar sem slíkt er ekki jafn viður­ kennt og hér,“ segir Drífa Snæ dal, for seti ASÍ. Í sam þykktinni er mikil á hersla lögð á að horfa til fram tíðar innan vinnu heimsins með „manneskju­ legum augum“. Sterk á hersla er á að gera fólki kleift að njóta góðs af breytingum í heimi vinnunnar með því að styrkja stofnanir til að tryggja öryggi allra á vinnu markaði. Drífa segir að hún vonist til og vænti þess að ís lensk stjórn völd inn leiði sam þykktina við fyrsta tæki færi. „Það væri af skap lega góður bragur ef Ís land myndi gera það og vera meðal þeirra fyrstu. Við eigum að taka frum kvæði í þessu og gera þetta mjög stolt og af virðingu. Við erum mjög á nægð með þetta og munum leggja fast að stjórn völdum að stað festa þessa sam þykkt,“ segir Drífa. – la Drífa Snædal, forseti ASÍ. BAREIN Jared Kushner, tengdasonur og ráðgjafi Donalds Trump Banda­ ríkjaforseta, kynnti í gær áætlun Bandaríkjastjórnar um að fjárfest verði í palestínsku hagkerfi fyrir fimmtíu milljarða Bandaríkjadala og þannig sótt í átt að friði á milli Palestínu og Ísraels. Áætlunin var kynnt á tveggja daga alþjóðlegri ráðstefnu í Barein. Að sögn Kushners er einnig þörf á pólitískri lausn á deilunni. Hins vegar sé hægt að ná miklu fram með því að þróa palestínskt hagkerfi. „Við sjáum mikil tækifæri. Það sem við höfum nú þróað er umfangs­ mesta efnahagsmálaáætlun sem nokkurn tímann hefur verið gerð fyrir Palestínu,“ sagði Kushner. Stjórnvöld í Palestínu hafa ekki sýnt hugmyndum Kushners og Tr u mp­st jór nar innar mik inn áhuga. „Peningar eru mikilvægir, hagkerfið er mikilvægt en stjórn­ mál eru enn mikilvægari. Pólitísk lausn er mikilvægari,“ hafði Reuters eftir Mahmoud Abbas forseta. Um þessa afstöðu Abbas sagði Kushner: „Dagurinn í dag er ekki tileinkaður stjórnmálavandanum. Við komum að honum á réttum tíma.“ – þea Kynntu áætlun fyrir Palestínu 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 4 9 -7 7 0 0 2 3 4 9 -7 5 C 4 2 3 4 9 -7 4 8 8 2 3 4 9 -7 3 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.