Fréttablaðið - 26.06.2019, Qupperneq 14
MARKAÐURINN
ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000
Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051
Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is
Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir
Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is
151
milljarði námu heildareignir
Kaupþings í árslok 2018.
GÍRAR - FÆRIBÖND - RAFMÓTORAR - LEGUR
588 80 40
www.scanver.is
RAFMÓTORAR
GAMMA lokar tveimur fjárfestingasjóðum
Tveimur fjárfestingasjóðum sem
hafa verið í stýringu fjármálafyrir-
tækisins GAMMA Capital Manage-
ment, sem sameinaðist Kviku banka
fyrr á árinu, hefur verið lokað.
Þannig var sjóðsfélögum GAMMA:
Total Return Fund og GAMMA:
GLOBAL Invest Fund tilkynnt í síð-
ustu viku, samkvæmt heimildum
Markaðarins, að sjóðunum yrði
slitið og að þeim fjármunum sem
myndu fást við sölu eigna yrði í kjöl-
farið ráðstafað til sjóðsfélaga.
GAMMA: GLOBAL Invest Fund,
sem hefur einkum fjárfest í erlend-
um hlutdeildarskírteinum verð-
bréfasjóða, var með eignir í stýr-
ingu að fjárhæð 6,3 milljónir evra
í lok maí, eða sem nemur um 900
milljónum króna. Þá var GAMMA:
Total Return Fund, sem hefur aðal-
lega fjárfest í skráðum verðbréfum
og í öðrum fagfjárfestasjóðum,
með eignir í stýringu upp á um
1,5 milljarða króna en um tíma –
á árinu 2017 – voru eignir sjóðsins
hins vegar vel yfir fimm milljarðar
króna. Í lok síðasta mánaðar var
um fimmtungur eigna GAMMA:
Total Return Fund, eða sem nemur
300 milljónum króna, í óskráðum
hlutabréfum, meðal annars hlutur
í ferðaþjónustufyrirtækinu Arctic
Adventures.
Frá því var greint á mánudag að
Fjármálaeftirlitið hefði samþykkt
samruna fjögurra sjóða GAMMA
við fjóra sjóði í stýringu Júpíters
rekstrarfélags, dótturfélags Kviku
banka. Þar er um að ræða Júpíter
– innlend skuldabréf og GAMMA:
Credit Fund; Ríkisskuldabréfa-
sjóð og GAMMA: Iceland Govern-
ment Bond Fund; Lausafjársjóð og
GAMMA: Liquid Fund; og einnig
Innlend hlutabréf og GAMMA:
Equity Fund. Sameining sjóðanna
kemur til vegna kaupa Kviku á öllu
hlutafé GAMMA í mars síðast-
liðnum. – hae
1,5
milljörðum námu eignir í
stýringu GAMMA: TRF.
Fjárfestingafélagið Helga-fell, sem er í jafnri eigu Bjargar Fenger, A ra Fenger og Kristínar Ver-mundsdóttir, hefur selt allan eignarhlut sinn í
Festi, móðurfélagi N1, Krónunnar og
Elko, en félagið var í byrjun síðasta
mánaðar á meðal stærstu hluthafa
með tveggja prósenta hlut. Miðað
við núverandi hlutabréfaverð Festar
var sá eignarhlutur metinn á um 840
milljónir króna.
Helgafell, sem er stýrt af Jóni
Sigurðssyni, fjárfesti og stjórnarfor-
manni fjárfestingafélagsins Stoða,
en hann er jafnframt eiginmaður
Bjargar, er ekki lengur að finna á
nýjum lista yfir tuttugu stærstu hlut-
hafa Festar. Samkvæmt heimildum
Markaðarins hefur félagið á síðustu
vikum losað um öll bréf sín í smá-
sölurisanum. Um leið hafa sjóðir í
stýringu Stefnis, dótturfélags Arion
banka, aukið hlut sinn í Festi um
nærri þrjú prósent og eiga núna sam-
tals 14,2 prósenta hlut í fyrirtækinu.
Helgafell kom fyrst inn í hluthafa-
hóp N1 á árinu 2013 og var um langt
skeið umsvifamesti einkafjárfestir-
inn í hluthafahópi félagsins með um
4,2 prósenta hlut en í ársbyrjun 2017
minnkaði félagið hlut sinn niður í 2,6
prósent. Þá sat Jón í stjórn olíufélags-
ins frá 2014 en lét af stjórnarstörfum
í fyrra í kjölfar þess að ný stjórn sam-
einaðs félags N1 og Festar, sem þá
átti og rak meðal annars verslanir
undir merkjum Krónunnar og Elko,
var kjörin.
Sala Helgafells í Festi kemur á
sama tíma og fjárfestingafélagið
Stoðir, þar sem Helgafell er á meðal
stærstu hluthafa, stóð að fjárfest-
ingum í Arion banka og Símanum
fyrir samtals um níu milljarða og
um miðjan síðasta mánuð lögðu
hluthafar Stoða félaginu eins til um
3,7 milljarða í nýtt hlutafé. Eigið fé
Helgafells nam um 5,7 milljörðum
króna í árslok 2017.
Þá er fjárfestingafélagið Helgafell
auk þess einn eigenda Dælunnar
ehf., sem rekur fimm eldsneytis-
stöðvar á höfuðborgarsvæðinu, en
Einar Örn Ólafsson, fyrrverandi
forstjóri Skeljungs og viðskiptafélagi
Jóns, keypti stöðvarnar ásamt vöru-
merkinu af N1 á liðnu ári. Í síðasta
mánuði af henti Einir ehf., félag í
eigu Einars Arnar, Dæluna inn í fjár-
festingafélagið Barone en hluthafar
þess eru, ásamt Einari, meðal ann-
ars félögin Helgafell og Fiskisund.
Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins
vegna yfirfærslu hlutafjár Dælunnar
til Barone er nefnt að Helgafell eigi
tveggja prósenta hlut í Festi, keppi-
naut Dælunnar í sölu á eldsneyti,
en eftirlitið sagði þau eignatengsl
„óveruleg“ og því ekki forsendur til
að grípa til íhlutunar vegna þeirra.
Auk Helgafells hafa sjóðir á vegum
bandarísku sjóðastýringarfélaganna
Wellington Management og Eaton
Vance haldið áfram að minnka veru-
lega hlut sinn í Festi og eru þeir ekki
lengur á lista yfir tuttugu stærstu
hluthafa félagsins sem eiga 1,2 pró-
sent eða meira í smásölurisanum.
Þannig áttu sjóðir Eaton samanlagt
2,3 prósenta hlut þann 5. maí síðast-
liðinn á meðan eignarhlutur Well-
ington var um 1,9 prósent. Á síðustu
mánuðum hafa sjóðastýringarfélög-
in, sem hafa verið stórir hluthafar í
Festi (þar áður N1) um nokkurra ára
skeið, selt stóran meirihluta bréfa
sinna í félaginu en í ársbyrjun 2019
var hlutur Wellington 3,7 prósent
en sjóðir Eaton Vance fóru þá með
samanlagt 3,3 prósenta hlut.
Heildarvelta Festar samstæðunn-
ar á árinu 2018 nam tæplega 59 millj-
örðum króna og hagnaður félagsins
um 2.060 milljónum króna. Hluta-
bréfaverð Festar hefur hækkað um
tíu prósent frá áramótum og stóð
gengi bréfa félagsins í 127 krónum á
hlut við lokun markaða í gær. Mark-
aðsvirði fyrirtækisins er um 42 millj-
arðar króna. hordur@frettabladid.is
Helgafell selur allan
eignarhlut sinn í Festi
42
milljörðum króna nemur
markaðsvirði Festar.
Festi er meðal annars eigandi að olíufélaginu N1. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON
Fjárfestingafélagið, sem
er stýrt af Jóni Sigurðs-
syni, hefur nýlega selt
tveggja prósenta hlut
sinn í smásölurisanum.
Er metinn á um 840
milljónir króna. Sjóðir
Stefnis hafa á sama
tíma bætt verulega við
sig í Festi.
Sjóðir í stýringu bandaríska vogunarsjóðsins Taconic Capi-tal, sem á sextán prósenta hlut í
Arion banka, bættu lítillega við hlut
sinn í Kaupþingi í fyrra – úr 45 pró-
sentum í 48 prósent – en sjóðurinn
er sem fyrr langsamlega stærsti
hluthafi eignarhaldsfélagsins. Frá
því í ársbyrjun 2016 hefur Taconic
meira en þrefaldað eignarhlut sinn
í Kaupþingi.
Heildareignir Kaupþings minnk-
uðu um 82 milljarða króna, þar
sem mest munaði um sölu á eignar-
hlutum félagsins í Arion banka, og
námu þær um 151 milljarði í árslok
2018. Kaupþing átti þá enn tæplega
þriðjungshlut í bankanum en það
sem af er þessu ári hefur félagið selt
í Arion fyrir samtals um tuttugu
milljarða króna og fer núna með
fimmtungshlut.
Á sama tíma og Taconic Capital
jók við hlut sinn í Kaupþingi þá
minnkaði hlutur bandaríska vog-
unarsjóðsins Och-Ziff Capital um
liðlega helming og var rúmlega sex
prósent í lok síðasta árs. Sjóðurinn,
sem stóð að baki kaupum í Arion
banka ásamt Taconic, Goldman
Sachs og Attestor Capital í mars
2017, er í dag þriðji stærsti hlut-
hafi Arion með 7,25 prósenta
hlut. Eignarhlutur annarra
helstu hluthafa Kaupþings –
Centerbridge Credit Partn-
ers (9,1%), Attestor (5,9%), JP
Morgan (5%), Citadel Equity
(4,6), Deutsche Bank (4,1%) og
Goldman Sachs (3%) – hélst
meira og minna óbreyttur
á milli ára.
Í ársreik ningi
Kaupþings er bent
á, eins og áður
hefur verið upplýst
um í Markaðinum,
að samk væmt
úrskurði Fjár-
málaeftirlitsins þurfi Kaupskil,
dótturfélag Kaupþings, og Taconic
Capital að minnka samanlagðan
eignarhlut sinn í Arion banka niður
fyrir 33 prósent fyrir 16. september
næstkomandi. FME lítur svo á að
Kaupskil og Taconic séu í samstarfi
í skilningi laga um fjármálafyrir-
tæki enda er sjóðurinn með nærri
helmingshlut í Kaupþingi.
Kaupskil og Taconic fara nú með
samanlagt 36 prósenta hlut í Arion
banka. Kaupþing þarf því að selja
að lágmarki sem nemur þriggja pró-
senta hlut í bankanum innan næstu
þriggja mánaða. Samkvæmt heim-
ildum Markaðarins standa áform
stjórnenda Taconic Capital hins
vegar til þess að auka enn frekar
við hlut sinn í Arion banka. Sá sem
stýrir umsvifum Taconic Capital
hér á landi, en sjóðurinn hóf fyrst
að kaupa kröfur á Kaupþing
árið 2012, er Bandaríkja-
maðurinn Keith Magliana
og situr hann meðal annars
í tilnefningarnefnd Arion
banka. – hae
Taconic Capital bætir
enn við sig í Kaupþingi
Frank Brosens, stofnandi
og eigandi Taconic Capital.
2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
9
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-6
D
2
0
2
3
4
9
-6
B
E
4
2
3
4
9
-6
A
A
8
2
3
4
9
-6
9
6
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K