Fréttablaðið - 26.06.2019, Qupperneq 10
Frá degi til dags
Halldór
ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Einar Þór Sverrisson FORSTJÓRI: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is.
Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum
án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is
MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Boris ætti
betur heima í
raunveru
leikaþætti en
á breska
þinginu.
Sennilega er
það mergur
málsins.
Krafa BHM
er að engin/n
sem lokið
hefur bakka
lárgráðu
hafi undir
500 þúsund
krónum í
grunnlaun á
mánuði.
Ólöf
Skaftadóttir
olof@frettabladid.is
EKKERT
BRUDL
1kg
Tómatar
Íslenskir, 1 kg
kr./1 kg498
Júní er tími brautskráninganna. Þá fyllast samfélags-miðlarnir af myndum af prúðbúnu og brosleitu fólki sem fagnar því að hafa náð þeim merkilega
áfanga í lífinu að ljúka háskólanámi. Þessar myndir
einkennast af mikilli gleði sem smitar út frá sér. Það er
bjartsýni og vor í þessum myndum.
Allir sjö háskólar landsins brautskráðu nemendur
nú í júní við hátíðlegar athafnir, bæði úr grunnnámi og
framhaldsnámi. Samtals tóku meira en 3.300 manns
við prófskírteinum að þessu sinni. Menntun þessa
stóra hóps er fjölbreytt og góð. Reikna má með því að
flest í þessum hópi fari nú að leita sér að föstu starfi.
Nú er það vinnumarkaðarins að gefa þeim tækifæri.
Sú góða vísa verður aldrei of oft kveðin að menntun
og þekking eru lykillinn að framþróun og góðum
lífskjörum í landinu. Nýútskrifað háskólafólk sem nú
sækir um störf hjá fyrirtækjum og stofnunum landsins
býr yfir verðmætri þekkingu sem mikilvægt er að
nýtist samfélaginu.
Það má heldur ekki gleymast að til að einstaklingar
séu reiðubúnir að leggja á sig erfitt og dýrt nám
þarf það að skila þeim sanngjörnum fjárhagslegum
ávinningi. Meginkrafa BHM er og hefur lengi verið
sú að menntun sé metin til launa. Því miður vantar
enn töluvert upp á að svo sé hér á landi. Sem dæmi
má nefna að grunnlaun margra sem lokið hafa fyrstu
háskólagráðu eru langt undir því sem eðlilegt og sann-
gjarnt má teljast. Krafa BHM er að engin/n sem lokið
hefur bakkalár gráðu hafi undir 500 þúsund krónum í
grunnlaun á mánuði.
Margir háskólanemar taka námslán til að fjármagna
nám sitt. Afborganir af námslánum reynast mörgum
þung byrði, einkum yngri greiðendum sem eru að
koma sér þaki yfir höfuðið og stofna fjölskyldu. Í við-
ræðum við stjórnvöld leggur BHM áherslu á að dregið
verði úr endurgreiðslubyrði og að komið verði til móts
við greiðendur með ýmsum aðgerðum.
BHM óskar öllu nýútskrifuðu háskólafólki til
hamingju með áfangann.
Til hamingju með
háskólaprófið!
Þórunn
Sveinbjarnar-
dóttir
formaður BHM
Það er engin leið að sjá það fyrir hvað ríkis-stjórn sem Boris Johnson kemur til með að leiða myndi gera, vegna þess að sá sem hyggst taka við stjórnartaumunum hefur ekki enn komist svo langt að velta því einu sinni fyrir sér sjálfur.
Svo komst Max Hastings, fyrrverandi ritstjóri
þekktra dagblaða í Bretlandi, að orði í pistli í The
Guardian í gær. Hastings var yfirmaður Johnsons og
vandar fyrrverandi undirmanni sínum ekki kveðjurnar
í harðorðri grein þar sem hann kallar Boris veikgeðja og
popúlískan ólátabelg.
Nú eru tvær vikur þar til kjörseðlar berast flokks-
mönnum og næsti forsætisráðherra verður kynntur
þann 22. júlí. Johnson er enn líklegasti arftaki Theresu
May. Hann hefur þó ekki átt sjö dagana sæla eftir að fjöl-
miðlar komust á snoðir um að lögregla hafi verið kölluð
að heimili hans og kærustu vegna háværs rifrildis. Fyrir
það hefur hann ekki viljað svara opinberlega.
Kappræður tveggja sigurstranglegustu frambjóðend-
anna í leiðtogakjörinu áttu til að mynda að fara fram á
Sky News í gær en ekki varð af því. Boris hafnaði því að
taka þátt, þrátt fyrir áeggjan mótframbjóðandans sem
biðlaði til Johnsons að „láta af heigulshætti sínum“ í
grein í fyrradag. Allt kom fyrir ekki.
Nýja forsætisráðherrans bíður allt annað en öfunds-
vert hlutverk. Hann mun þurfa að vinna í hinu sama
þingi og hefur hingað til engu hleypt í gegn. Mögu-
leikarnir, fyrir og eftir Theresu May, eru þeir sömu:
samningur um útgöngu, önnur atkvæðagreiðsla eða
útganga án samnings – svokallað hart Brexit. Johnson
lét hafa eftir sér í gær að útganga án samnings væri
versta niðurstaðan. Með öðrum orðum hefur ekkert
breyst í vonlausri stöðu þess sem þarf að leiða Bretland
út úr Evrópusambandinu.
Í fyrrnefndum pistli Hastings segir hann Íhaldsflokk-
inn bera þunga sök í því að hafa hleypt óútreiknan-
legum fúskara allt of nálægt Downing-stræti og fyrir
það muni flokkurinn líða í næstu kosningum. Boris ætti
betur heima í raunveruleikaþætti en á breska þinginu.
Sennilega er það mergur málsins.
Ábyrgðin er nefnilega hans. Það voru Boris og félagar
hans sem lugu öðru hverju orði í aðdraganda þjóðar-
atkvæðagreiðslunnar 2016. Kannski er mátulegt á hann
nú að taka við stólnum og um leið ábyrgðinni á upp-
diktaðri draumsýn sem hann og félagar hans héldu að
breskum almenningi.
Sennilega verður þetta enn annað dæmi þess að
popúlisma gengur til skamms tíma að koma mönnum
að kjötkötlunum. Meinið er að þegar þarf að fara að
huga að efndum er staðan allt að því vonlaus.
Bretar eru þekktir fyrir skopskyn sitt – nú spyrja
sumir hversu lengi þeir muni hafa húmor fyrir brandar-
anum sem er Boris Kardashian.
Boris
Kardashian
Brattur hrakhóll
Vigdís Hauksdóttir er í eigin
sérflokki hvað varðar úthald,
einurð og festu í pólitíska
hringnum. Blýþung höggin lætur
hún dynja á andstæðingunum,
oft af meira kappi en forsjá enda
tekst henni jafnan að vanka þá
með vindhöggunum einum.
Höggþunginn minnir þannig
helst á sjálfan Muhammad Ali
sem dansaði eins og fiðrildi og
stakk eins og geitungur. Þótt
Vigdísi verði oft fótaskortur á
tungunni og sé ekki alltaf með
réttan hrakhól á hraðbergi tekst
henni þó að bíta eins og lúsmý
þannig að þeir sem lenda í henni
engjast dögum saman í sturl-
uðum andlegum kláða.
Lose me tapa ekki
Vigdís varð undir í orrustu lang-
dregins stríðs við vindmyllur
borgarmeirihlutans í gær þegar
kerfið og kjörnefnd sýslumanns
vísaði kæru hennar með kröfu
um ógildingu borgarstjórnar-
kosninganna frá. Vigdís veifaði
þó ekki hvítu flaggi heldur
tilkynnti að lýðræðið í landinu
hafi orðið fyrir gríðarlegu áfalli
þegar hún var þarna felld með
tæknilegum og heldur ómerki-
legum hælkrók. Óbuguð lét
hún kné fylgja kviði á Facebook
þar sem hún komst að þeirri
niðurstöðu að kosningasvindl sé
heimilt svo lengi sem það kemst
ekki upp fyrr en eftir sjö daga.
Guðs Mildison að borgarstjóri er
læknir. toti@frettabladid.is
2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
SKOÐUN
2
6
-0
6
-2
0
1
9
0
5
:1
6
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
3
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
4
9
-5
E
5
0
2
3
4
9
-5
D
1
4
2
3
4
9
-5
B
D
8
2
3
4
9
-5
A
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
4
0
s
_
2
5
_
6
_
2
0
1
9
C
M
Y
K