Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 26.06.2019, Síða 24
Kristófer Júlíus Leifs­son er einn af stofn­endum Eldum rétt sem býður upp á þá þjónustu að senda eða afhenda hrá efni og upp skriftir að hollum mál tíðum fyrir heim il ið. Hvernig er morgunrútínan þín? Dagurinn byrjar yfirleitt við fagra tóna yngsta barnsins sem vill meina að kominn sé dagur, yfirleitt aðeins fyrr en við foreldrarnir vilj­ um meina. Mjög skilvirk vekjara­ klukka í 90% skiptanna, hins vegar á fullkomlega handahófskenndan máta. Ég byrja á að gefa börnunum hafragraut og gera þau klár fyrir leikskólann. Sjálfur byrja ég svo daginn yfirleitt á epli með hnetu­ smjöri, kaldri sturtu og fer svo með krakkana í leikskólann eða fer beint í vinnuna. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég veit fátt skemmtilegra en að spila góðan bumbubolta á miðviku­ dögum og verð í góðu skapi allan næsta dag ef ég skora nokkur mörk. Ég hef líka mjög gaman af því að fara á snjóbretti og eiga góðar stundir með fjölskyldunni. Það sem kemur mér í gott jafn­ vægi og lætur mér líða vel er þegar ég næ að stunda reglulega öndunar­ æfingar, hugleiðslu og kaldar sturt­ ur. Hvar sérðu þig eftir tíu ár? Ég verð þá orðinn 42 ára fimm barna faðir og elsta barnið mitt að byrja sitt síðasta grunnskólaár. Ég sé fyrir mér að vera kominn í kvöld­ skóla eða jafnvel farinn að halda einhver námskeið sjálfur. Ég hef virkilega gaman af því að tileinka mér nýja þekkingu. Mig langar svo gjarnan að taka þátt í uppbyggingu á öðru fyrirtæki sem getur teygt sig inn á erlenda markaði líka. Hvaða stjórnunarhætti hefurðu tileinkað þér? Ég er alltaf að læra eitthvað nýtt á því sviði. Eitt af lykilatriðunum sem margir reynsluboltar tala um er að gera starfsmenn ábyrga fyrir sínum verkefnum. Í upphafi var maður ábyrgur fyrir svo mörgu og oft erfitt að sleppa takinu. En þetta ráð hefur reynst gríðarlega vel. Því meiri ábyrgð sem starfsmenn tileinka sér í bland við mikinn metnað er upp­ skrift að flottri velgengnissögu. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Ég er með langan lista en ef ég yrði að nefna þrjá væru það Wim Hoff, Satya Nadella og Elon Musk. Wim Hoff hefur hjálpað mér að lifa meira í núinu og fá meiri þrótt. Satya Nadella hefur sýnt fram á að með því að opna dyrnar fyrir nánara samstarfi við samkeppnisaðila sína líður öllum betur, bæði viðskipta­ vinum og fyrirtækinu. Elon Musk hefur sýnt fram á að hið ómögulega sé hægt með trúnni, rétta teyminu og viljastyrk. Hver er ástæðan að baki miklum vexti Eldum rétt? Fyrirmyndarþjónusta – ef eitt­ hvað fer úrskeiðis þá reynum við alltaf að bæta fyrir það eins vel og hægt er hverju sinni. Við leggjum okkur mikið fram við að bjóða upp á bragðgóðan mat úr sem ferskustu hráefnum hverju sinni. Viðskipta­ vinir okkar hafa líka verið dug­ legir að mæla með okkur sem hefur hjálpað okkur mikið. Hvaða tækifæri sérðu fram undan í þessari grein? Við sjáum fram á að geta boðið upp á meiri sveigjanleika og fjöl­ breyttara úrval. Það verður sífellt brýnni þörf fyrir umhverfisvænni kosti. Nýlegar rannsóknir hafa sýnt fram á að þegar öll virðis­ keðjan er skoðuð þá sé umhverfis­ vænni kostur að kaupa tilbúna matarpakka heldur en að versla í matvörubúð þrátt fyrir þá auknu umbúðanotkun sem felst í matar­ pökkunum. Helsti ávinningurinn felst í pöntunarfrestinum svo hægt sé að panta inn og framleiða allt í réttu magni. Á tímum sem allt þarf að gerast strax teljum við pöntunar­ frestinn vera lykilinn að minni sóun og minnkun á fótspori neytenda. Hverjar eru helstu áskoranirnar? Það er mikil áskorun að vera á eyju úti í miðju Atlantshafi og bjóða upp á fersk matvæli. Sem betur fer hefur okkur tekist að mynda sterk og góð tengsl við okkar birgja sem gerir okkur þetta kleift. Næsta áskorun er að hjálpa viðskipta­ vinum okkar að muna eftir því að panta í tæka tíð sem er áskorun fyrir alla. Við bindum vonir við að appið okkar, sem kemur út á næstu dögum, muni hjálpa viðskipta­ vinum okkar mikið. Pöntunarfrestur lykill að minni sóun Kristófer segir að það sé umhverfisvænni kostur að kaupa tilbúna matarpakka heldur en að versla í matvörubúð. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Nám: Iðnaðarverkfræði B.Sc. Störf: Framkvæmdastjóri og annar stofn- enda Eldum rétt Fjölskylduhagir: Hinn helmingurinn er Hrafnhildur Hermannsdóttir og saman eigum við Áróru Aldísi, 4 ára, og Albert Inga, 1 árs. Svipmynd Kristófer Júlíus Leifsson Senn líður að því að lykilstjórn­endur kínverska netverslun­arrisans Alibaba dragi sig í hlé. Jack Ma, sem stofnaði fyrirtækið fyrir 20 árum, mun víkja úr sæti stjórnarformanns í september og framkvæmdastjórinn, Joe Tsai, ber ábyrgð á færri verkefnum en áður. Í síðustu viku, minna en ári eftir að Ma upplýsti að hann hygðist láta af störfum, tilkynnti fyrirtækið að fjármálastjórinn Maggie Wu myndi taka að sér stefnumarkandi fjárfest­ ingar og starfa við hlið Tsai. Ma og Tsai eru óhjákvæmilega alltaf tengdir við Alibaba sem metið er á yfir 400 milljarða dollara. Sagt er að Tsai sé eins konar hliðarsjálf við Ma sem er óútreiknanlegur. Tsai er fágaður, lærði lögfræði í Yale og getur rætt við háa sem lága, segir í frétt Financial Times. Það hefur verið rætt innan veggja Alibaba frá árinu 2002 að Ma myndi stíga til hliða því fyrirtækið óx svo hratt. Sú vinna hefur leitt til þess að fjöldi starfsmanna getur tekið að sér mikla ábyrgð. Yngri stjórnendur hafa að undan­ förnu verið ráðnir í æðstu stjórn­ endastöður samhliða breyttu landslagi í rekstri. Dregið hefur úr hagvexti í Kína, færri nýir eru að byrja á netinu en áður og sam­ keppnin fer stigvaxandi. Stjórnvöld gefa enn fremur tækni­ risum ekki jafn lausan taum og áður. Tollastríð Kína og Bandaríkjanna hefur haft það í för með sér að virðis­ keðjur fyrirtækja eru ekki jafn fýsi­ legar og áður. Tollastríðið hefur jafn­ framt haft slæm áhrif á markað með kaup og sölu á fyrirtækjum. Daniel Zhang, forstjóri Alibaba og verðandi stjórnarformaður, og Wu, sem starfað hefur fyrir tækni­ risann frá árinu 2007, fá helstu áskoranir í rekstrinum í fangið. Þau eru endurskoðendur og búist er við að þau muni stýra fyrirtækinu með hefðbundnari hætti en áður hefur verið. Reiknað er með að þau muni beina sjónum sínum í meiri mæli að heimamarkaði sem rekja má meðal annars til tollastríðsins. Sagt er að það sé rökrétt að Wu taki við fjárfestingunum því ekki sé nóg að eignast hluti í fyrirtækjum heldur þurfi að tengja þau við Ali­ baba­vistkerfið. Þar með er ekki sagt, að verið sé að búa hana undir að verða forstjóri. Hennar helstu styrkleikar felast í fjármálastjórn, segir í fréttinni. Að því sögðu hefur hún tekið yfir mikilvægan hlekk í starfsemi Ali­ baba. Tæknirisinn hefur nefnilega fjárfest í um 350 fyrirtækjum. Ali­ baba er engu að síður hálfdrætting­ ur á við keppinautinn Tencent hvað þetta varðar. Hjá Alibaba starfa um 100 manns við fjárfestingar og sviðið skilaði um 30 prósentum af hagnaði fyrirtækisins í fyrra. Jack Clark, höfundur bókarinnar Alibaba: The House That Jack Ma built, segir að ólíklegt sé að tví­ eykið muni eitt setja saman stórar áætlanir um fjárfestingar alþjóð­ lega. Nefndir muni taka það að sér enda sé fyrirtækið að verða æ mið­ stýrðara. Innanbúðarmenn eru brattari hvað varðar nýjan kaf la í rekstri Alibaba. Þeir rifja upp að áður hafi verið sagt að enginn gæti komið í stað Steve Jobs, forstjóra Apple, en Tim Cook og hans teymi hafi tekið við keflinu og staðið sig glimrandi vel. Aðrir benda á að Jack Ma hafi enn mikið að segja um hverjir sitja í stjórn netverslunarrisans. helgivifill@frettabladid.is Lykilstjórnendur kínverska risans Alibaba draga sig brátt í hlé Jack Ma, stofnandi Alibaba, er ólíkindatól. Hér bregður hann sér í gervi Michaels Jackson. NORDICPHOTOS/GETTY 2 6 . J Ú N Í 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 MARKAÐURINN 2 6 -0 6 -2 0 1 9 0 5 :1 6 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 4 9 -8 0 E 0 2 3 4 9 -7 F A 4 2 3 4 9 -7 E 6 8 2 3 4 9 -7 D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 2 5 _ 6 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.