Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 2
Skagablaðió Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson Ljósmyndir: Árni S. Arnason Blaðamaður: Steinunn Eva Þórðardóttir Auglýsingar: Steinunn Árnadóttir (heimasími 2955) Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: Borgarprent Útlit: Sigurður Sverrisson Ritstjórnarskrifstofa Skagablaðsins er að Suðurgötu 16 og er opin sem hér segir: mánudaga frá kl. 14.30-22, þriðjudaga frá kl. 10-17, alla aðra virka daga frá kl. 17-19. Móttaka auglýsinga og áskrifta er á sömu tímum. Síminn er 2261 eða 1397. Sláið á þráðinn, lítið inn eða sendið okkur línu í pósthólf 170. b'rá síðasta tívolíi skatanna. Dagbókin Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30-16.00 og svo aftur frá kl. 19.00- 19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frá kl. 8-20. Uppl. um læknavakt í símsvara 2358 á öðrum tímum. Mikið verður um dýrðir á Skáta-tívolíinu á sunnudag Það verður að vonum mikið um dýrðir í íþróttahúsinu á sunnudag en þá efna skátarnir til tívolís í þriðja sinn. Sambæriiegar uppákomur voru haldnar bæði 1981 og 1983 og tókust geysilega vel. Þóttu leiktækin, sem öll eru heimasmíðuð, sérlega frumleg og var aðsóknin mjög góð. A sunnudag er svo komið að þessum merkisatburði enn eina ferðina. Bókasafnið: Safnið er opið sem hér segir: mánudaga 16-21, þriðjudaga og miðvikudaga 15-19, fimmtudaga 16-21 og föstudaga 15-19. Útlánatími er 20 dagar, dagsektir 50 aurar á bók. Slökkviliðið: Sr'minn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266 og 1977. Sjúkrabfll: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá ki. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið er mánudaga-mið- vikudaga sem hér segir: 7-8.45, 17- 18.30 og 20-21.15, fimmtudaga 7-8.45, 17-18.30, 20-21 og 21-21.45 (fyrir konur), föstudaga 7-8.45, 17-18.30 og 20-21.15. Á laugardögum er opið frá 10-11.45 og 13.15-15.45 og á sunnu- dögum frá 10-11.45. Al-Anon: Félagsskapur fyrir aðstand- endur drykkjufólks. Fundir alla mánu- daga kl. 21 að Suðurgötu 102. Auglýsið í Skagablaðinu Þegar við Skagablaðsmenn lit- um inn í Grundaskóla seint á mánudagskvöld var þar allt á fullu við undirbúningsvinnu fyrir tívolíið. Blaðið hitti tvær hnátur að máli, Bergþóru Sigurðardótt- ur og Unni Maríu Sólmundar- dóttur og spurði þær að því hvort margir hefðu unnið við undirbún- ing. „Já, við höfum verið svona sex-sjö úr mínum flokki“, svaraði Bergþóra. „Ég er nú bara búin að vera í þessu tvö kvöld og nú erum Pað vantar ekki einbeitinguna hjá þeim Bergþóru Sigurðardóttur og Unni Maríu Sólmundardóttur, þar sem þær mála eitt veggspjaldanna. Aston Villa - Everton Liverpool - Tottenham Newcastle - Coventry i Norwich - Sunderland \ Nottm. Forest - WBA j QPR - Ipswich Town 1 Watford - Chelsea 2 Blackburn - Birmingham x Brighton - Oxford X Grimsby - Portsmouth j Middlesbrough - Sheff. Utd 2 Wimbledon - Fluddersfield 2 1 1 1 X 1 1 1 2 1 Ingibjörg Guðmundsdóttir, sem allt fram til þessa hefur virst vera ein og yfirgefin á toppnum hefur nú aldeilis fengið keppni þegar aðeins 2 umferðir eru eftir af getraunaleiknum okkar. Hún fékk ekki nema 2 rétta síðast á sama tíma og helsti keppninautur hennar, Páll I. Pálsson, sem vel að merkja er mágur hennar í ofanálag, nældi sér í 4 rétta og jafnaði þar með metin. Bæði eru með 44 samtals. Þjálfarinn glúrni. Hörður Helgason, notar „Liverpool-taktíkina“ og læðist aftan að þeim og er nú kominn með41 réttan samtals. Fylgi hann Anfield-brautinni stendur hann uppi sem sigurvegari í lokin. Ragnheiður Þórðardóttir og Skagablaðið eru fjarri góðu gamni. Ranka náði þó 4 réttum síðast en vér aðeins 3. Ragnheiður er því með 33 samtals en Skagablaðið aðeins 29. Vægast sagt hörmulegur árangur. Nú er að duga eða drepast. við að mála veggspjöld með trúðnum,“ bætti hún við. Þær sögðu Gutta (Guðbjartur Hann- esson) hafa haft yfirumsjón með verkinu. „Hann kemur svona og segir okkur hvað við eigum að gera,“ sögðu þær stöllur. Skáta-tívolíið hefst á sunnudag klukkan 12 á hádegi og nú verða eigi færri en 40 leiktækjabásar og því nóg um að vera. Lukkuhjól, skotbakkar, þrautir af ýmsu tagi og skemmtiatriði ættu að sjá um að allir skemmti sér. Þrautirnar eru mjög margvíslegar og hafa mörg ný tæki verið hönnuð. Á meðal tækjanna má nefna tveggja metra gíraffa, örkina hans Nóa, Gosa-paradís, stóru teygjubyss- una og slökkt á sígarettunni (þetta heitir nú vindlingur á góðri íslensku, en...). Starfsmenn tí- volísins verða á annað hundrað og sjá um að allt fari vel fram. Sjálfu tívolíinu lýkur um klukk- an 17 og tekur þá við heljarins mikið bingó. Áður en það hefst verður dregið í verðlaunagetraun Samvinnuferða/Landsýnar, Skagablaðsins og tívolísins og er keppt um 25.000 króna ferða- vinning. Síðasti getraunaseðillinn er birtur á bls. 3 í blaðinu í dag. í sjálfu bingóinu er um marga vinninga að ræða, m.a. ferða- vinning, tölvu, vöruúttektir og margt fleira. Aðgangseyrir að tívolíinu verður lágur og ætti sunnudagurinn því að vera til- valinn til þess að drífa alla fjöl- skylduna með sér á skemmtunina. Spuming vikunnar — Ætlar þú á tívolí skát- anna á sunnudag? Hrólfur Á. Borgarsson: — Já, ég held það. Sigurður Aðalsteinsson: — Nei, ég fer ekki. Jóhann Gíslason: — Já, mjög líklega. Ásta Benediktsdóttir og Jóna Víglundsdóttir: —Já, við kíkjum kannski. 2

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.