Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 6

Skagablaðið - 15.03.1985, Blaðsíða 6
Hennes með glasilega vígsluveislu vel á annai hundrað gestir saman komnir Vel á annað hundrað manns voru samankomin við vígslu- veislu hins nýja húsnæðis Henson (Hennes) hér á Akranesi sl. föstu- dag. Þáðu menn þar veitingar og skoðuðu salarkynni en að auki var boðið upp á vel skipulagða tískusýningu. Bar öllum saman um að sérlega vel hefði tekist til við hönnun hússins. Á meðal gestanna voru margir vinir og kunningjar Halldórs Ein- arssonar (sem aldrei er kallaður annað en Henson) úr Reykjavík, jafnt Valsmenn sem viðskipta- aðilar. Á meðal fyrirmanna héð- an má nefna bæjarstjórnarfull- trúa, bankastjóra, bæjarstjóra og marga aðra. Sjálf vígsluveislan hófst um klukkan 17 á föstudag og var fólk þá þegar tekið að streyma að. Um kl. 17.30 kom síðan full rúta af fólki úr Reykjavík og þegar Skagablaðið hvarf af vettvangi laust eftir kl. 18 var ekkert far- arsnið á fólki enda fjörið rétt að byrja. Skagablaðið ræddi stuttlega við einn gestanna úr Reykjavík, sem reyndar rekur verslunina Músík & sport í Hafnarfirði auk þess að vera móðir hins landskunna hand- knattleiksmanns, Kristjáns Ara- sonar, og var hún þeirrar skoð- unar að það væri hreint með ólíkindum hversu ör uppbygg- ingin hefði verið hjá Henson. „Eg man eftir því, að þegar við Peir kunnu vel að meta veitingarnar, frá vinstri: Guðjón Þórðarson, Sigtryggur Sigtryggsson, Guðjón Guðmundsson, Björn Tryggvason og Hörður Jóhannsson. Henson, Halldór Einarsson og Sigurður Lárusson, framan við málverk ef knattspyrnuleik ÍA og Vals, sem Halldór málaði sjálfur. i skiptum fyrst við hann var hann með aðsetur í litlu þakherbergi við Lækjargötuna. Mér er til efs að mörg fyrirtæki geti státað af jafn hraðri uppbyggingu,“ bætti viðmælandi blaðsins við. Eins og vænta mátti var glatt á hjalla á þessum merkisdegi eins og meðfylgjandi myndir bera væntanlega með sér. Rétt er að taka það fram, að málverkið á milli Halldórs og Sigurðar Lár- ussonar á stóru myndinni hér að ofan er málað af honum (Hall- dóri) sjálfum sem og tvö önnur málverk í húsinu. Honum er því bersýnilega fleira til lista lagt en að reka saumastofur með glæsi- brag. Skagablaðið óskar Halldóri til hamingju með nýja húsnæðið og árnar honum velfarnaðar í framtíðinni. Svona á að sauma (SAUMA). Hvert er álit stjam- anna á Skagablaðinu? — blaðið leitar álits sérfræðings og opinberar niðurstöðumar Eigi alls fyrir löngu kom sú hugmynd upp að gaman væri að láta einhvern sérfróðan gera stjörnukort fyrir Skagablaðið, m.a. með það fyrir augum að kanna kosti og galla þess. Við leituðum til Sigrúnar Harðardótt- ur, kennara, sem mikið hefur „stúderað“ stjörnurnar og hún varð góðfúslega við þeirri beiðni að gera kort fyrir okkur. Það grundvallast á „fæðingu“ blaðsins þann 10. júní 1984 kl. 13.38. Útskýring kortsins hljóðar svo: Sól á miðhimni: Fullkomin samsömun við hlut- verkið. Sól CL Mars: Og dugnaður í meira lagi, viss möndlun á fólki til að ná vilja sínum. Mars í 2. húsi: Veigengni fjárhagslega, enda vilji fyrir hendi á efnislega sviðinu. Mars Satúmus: Stundum virðist bremsan vera á og hindranir í peningamálum, en þar sem Satúrnus fer afturábak þá minnkar það áhrifin, lagast þegar frá líður. Sól 7T tungl og Úranus: Óvenjulegar kringumstæður koma upp, oft stressandi, en krefjast frumleika og næmni á fólk. Þessi næmni hugans er nauðsyn- leg til að ná góðum viðtölum, og ávallt verður að gæta að róttækni bogmannsins og forvitni nái ekki yfirhöndinni á kostnað ábyrgðar og umönnunartilfinningunni eða ógni ekki efnislegu öryggi. Merkúr 7T Júpíter: Óróleiki, ferðir, oft í misjöfnum veðrum, og gæta ber að komast ekki að röngum niðurstöðum. Júpíter í steingeit: Metnaður að vera betri en aðrir, talsverð hreykni af sjálfum sér, Venus í krabba: Fastheldni í sambönd. Venus í 10. húsi: Persónuleikinn notaður til að koma sínu fram. Góðlegt viðmót. Venus 7C Neptúnus: Blekkingar en einnig sköpunar- gáfa og skynbragð á list. Venus Of Plútó: Löngun til að kollvarpa, eyðslu- semi möguleg, eða af því Plútó er í 1. húsi, útlitsbreytingar. Stöðugt lýkur einhverju skyndilega og byrjar nýtt, e.t.v. ný og ný sam- bönd en þau gömlu rofna full- komlega. Hatur á stöðnun. Vogin rís: Elskulegt andlit, sveigjanlegar skoðanir, „líberal“ ímynd, al- menr, dipló. Ég sé að tvenn öfl togast á, annarsvegar efnishyggjuvel- gengni, og hinsvegar sterk hvöt eða tilhneiging til sóunar eða hreinsunar sem einnig hreinsar fjárhaginn og verður þá að byrja aftur á núlli. En er ekki blaða- útgáfa þannig. Hvert blað er barnið manns og síðan er það endanlega farið og ekki lengur hluti af manni þegar það er komið út. Tilhneiging til að komast að röngum niðurstöðum kom fram í fréttinni um fylgiskönnun stjórn- málaflokkanna. Cave! Achtung! Beware!. Varist blekkingar og ruglaða hugsun eða óskýra, sem gerir vart við sig samkvæmt kort- inu. 6

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.