Skagablaðið


Skagablaðið - 15.05.1985, Síða 6

Skagablaðið - 15.05.1985, Síða 6
Heimsókn í „rásinaAthyglin leynir sér ekki íandlitum sölubarnanna. „Létt vink“ á gervigrasinu. Sannkallaðir sigurvegarar. Dugleg sölubörn eru líkast til þeir aöilar sem eiga hvaö ríkastan þátt ■ mikilli útbreiðslu Skagablaðsins. Það hefur verið sama á hverju hefur gengið, alltaf hafa þau staðið sig með prýði. Til þess að launa þeim dugnaðinn bauð Skagablaðið þeim í dagsferð til Reykjavíkur fyrir réttum mánuði. Tuttugu börn lögðu upp frá Akra- nesi um kl. 10 árdegis og fyrsti áfangastaðurinn var Tomma-ham- borgarar á Grensásveginum. Eftir að allir höfðu raðað í sig hamborg- ara, frönskum og gosdrykkjum var rennt niður í Laugardal til þess að skoða gervigrasvöllinn. Þaðan lá leiðin niður í miðbæ, þar sem allir fengu ís, en síðan var ekið í hend- ingskasti upp í Keilu-salinn í Öskjuhlíð. Hápunktur ferðarinnar var svo heimsókn í bækistöðvar rásar 2 í Efstaleitinu. Fengu krakkarnir meira að segja að fylgjast með einum ástsælasta útvarpsmanni landsins, Asgeiri Tómassyni, þar sem hann hóf útsendingu á þætti c-'tn ■ sínum „Léttur laugardagur.“ Það var með trega að krakkarnir yfirgáfu „rásina“ en bíóið beið, eða svo héldu allir. Eftir að hafa beðið í meira en hálftíma fyrir utan Austurbæjarbíó ásamt fjölda reykvískra ungmenna varð loks ljóst að sýning hafði verið felld niður. Engum hafði þó hug- kvæmst að tilkynna það. Ætlunin var að sjá Lögregluskólann en ekk- ert varð úr. Heimferðin var því fyrr en áætlað var en blaðið ætlar að bjóða krökkunum öllum saman í bíó hér heima við fyrstu hentugleika. —SSv. „Er hannað ,.breika“ bessi á miðri myndinni?“Á leiðfyrir Hvalfjörð. Að Vesturgötu 163 býr Valur Gunnarsson, hreingerninga- maður með meiru. Auk þess að vera hreinlátur með afbrigðum hefur hann áhuga á tónlist og á dágott safn af plötum, aðallega gömlum rokk og „kantrý“ plötum. Þar sem okkur fannst þetta dálítið merkilegt safn fengum við að líta inn og rekja garnirnar úr Val, um allt varðandi það. „Plöturnar? Þær eru ekki svo margar,“ lýsti Valur yfir. „Það eru svona 500 - 1000 litlar plötur, en töluvert minna af stórum. Ég sé mest eftir því að ég átti svo mikið af 78 snúninga plötum, en brenndi þær allar þegar ég flutti úr gamla húsinu.“ -Hvernig stóð á því að þú fórst að safna plötum? Ég veit nú ekki hvað ég á að segja, ég fékk áhuga á þessu þegar ég var 6 eða 7 ára. Frændi minn keypti alltaf plötur úti og ég varð strax hrifinn. Annars má eflaust rekja upphafið til „kanans“, maður heyrði þessi lög þar fyrst, og hann gefur ennþá tóninn. Guð hjálpi okkur ef „kaninn" hefði ekki komið, segi ég nú bara, en þá á ég við útvarpið ekki herinn. -Hverjar eru uppáhaldsplöt- urnar? Alabama ægilega fínir. „Ég dýrka alveg kúrekalög, og líka gömul rokklög- fram að bítl- unum þar dreg ég mörkin. „Blu- egrass" tónlistin er líka góð.“ -En eftirlætis hljómsveitir eða söngvarar? „Hank Williams held ég mikið upp á, Ed Bruce líka og upp- áhaldssöngkonan mín er Lacy J. Dalton. Nú og Jonny Cash var oft góður, Veron Oxford og Waylon Jennings líka. Alabama eru ægi- lega fínir, og Coasters eru svaka- lega góðir - ég gæti talið endalaust upp. Já ekki má gleyma Bill Harrel, hann var stórkostlegur." -Fer mikill tími í að hlusta á þetta? „Já það gerir það, ég fer líka alveg í trans á meðan ég hlusta. Sko,ég hef ekki bara gaman af þessu, - ég dýrka það ..." Heilu bunkarnri hurfu -En eruð þið fleiri í þessu? Færðu kannski hópa af fólki í heimsókn til að hlusta á plötur? „Nei, ég er alltaf einn.ég hlusta alltaf einn, mér finnst það best. Ég passa það líka að lána plöturn- ar ekki, set þær sjálfur á plötuspil- arann og allt. Öðruvísi ætti maður þær ekki ennþá. Hérna í gamla daga kom oft alveg hellingur af fólki heim eftir böll og þess háttar, ef maður sagði frá því að maður ætti þessa eða hina plötuna. Þá fengust engar plötur hér á íslandi, það varð að kaupa þær úti. Þetta voru aðallega litlar plötur, einn þurfti því alltaf að vera í því að setja plötur á fóninn þær voru búnar undireins. Þá voru ekki heldur kassettur eða neitt, svo oft var kannski bara ein plata til með einhverju lagi, jafnvel á öllu land- inu. Þetta var svo allt öðruvísi. Fólk var líka alveg vitlaust í þær, það voru heilu bunkarnir sem hurfu stundum frá mér í partí- um.“ -Hvernig finnst þér íslenski kúrekinn frá Skagaströnd? „Mér finnst hann ágætur til að hlæja að honum, ekki öðruvísi. Þetta eru ekki alvöru kúrekalög hjá honum." -Hvernig er það, kaupir þú ennþá plötur eða var það á ein- hverjum vissum tíma sem þú keyptir mest? „Það má segja að frá 1957 til 1962 fannst mér þessi músík best, og keypti mest af plötum, en ég vona að ég verði aldrei of gamall til að hafa gaman af kúrekalögum. Jú, ég kíki alltaf í plötubúðir þegar ég fer til Reykjavíkur, það fæst ekkert hérna. Óft finnur mað- ur ekkert en stundum dettur mað- ur niður á „gullplötur“ og kaupir þær. Minn stærsti draumur er að komast til Ameríku, til Nashville og hlusta á þessa kalla í eigin persónu. En það á aldrei eftir að verða, þetta er alltof mikill kostnaður." -SEÞ Skákkempurnar Pétur Atli og Árni. Skákmót gnmnskóla í VestuHandskjördæmi: „Skólameistar- ar“ af Akranesi Dugleg söluböm Skaga- blaðsins í Reykjavíkurferð ----------\V} □] u E 0 E [ö 1]------------------------ „Hef ekki bara gaman af kúreka- lögum - ég hreinlega dýrka þau' —segir Valur Gunnarsson, plötusafnari og hreingemingamaður með meirn, í viðtali við Skagablaðið 'alur smellir plötu á „fóninn". Ekki verður betur séð en Lacy J. Dalton verði fyrir valinu. í 2. og 3. sætinu „Skólameistarar“ Brekkubæjar- og Grundaskóla náðu góðum árangri í árlegu kjördæmamóti grunnskóla Vesturlands í skák. Árni Böðvarsson, Brekkubæjarskóla varð í 3. sæti ■ sínum riðli og Pétur Atli Lárussonn í Grundaskóla varð 2. í sínum riðli. Pétur Atli keppti í 4. skipti í Vesturlandsmótinu og hefur ■ öll skiptin náð öðru sætinu, í yngri aldurshópnum 7-12 ára. — Ertu ekkert orðinn leiður á að vera í 2. sæti? „Nei, nei ég er farinn að venjast því.“ — Er kannski líka alltaf sá sami í 1. sæti? „Já, hann heitir Birgir Birgis- son frá Borgarnesi, hann varð svo Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 „Framkallai* fullunninn humar W W rmm » ■ I I • ■■ • ■■ i_______L —nýtt fyrirtæki, Fiskco, í burðariiðnum hér á Akranesi Bráðlega hefur nýtt fyrirtæki, Fisko, starfsemi að Skólabraut Páll Engilbertsson í hœsnæði Fisko þar sem áður voru framkallaðar filmur. Nú verður þar „framkall- aður“ fullunninn humar. 12, þar sem „Filman“ var til húsa áður. Eigandi þess er Páll Engil- bertsson einn af eigendum Haf- arnarins hf. Ætlunin er að vinna humar, það er skelfletta, frysta og pakka í umbúðir er henta fyrir hótel og mötuneyti og þessháttar. —Verður þetta stórt í sniðum? „Nei, ég er eiginelga bara að leika mér, a.m.k. til að byrja með. Það verða svona 2-3 sem vinna við þetta í sumar.“ — Og hvenær á þetta að byrja? „Það er nú ekki ákveðið, en — Er þetta nýjung í vinnslu á humar? „Nei, það er ekki hægt að segja það. Frystihúsin hafa unnið hum- ar af og til. En þau hafa selt hann úr landi og því unnið hann í öðruvísi pakkningar.“ —SEÞ: í 3. sæti í íslandsmeistarakeppn- inni.“ — Æfir þú þig mikið að tefla? „Nei, það er mjög lítið hægt að æfa fyrir krakka. Ég tefli stundum við pabba.“ — Hver kenndi þér skák?“ „Mamma kenndi mér mann- ganginn, en svo lærði ég bara skák á að fylgjast með einvíginu milli Spassky og Horts. Eða svo er mér sagt, ég man það ekki því ég var bara 4 eða 5 ára gamall." — Ætlarðu að halda áfram að tefla? „Já, maður heldur áfram að reyna að tefla, býst ég við.“ Árni Böðvarsson er líka marg- reyndur keppandi, þetta var í þriðja skipti sem hann tók þátt í Vesturlandsmótinu. Fyrst varð hann í 2.-3. sæti en síðan í 3. sæti. Ég spurði hann hvort hann tefldi mikið. „Nei, eiginlega ekkert, bara stundum við tölvuna." — Vinnur þú einhvern tíma? „Já stundum, það fer eftir því á hvaða styrkleika ég stilli.“ — Hver kenndi þér að tefla? „Það var frændi minn sem er einu ári eldri en ég. Hann kenndi mér það þegar ég var 6 ára, en ég tefldi ekkert fyrr en ég var orðinn 8 ára.“ — Ætlarðu að verða atvinnu- maður í skák? „Nei, það hugsa ég ekki, en ég tefli örugglega áfram, mér finnst gaman af því. —SEÞ. 6 7

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.