Skagablaðið


Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 30.05.1985, Blaðsíða 11
Handmennt - eina vinnustofan sinnar tegundar hériendis opnuö: nGar taka át u“ ' * > r /■ > > f W -------* - segir Guörún Pétursdóttir, handmennta- kennari um vinnustofuna, sem fengiö hefur stormandi góðar móttökur Guðrún Pétursdóttir, handavinnu- og handmenntakennari, hefur opnað eigin verslun og vinnustofu að Kirkjubraut 2. Handmennt nefnist staðurinn og er það sem á ensku kallast „work-shop“ eða vinnu-búð, bókstaflega þýtt. Handmennt og tannlæknastofa Ægis Rafns Ingólfssonar (eiginmanns Guðrúnar) hafa sameiginlegan inngang. Skagablaðið ræddi við Guðrúnu fyrir stuttu. „Þetta er vinnustaður eða verk- námskeið í einhverju sérstöku, stæði sem allir geta notað sem vilja,“ sagði Guðrún um Handmennt, „og líka búð. Það er bara ekki til neitt nafn yfir þetta á íslensku. Ég hjálpa viðskipta- vinunum með það sem þeir eru að gera og býð auk þess upp á föst Skagaleikflokkurinn skrifar bæjarstjóm: Vilja Iðn- skólann Skagaleikflokkurinn hefur nú sótt um aðstöðu í gamla Iðn- skólanum við Skólabraut en eins og kunnugt er hafa bæjarstjóm og skólastjórn Tónlistarskólans teflt þrátefli um margra mánaða skeið um umrætt húsnæði. Bær- inn vill skólann þar inn, en skólinn vill hins vegar ekkkert með þetta húsnæði hafa. Erindi Skagaleikflokksins bar á góma á fundi bæjarstjórnar þann 14. maí sl. og virtust bæjarfulltrú- ar ekki fráhverfir þeirri hugmynd að flokkurinn fengi þar inni með starfsemi sína. Á fundinum kom einnig fram eindreginn vilji fyrir því að ákveða sem allra fyrst hvað gera ætti við húsnæðið. Smáauglýsing Óska eftir vel með förnum barna- vagni. Uppl. í síma 2278. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 frá bútasaumi, fatasaumi, prjóni og fleiru. Ég reyni að hafa þau eins fjölbreytt og ég get.“ Góð vinnuaðstaða. — Hvað tekur þú hátt gjald fyrir aðstoðina? „Ég tek fast gjald fyrir nám- skeiðin, og svo tek ég tímakaup við að hjálpa fólki ef ég þarf alveg að vera með því. En það geta allir komið hér og notfært sér vinnuað- stöðuna án endurgjalds.“ Vinnuaðstaðan, sem Guðrún talar um, er stórt og bjart vinnu- herbergi með stóru sníðaborði og mörgum saumavélabortðum. Þart Uudrún Pétursdóttir á vinnustofunni. eru öll hjálpartæki, sem á þarf að halda við handavinnuna, eftir því sem blaðamaður Skagablaðsins gat best séð, þar með talin sauma- vél. „Námskeiðin eru bæði dag- og kvöldnámskeið, þau standa í tvær vikur, 18 klukkustundir alls, og kosta kr. 2300. Ég hef aðallega verið með fatasaumsnámskeið hingað til. Á þeim kenni ég að sníða og sauma föt. Þessi nám- skeið eru mjög vel sótt, og þátt- takendur eru á öllum aldri, allt frá ungum stúlkum og upp í fullorðn- ar konur, sem eiga uppkomin börn. Þær eru að átta sig á því að saumaskapur er ekki bara nauð- synlegur heldur líka skemmtileg- ur. — Hvernig virkar þessi aðstoð? Get ég komið ef mig langar að gera flík eins og er til í einhverri tískubúð og látið þig hjálpa mér að finna samskonar snið og sauma hana? „Já til dæmis. Það er svo óend- anlega margt, sem hægt er að gera. Mér finnst sérstaklega gam- an að vinna að hugmyndum sem konurnar koma sj álfar með, vinna að sköpun. Og það þarf ekki endilega að gera eitthvað sem maður klæðir sig í, það má skreyta á ýmsa vegu með efni og garni. Ég hef mikinn áhuga á að bjóða námskeið í tauþrykki og frjálsum útsaumi, það er gaman að blanda því saman. Ég er með margt á prjónunum fyrir haustið.“ Eigin herra — Eitthvað fleira en þetta nám- skeið? „Já, já, mig langar meðal ann- ars að vinna með sérstakar garn- tegundir sem ég er með, en hvort það verður námskeið eða kynning er ég ekki búin að ákveða enn.“ — Hafðir þú kynnst svona áður? „Nei, ég held að þetta sé eina svona stofan á landinu, en þetta þekkist erlendis. Ég fékk þessa hugmynd meðan ég var að læra: Mig langaði að vera minn eigin herra. Það er náttúrulega rosaleg áhætta að fara út í svona fyrirtæki, en ég ákvað að taka hana. Það er líka gaman að taka áhættu.“ — En hvernig datt ykkur í hug að flytja hingað? „Ægir er frá Vestmannaeyjum, en ég er Reykvíkingur og við bjuggum lengi í Reykjavík, en hinsvegar kom ekki til greina að búa þar til frambúðar. Við ætluð- um alveg ákveðið að flytja út á land að námi loknu, Akranes var bara einn staður af mörgum sem komu til greina.“ Moldartöku- og losunarstaðurinn við Kalmannsvík. Moldartaka og -losun aö noröanveröu í Kalmansvík Lcsandi hafði samband við Skagablaðið og bað um að því yrði komið á framfæri við bæjar- yfirvöld að hafa einhvern stað á landi bæjarins þar sem hægt væri að losa sig við mold eftir þörfum. Það væri synd að henda gróður- mold. Við höfðum samband við Oddgeir Þór Árnason garðyrkju- stjóra bæjarins og fengum að vita að slíkur staður er til. Að norðan- verðu í Kalmannsvík má sturta gróðurmold, eða ná sér í að vild. En fólk verður að gæta þess að það sé aðeins gróðurmold en ekki rusl sem það losar, og aðeins að norðanverðu, eins og áður grein- Reyndar má einnig losa mold fram af Jaðarsbökkum og niður á Ægisbraut, en ef rusl og drasl er saman við moldina er best að losa hana á haugana. Vantar ísskáp Óskum eftir notuðum ísskáp. Upplýs- ingar í síma 1454. Erum meö myndir fyrir BETA videotæki. SIMI: 1646 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.