Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 5
Að gefnu tilefni vill undirritaður taka fram, að sækja ber um skamm- beitarhólf á hverju vori. Til þess að fá úthlutað beitarhólfi, þarf viðkom- andi að vera skuldlaus við beitar- nefnd hestamannafélagsins. Þar sem búfjárhald er bannað í kaupstaðnum samkv. reglugerð, nema með sérstöku leyfi bæjar- stjórnar, hvetur undirritaður alla bú- fjáreigendur (hrossa, sauðfjár o.fl.) til þess að skrá búfénað sinn hjá stjórnum félaganna, eða hjá undirrit- uðum. Gardyrkjustjóri. Hagur heimilanna Hagstætt vöruverð verslunin Einar Ólafsson SKAGABRAUT 9-11 SÍMI 2015 í síðasta Skagablaði auglýst- um við eftir einhverjum sem tæki að sér að brýna eggverk- færi. Kona nokkur hafði haft samband við okkur og sagðist hún vera konim í þrot með skæri, hnífa, sláttuvél o.fl. Blaðið hafði ekki verið lengi á götunni þegar Freyr S. Geir- dal hringdi til okkar og tjáði okkur að hann tæki að sér slík verk. Er þeirri ábendingu þá hér með komið á framfæri til allra þeirra sem á slíkri þjónustu þurfa að halda. am auðvitað fyrir misjafnlega miklu kaupi. Mér finnst ég sjálfur ekki fá neitt of mikið kaup. Eiginlega allt of lítið.“ Umræð- urnar snerust inn á þær brautir að við fórum að tala um efnahagsm- ál. Síðan um músík. „Áttu margar plötur, Reynir?“ „Ja, sjáum til. Ætli ég eigi ekki svona 170 plötur. Og allskonar músík. Mér finnst gaman af harmonikkutónlist, þýskri kvæðatónlist og svo finnst mér gaman af Lónlí blú bojs.“ „Hvað ætlarðu að fera þegar þú kemur svo heim. Ætlarðu að slappa af og hvíla þig vel eftir þessa göngu?“ „Heyrði ég rétt. Sagðirðu slappa af. Nei ég held nú síður. Heldurðu að ég ætli að slappa af og segja „jæja, nú er ég búinn að ganga nóg fyrir þetta árið og nú labba ég ekki meir fyrr en á næsta ári.“ Nei vinur. Ég byrja strax á því að labba eitthvað þegar ég kem austur. Það máttu vera viss um.“ Við nálguðumst nú vegamótin, mér til mikillrar ánægju. Ekki það að ég væri orðinn þreyttur á að tala við Reyni. Þvert á móti. Ég hefði vel getað hugsað mér að ganga með honum alla leið til Reykjavíkur og ræða við hann á leiðinni. Við hefðum eflaust aldrei komist í þrot með umræðu- efni. Eins og sagt er, þá er pilturinn „hafsjór" af fróðleik og mér er til ers að almenningur geri sér grein fyrir hve víðtæk þekking hans er á hinum ýmsu málum. Gleði mína við að sjá vegamótin má setja í sambandi við líðan mína í fótleggjunum. „Heyrðu. Kemur þetta viðtal við mig í blaðinu þínu?“ „Já, já, bæði við- tal og myndir“ svaraði ég. „Þá vil ég bara segja að lokum að ég þakka öllum kærlega fyrir yndis- legar móttökur alls staðar á land- inu. Ég þakka öllum sem hafa stutt mig og hafa gefið í þessa söfnun og Guð blessi allt þetta fólk.“ Með þessum orðum hvarf Reynir inn í rútuna í hádegismat. Eftir stóðu ég, Árni og Kristján. Einhver dulin tilfinning bærðist hið innra með manni. Svipuð tilfinning og þegar maður upp- götvar eitthvað sérstætt. Eink- ennilegt að tala við mann sem einungis sá björtu hliðarnar á öllu. Sannarlega góð og tímabær tilbreyting. Ef ekki er hægt að taka svona menn til fyrirmyndar þá er illmögulegt að taka nokkurn mann til fyrirmyndar. í nafni Skagablaðsins óska ég Reyni Pétri hjartanlega til hamingju með þetta afrek sitt og vona að hann hljóti verðskuldað lof fyrir. Einnig vona ég að þetta afrek skili þeim árangri sem til var ætlast, þ.e.a.s. að þau áheit sem Reynir hefur safnað nægi til byggingar þessa langþráða íþróttaleikhúss fyrir vistmenn á Sólheimum og helst gott betur. ming ✓%, Múgur og margmenni fylgdi Reyni Pétri frá bœjarmörkum og niður á torg. Kunni göngukappinn vel að meta þetta, sló taktinn undir lúðrablœstrinum og var hinn ánœgðasti. Búfjáreigendur Akranesi 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.