Skagablaðið


Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 26.06.1985, Blaðsíða 10
TltEGLGSIxlEŒM Stelpumar átoppnum Stúlkumar í m.fl. í A í kvenn- aknattspyrnu halda áfram sigur- göngu sinni. Frá því að blaðið kom út síðast hafa þær leikið tvo leiki - og að sjálfsögðu unnið báða. Fyrst kepptu þær við Breiða- blik og unnu 3 -1. Er óhætt að segja að það hafi verið sérlega dýrmætur sigur. Fyrir ÍA skor- uðu þær Laufey Sigurðardóttir, Ragnheiður Jónasdóttir og Halldóra Gylfadóttir. Ekki vit- Stórsigur á Grindavík Strákamir í 4. flokki áttu ekki neinum vandræðum með að afgreiða Grindavík þegar liðin mættust á fimmtudaginn. Lokatölur urðu 7:0 okkar strák- um í vil og höfðu þeir algera yfirburði. Ágúst Guðmunds- son, Sigurður Sigursteinsson og Þórður Þórðarson skomðu 2 mörk hver en Pétur Georgsson skoraði 1. um við hver skoraði fyrir Breið- ablik enda hafa eflaust fáir áhuga að vita það. Eins og margoft hefur komið fram eru þessi lið þau sterkustu í deild- inni og var því um nokkurt uppgjör að ræða. Á laugardaginn spiluðu stelp- urnar svo við ísfirskar stöllur sínar og er skemmst frá að segja að okkar stúlkur unnu 7 -1. Var um nokkra yfirburði að ræða og hefði sigurinn getað orðið enn stærri. Þær sem skoruðu fyrir ÍA voru þær Laufey Sigurðar- dóttir og Ragnheiður Jónas- dóttir. Laufey með 4 og Ragn- heiður með 3. Næsti leikur stúlknanna er við ÍBK á morgun, fimmtudag og þeirri eindregnu ósk er kom- ið á framfæri að fólk „flykkist“ á völlinn og hvetji stúlkurnar til sigurs. Þær em eins og stendur efstar í deildinni með 12 stig, 3 stigum meia en lið Breiðabliks og Þórs Akureyri. Og markatal- an er ansi skemmtileg og kunn- ugleg úr knattspynuheiminum, 14-2. Frískar konur, kampakátar að auki, eftir vel heppnað golfmót á 19. júní. íþróttaviðburður ársins? Eins og allir vita (a.m.k. ættu að vita) var 19. júní s.l. alþjóð- legur kvenréttindadagur. Þá héldu konur víða um heim dag- inn hátíðlegan og gerðu sér einhvern dagamun. Sá daga- munur var með ýmsu móti, þó helst hafi það verið í því móti að láta karlinn (þær sem eiga karl) taka betur til hendinni við heim- ilisstörfin. Ekki er okkur kunn- ugt hvernig hin almenna Skaga- kona varði deginum, en hitt vitum við að þær konur sem áhuga hafa á hinni göfugu golf- íþrótt hér á Akranesi héldu golfmót, svokallað 19. júní golfmót. Við skulum líta á drög að reglugerðinni fyrir þetta mót. Þar segir:„19. júní ár hvert skuli haldið harðlokað kvenna- mót á vegum Leynis. Þátttöku- rétt hafa allar konur sem eru boðaðar. Keppnin skal fara mjög frjálslega fram og getur fyrirkomulag verið breytilegt frá ári til árs. Tvennt er þó skilyrði til þess að þessi keppni teljist hafa farið fram; a) Áð konur lyfti kylfu og b) samneysla á einhverju ætilegu í iokin. Til- gangur keppninnar er að minn- ast 19. júní og sameina konur, hvaða fötlun (handicap) sem þær hafa.“ Sannarlega skýr og skorinorð reglugerð. Keppt var á tveimur völlum. Þær vanari kepptu á 9 holu golfvellinum, en þær óvanari háðu keppni á púttvellinum. Keppt var að sjálfsögðu um ýmis verðlaun og viðurkenning- ar sem þau hjón Birgir Jónsson og Margrét Vilhjálmsdóttir gáfu til keppninnar fyrir hönd Leynis AK9. Þau verðlaun unnu þær Katrín Georgsdóttir sem vann með forgjöf og Sigríður Ingva- dóttir sem vann án forgjafar. Viðurkenningar voru með ýmsu móti s.s. viðurkennir.g fyrir flest stangarskot ? og viðurkenning fyrir mestu framför á 8 ára tímabili ? Var ekki hægt að sjá annað en að allar hafi þær skemmt sér vel og verið ánægð- ar með mótið. ming - m*-*" *■ * •* f j. Magnús Ittgrason, „yours trulv", skomr kér Landsliósþjátfarinn leió- beindi sundfólkinu okkar Tvær vítaspymur vom fullmikió - HV tapaöi 1:2 fyrír Stjömunni Landsliðsþjálfarinn í sundi, Hafþór Guðmundsson, var hér á Skaganum um helgina og stjómaði æfingu hjá sundfólk- inu okkar. Handleiðsla hans fólst einkum og sér í lagi sál- fræðilega þættinum í íþróttinni en einnig lagði hann áherslu á smáatriði, sem í fyrstu kunna að virðast léttvæg en skipta sköp- um þegar út í harða keppni er komið. Hafþóri fannst hið unga og efnilega sundlið bæjarins mjög gott og taldi afar mikilvægt að efa samheldnina innan hópsins og að reyna að halda hópnum eins mikið saman og kostur er. Hafþór sagði þetta góðan hóp sem þyrfti að hafa að einhverju ákveðnu að stefna, t.d. sæti í landsliðinu. Skagamenn eiga nú tvo landsliðsmenn í sundi, Ragnheiði Runólfsdóttur og Sigurlaugu Karen Guðmunds- dóttur. Hvað aðstöðuna margum- ræddu varðaði leist landsliðs- þjálfaranum ekki illa á gömlu góðu Bjamalaugina en fannst sem von var að hún væri í allra minnsta lagi. Það eru gömul og ný sannindi. Eftir þann ágæta árangur að tapa ekki þremur leikjum í röð máttu HV-strákamir þola 1:2 tap fyrir Stjömunni í 3. deild íslandsmótsins í knattspymu er félögin leiddu saman hesta sína hér á malarvellinum um helg- ina. „Okkar maður“, hinn geð- þekki framherji Magnús Ingva- son skoraði fyrsta mark leiksins en Stjarnan jafnaði metin úr vítaspymu, sem mörgum fannst vafasamur dómur í meira lagi. Sigurmark gestanna var einnig skorað úr vítaspymu og í það skiptið efaðist enginn um rétt- mæti dómsins. Spilið hjá HV var ekki nógu gott í þessum leik og stutt samspil vantaði illilega. Stjörnu-menn voru heldur frískari úti á vellinum en fengu fremur fá tækifæri upp við markið. Eitthvað fór tapið fyrir brjóstið á nokkmm HV-manna og vom þeir með leiðindaskæt- ing út í dómarann eftir að hann hafði flautað til leiksloka. Slíkt er til vansæmdar og strákunum, sem í hlut áttu, ekki til fram- dráttar. HV-menn, sigur vinnst ekki með skítkasti í dómarann. 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.