Skagablaðið


Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 3
Ökuleiknin hér á Akranesi á mánudagskvökk Besti landstíminn í brautinni dugði Þráni ekki til sigurs Það var margt um manninn á Stillholtinu í biíðunni á mánudaginn enda stóð þar heilmikið til. Ökuþórar bæjarins og reiðhjólakappar voru nefnilega að spreyta sig á hinni árlegu keppni í Ökuleikni, sem Bindindisfélag ökumanna og Ábyrgð hér á Akranesi gengust fyrir, en umboðsmaður Ábyrgðar er Jóhann Bogason. Keppnin var mjög spennandi og meira að segja náði einn öku- þórinn okkar, Þráinn Jensson, að setja landsmet í brautinni, ók á 76 sekúndum, en það dugði honum samt ekki til sigurs. Haukur Jóns- son skaut honum ref fyrir rass, m.a. með örlítið meiri nákvæmni svo og betri frammistöðu í skrif- lega hluta prófsins. Haukur hlaut 157 refsistig en Þráinn 161. Þriðji varð Kristbjörn Svansson með 191 stig. Keppt var bæði í flokki karla og kvenna og reyndist Brynja Helga- dóttir hlutskörpust kvennanna. Hlaut 313 refsistig. Elín Björg- vinsdóttir hlaut 326 refsistig og Björg Karlsdóttir 446. Þetta var í fyrsta skipti sem konur hér á Skaga tóku þátt í ökuleikninni en vegur hennar fer vaxandi með hverju árinu að sögn Jóhanns Bogasonar. í keppni unglinganna á reið- hjólunum var mikið fjör en þar hafði Karl Lilliendal talsverða yfirburði. Hann keppti i eldri flokknum og hlaut aðeins 55 refsistig. Gnýr Guðmundsson varð annar í eldri flokknum með 72 refsistig og Sigurþór Bragason þriðji með 73 refsistig. I yngri flokknum sigraði Heimir Már Helgason með 79 refsistig, en Brynjólfur Guðmundsson varð annar með 102 refsistig. Þriðji varð Jón Trausti Ólafsson með 103 refsistig, þannig að mjótt var á mununum í 2. og 3. sæti í báðum flokkum. Landsbankinn hér á Akranesi gaf verðalun í flokki ökumanna en Lálkinn gaf verðlaun í reið- hjólakeppninni. Haukur Jónsson sigraði í Öku- Karl Lillendal var langbestur á leikninni. hjólinu. Gísli Gíslason hdl. auglýsir: Hef til sölu eftirfarandi fasteignir: 1. Nýtt iðnaöarhúsnæði við Kalmansvelli (100 m2) 2. Iðnaðar- eða verslunarhúsnæði við Þjóðbraut 3. Einbýlishús við Vesturgötu Hefleigjandaað: 1. Húsnæði sem nýta má undir skrifstotur 2. Rúmgóðri íbúð eða einbýlishúsi GÍSU GÍSLASON héraðsdúmslögmaöur SUNNUBRAUT 30 SÍMI 93-1750 300 AKRANES Ekki hófst Ökuleiknin gœfulega. Þessi mynd var tekin við Stúkuhúsið er skriflegi hluti keppninnar fór fram. Þar var þétt lagt, svo þétt að íbúar götunnar komust ekki leiðar sinnar á farkostum sínum. Hér er Valdimar Indriðason að býsnast yfir ástandinu. TIL SÖLU Góð þriggja herbergja íbúð ásamt risi í tvíbýlishúsi við Laugarbraut. Gott verð - góð greiðslukjör. Afhend- ing skv. samkomulagi. Upplýsingar á Fasteigna- og skipasölu Vesturlands, sími 2770, utan skrif- stofutíma 1396. FASTEIGNA- OG SKIPASAIAVESTURLANDS Kirkjubraut 11 Akranesi sími SJ3-2770 Jón Svdnsson hdL 5K2-1356 Bólstrun—Bólstrun Klæðningar og viðgerðir á húsgögnum og bílsæt- um. Úrval výnil- og leður- áklæðissýnishorna. Útvega svampdýnur af öllum stærðum og gerðum. Gerum föst verðtilboð. BóLSTRUNKnúts K. Gunnarssonar Sóleyjargötu 6a • Sími 1360 Til sölu nýleg EUMENA þvottavél. Uppl. í síma 2167 eftir kl. 18. Barnavagn. Til sölu er mjög vel meö farinn, dökkblár MARMET barnavagn með stálbotni. Uppl. í síma 1770. • Atvinna óskast. 24 ára gam- all maður óskar eftir atvinnu strax. Vanurmálningarvinnu. Margt annað kemur til greina. Uppl. í síma 1613. Tónelsk hjón sem spila á trompet og fiðlu og eiga börn sem eru að læra á trommur, túbu og blokkf lautu óska eftir að leigja íbúð í blokk. Lyst- hafendur leggi inn tilboð merkt „Hávaði“. Óska eftir þriggja herbergja íbúð til leigu frá og með 1. seþtember. Uppl. í síma 2660 (Kristján) á milli kl. 9 og 17. Til sölu nýtt Hitachi-VT 330 E myndbandstæki. Uppl. í síma 3140. Óska eftir íbúð til leigu, helst tveggja herbergja. Tilboð sendist ( pósthólf 170 merkt „Tveggja herbergja". Til sölu Ceisslein barn- avagn. Þrennt í einu: vagn, kerra og burðarrúm. Uppl. í síma 2771. Notað baðherbergissett til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma 2326. Vil kaupa barnakerru. Uppl. í síma 2092. Til sölu Datsun 100A árg. 74. Uppl. í síma 2644. Til sölu Sinclair tölva með joy-stick og prentara ásamt 40-50 leikjum. Uppl. í síma 1435 eftir kl. 18. • Barnlaus hjón óska eftir 2-3 herbergja íbúð. Öruggum mánaðargreiðslum heitið. Uppl. í síma 1603 og 1688. • Til sölu Tokina 500 mm. linsa fyrir Canon myndavél. Sem ný. Leðurtaska og 3 filterar fylgja. Verð u.þ.b. 12 þús. Uþþl. í síma 2836 (Clive). Barngóð stelpa óskast til að passa telpu í sumar. Uppl. í síma 2785 frá kl. 9-17. 3

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.