Skagablaðið


Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 4

Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 4
Nefndir og ráð bæjarins—nefndir og ráð bæjarins—nefndir og ráð bæjarins—nefndir og rái Karlaveldið í algleymingi „Konur —segir Ingibjörg Pálma* dóttir, Fram sóknarflokki — I nefndir á vegum bæjar- ins vill veljast fólk sem bæði vit og áhuga hefur á viðkom- andi málaflokki og er það á ekki bundið við kynjaskipt- ingu. Það má segja að það sé ekkert óeðlilegt að t.d. í byggingarnefnd veljist einhv- erjir trésmiðir, og t.d. í hafn- arnefnd eru m.a. einhverjii fyrrverandi sjómenn. Eftii því sem konum fjölgar í hin- um ýmsu starfsgreinum, þá hlýtur þróunin að verða sú að þær hasli sér völl í öllum nefndum. Konur eru í sókn og þarf ekki annað en að benda á síðasta kjörtímabil, en þá voru enn færri konur í nefndarstörfum. Eins og það að það hefur verið mikil ásókn að hálfu karlanna í ákveðnar nefndir, og því erfiðara fyrir konur að komast þar inn. Einnig má benda á að þetta hlutfall meðal varafulltrú- anna sýnir að konur eru reiðubúnar að starfa að þess- um málum, og að verða vara fulltrúi er oft fyrsta skrefið. Hins vegar verður að líta á það að við konurnar höfum mjög ólíkar lífs- og stjórn- málaskoðanir og mér finnst ekki mega velja konu í nefnd bara út af því að hún er kona, heldur verður að veljá í þess- ar nefndir eftir hæfileikum fólks. Ekki er langt síðan að Skagablaðið kom með þá frétt að konur hefðu í fyrsta skipti í sögu Akraneskaupstaðar skipað meirihluta í bæjar- stjórn. Reyndar var sá meirihluti tilkominn vegna þess að kvenkyns varamaður leysti af karlkyns aðalmann og meirihlutinn því bundinn við þennan eina fund. Fáir höfðu leitt hugann að þessu og við hér á Skagablaðinu vorum margsinnis spurðir að því hvort þetta væri virkilega hið sanna ■ málinu. Fólk vildi ekki trúa því að eftir 614 fundi bæjarstjórnar að það væri fyrst núna sem konur væru í meirihluta. f framhaldi af þessari frétt lang- eða starfar með þeim. Dæmi um aði okkur til að kanna aðeins bakgrunn bæjarstjórnarmála hér í bæ og stöðu kvenna þar. Bak- grunnurinn mun vera hinar ýmsu nefndir sem starfa á vegum bæjar- ins. I flestum tilfellum eru það stjórnmálaflokkarnir sem til- greina fólk í nefndirnar, en það er þó ekkert skilyrði að fólk sé flokksbundið viðkomandi flokki. í mörgum tilfellum er það þó á þann veginn, en yfirleitt er þó reynt að velja það fólk sem þekkt er í bæjarfélaginu fyrir áhuga sinn á viðkomandi málaflokkum og/ þetta er t.d. að í átta manna almannavarnarnefnd eiga sæti yfirlæknir, slökkviliðsstjóri, yfir- lögregluþjónn og bæjarstjóri. Eins má líta á fimm manna skipu- lagsnefnd. Þar eiga sæti 2 húsa- smíðameistarar, bygginga- fræðingur og híbýlafræðingur. Launuð störf Nefndarstörf á vegum bæjarins eru launuð. Ekki er víst að öllum þyki þau laun mjög há en launin eru 800 kr. fyrir hvern fund sem fólk situr. En safnast þegar saman kemur og fer það að sjálfsögðu eftir virkni nefndarinnar hver Benedikt Jónsson, Hafnarnefnd. launin eru. Sumar nefndirnar koma saman einungis í örfá skipti á ári, aðrar mun oftar og höfum við t.d. fregnir af einni nefnd sem kom 15 sinnum saman á tveggja mánaða tímabili og hafa þau störf þvígefiðafsér 12þús. kr. ílaun,- Misjafnt er eftir nefndum hve margir eiga sæti þar. Algengastar eru þriggja, fimm og sjö manna nefndir, en einnig eru dæmi um tveggja og átta manna nefndir. Við grófum upp lista með nöfn- um þeirra sem skipa nefndirnar, Engilbert Guðmundsson, stjórn Lífeyrissjóðs Akraneskaupstaðar. en við viljum þó taka það skýrt fram að miklar breytingar eiga sér alltaf stað á þessum listum og þá vegna þess að fólk tekur sér hvíld, flyst á brott úr bænum eða þá einhverjar aðrar ástæður liggja að baki, en sá listi sem við höfum undir höndum er frekar nýlegur og ætti því að vera nokkuð áreið- anlegur. í versta falli ætti hann að lýsa þeirri stöðu sem ríkti þegar hann var gefinn út. Þegar við lítum á þennan lista kemur í ljós að það eru fjölmargar „Þetta er hróp- legt misræmi - segir Rannveig Edda Hálfdánardóttir, Alþýðuflokki Guðmundur Vésteinsson, Fram- talsnefnd Andrés Ölafsson, Æskulýðs- nefnd. — Þetta er hróplegt misræmi. Ég held að það sé margsannað að konur eru ekki síður hæfar heldur en karlmenn. Oft á tíðum hafa þær betri innsýn í ýmis málefni og eru samviskusamari í mörgum tilfellum. „Það þarf að verða mikil breyting á þessum málum H - segir Ragnheiöur Ólafsdóttir, Sjátfstæðisflokki ■ Þessar tölur sem þið eruð þama með eru dálítið sláandi, þ.e. þetta þátttökuleysi kvenna í nefndarstörfum. Það má segja að þetta sé báðum kynjunum að kenna. Annars vegar tregða karlmann- anna við að hleypa konunum að, og hins vegar virðist áhugi kvenna fyrir þessum málum ekki vera í hámarki. í sambandi við nefndimar þá má sjá að engin kona er í æskulýðsnefnd, hafnarnefnd, skipulagsnefnd og byggigarnefnd, en þarna eiga konur fullt erindi og geta fjallað um þessi mál til jafns við karlmenn. Síðan er konum treyst í nefndir eins og skólanefndir, dagvistunarnefndir og félags- Þátttökuleysi kvenna má skýra með ýmsu móti, t.d. eru þær oft býsna uppteknar og mjög margar í tvöföldu starfi, bæði vinna úti og svo bíður þeirra annað starf þegar heim kemur, þannig að oft vill verða lítill tími aflögu. Við hjá Alþýðuflokknum get- um nú ekki státað okkur af því að hafa margar konur sem eru virkar í starfi, því miður, en við reynum auðvitað af kappi að virkja fleiri konur og fá þær til að starfa með okkur. Ég er ekki of trúuð á að þetta muni breytast mikið í næstu kosn- ingum, en það væri að sjálfsögðu óskandi að svo væri. Það virðist vera þannig að konum er treyst að ákveðnu marki, það sýnir hlutfallið meðal varafulltrúanna í nefndunum. málaráð og er það gott út af fyrir sig, en konur geta ekki síður fjallað um þá málaflokka þar sem þær eiga engan fulltrúa, þ.e.a.s. þær nefndir sem engin kona er í. Innan Sjálfstæðis- flokksins hefur verið sú stefna að reyna að virkja sem flesta og þess má geta að nú t.d. er kona sem er formaður fulltrúaráðsins hér á Akranesi í fyrsta sinn. Það er Ijóst að það þarf að verða mikil breyting á þessum málum í næstu kosningum og ég vil benda á að á þessum fundi um daginn þar sem við konurn- ar vorum í meirihluta, hafi fundarstörfin gengið einstak- lega greiðlega fyrir sig. 4

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.