Skagablaðið


Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 7

Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 7
Spuming vikunnar — Ertu hlynnt fegurðar- samkeppnum? Kristný Pétursdóttir: — Já. Þetta getur í mörgutn tilfellum hjálpað stúlkunum í að bæta útlit sitt og lifa heilbrigðu lífi. Mér finnst þó að stúlkurnar verði að hafa náð ákveðnum aldri. Hrefna Daníelsdóttir: — Já. Mér finnst fegurðarsamkeppnir sjálf- sagður hlutur. Nanna Sigfúsdóttir: — Já. Mér finnst allt í lagi með þær. Svava Eiríksdóttir: — Fegurðar- samkeppnir eru sjálfsagðar. Það er ekkert sem mælir á móti þeim. Dansleik aflýst vegna beinu útsendingarinnar Óhætt er að segja að beint sjónvarp frá hinum glæsileg Live- Aid tónleikum í Fíladelfíu í Bandaríkjunum á laugardags- kvöld hafi sett þjóðlífið nokkuð úr skorðum og þá er Akranes ekki undanskilið. Hvarvetna flykktist fólk framan við sjón- varpsskjáina til þess að berja goðin augum og eflaust hafa margir fengið fiðring er gömlu Einsog róandi sprauta góðu brýnin birtust á skjánum jafnhress og ætíð — bara 15-20 árum eldri! Það bar við hér á Akranesi þetta umrædda laugardagskvöld að hópur 6 manna ætlaði að bregða sér á auglýst diskótek í Hótelinu. Eftir að hafa kannað aðstæður á Bárunni, þar sem þétt var setið, lét hópurinn slag standa og vippaði sér inn á Hótelið enda auglýst diskótek. Það var ótrúlega fátt í salnum er hópurinn gekk þar inn — svo fátt að mannlegt auga greindi engan. „Okkar menn“ létu það nú ekki á sig fá heldur hreiðruðu um sig tilbúnir að taka til við fótamenntina um leið og tilefni Beina útsendingin á laugar- dagskvöldið hafði áhrif á fleira en dansleikjahald á Hótelinu. Svo kyrrt var í bænum þann tíma, sem útsendingin stóð yfir að menn muna vart annað eins í langan tíma. Það væri kannski ráð að hafa slíkar sendingar á hverju laugardagskvöldi? Að sögn lögreglunnar var mjög lítið að gera hjá henni umrætt kvöld og ekki fyrr en upp úr kl. 3 um nóttina — en þá lauk útsend- ingunni — að einhver hreyfing komst á í bænum að nýju. Eitthv- að var þá um ölvun á götum úti en engin vandræði af fólki. Ut- sendingin virðist því hafa verkað sem róandi sprauta á fjörkálfa bæjarins. Krossgátan Lárétt: 1) Spil, 7) Flugfélag, sem nú er aflagt, 8) Bæti við, 9) Tala, 12) Komist, 13) I munni, 16) Ómerkileg, 19) Menningarsamtök, 20) Belta. Lóðrétt: 1) Einkennisstafir ísl. flugvéla, 2) Kona, 3) Mennina, 4) Maður, 5) Ensk skammstöfun á heiti lands, 6) Borg, 10) í gegnum, 11) Slagur, 14) Miði, 15) Siða til, 17) Kusk, 18) Fæði. gæfist. Aðlögunartíminn varð hins vegar skemmri en nokkurn grun- aði. Áður en varði kom dyravörð- ur hússins arkandi inn f sal, gekk að sexmenningunum og endur- greiddi þeim miðana með þeim orðum, að ekkert yrði úr dans- leikjahaldi þetta kvöldið — það væru hvort eð er allir að glápa á sjónvarpið! Sexmenningarnir komu að máli við Skagablaðið með þá fyrir- spurn hvort ekki hefði mátt slá tvær flugur í einu höggi og koma sjónvarpsskjá fyrir í danssalnum úr því fólk gat ekki með neinu móti misst af goðunum í Fíladelf- íu. Var það ekki hægt? „Topp-10“ videó VHS-videoleigan Háholti 9 1. (1) Lace I-II 2. (3) Nýttlíf 3. (2) Romancing in the stone 4. (5) Up the creek 5. (-) Deceptions I-II 6. (4) Widows I-II 7. (6) Play Misty for me 8. (7) Two mules for sister Sara 9. (10) Killer 10. (-) Rollercoaster Skaga-video 1. (1) Police academy 2. (2) Return to Eden I-III 3. (-) Wild heart 4. (3) Richie 5. (-) Thebigswitch 6. (4) Bad Ronald 7. (-) Good times 8. (5) Apocalypse now 9. (6) American drive in 10.(7) Hlébarðadrengurinn Glatt á hjalla á Bárunni. j] 0 0 E [1] E Œl [I „Þetta er hugsjón“ —Skagablaöið ræðir við Sigríði Bjömsdóttur, sem hefur á efri ámm lagt út í það að láta smíða 18 metra brú yfir gil við sumarbústað, sem hún byggði á landi, þar sem æskuheimili hennar var á sínum tíma Ekki er hægt að segja með sanni að algengt sé að einstakiingar hér á landi eigi brýr, a.m.k. ekki svona prívat. Auðvitað má segja að almenningur í landinu eigi brýr, en þá líka með öðrum landsmönnum, því það má segja að allar brýr í landinu séu sameign þjóðarinnar. Þegar við hér á Skagablaðinu fréttum af því að hér á Akranesi væri kona sem hefði látið smíða brú fyrir sig var athygli okkar vakin. Reyndar er þessi brú ekki nein „a la Borgarfjarðarbrú“, en stór er hún samt, einir 18 metrar. Um er að ræða göngubrú sem Stuðlastál byggði fyrir Sigríði Björnsdóttur, en hún ætlar að koma henni fyrir við sumarbústað sinn sem hún byggði fyrir 2 árum. Við heimsóttum Sigríði til að fá þetta breytast til muna, og þá til nánari frásögn af þessari brúarsmíð batnaðar. Hér áður fyrr var hægt að og spurðum hana hvernig henni hefði fara yfir á vaði nokkru neðar í ánni, dottið í hug að fara út í þetta en eftir að Vegagerðin breytti vegi stórvirki? sem er þarna, þá breyttist árfarvegur- „Þetta er nú lítið stórvirki fyrir inn og er nær ógerlegt að komast yfir mig. Eini þátturinn sem ég á í þessu ána með góðu móti nú. Þannig er er að ég átti hugmyndina og eins ber tilvist brúarinnar komin.“ ég kostnaðinn af þessu. Ef þetta er — Hvernig hefur fólk brugðist við stórvirki fyrir einhvern þá er það fyrir þegar það hefur frétt af því að þú værir Þorvald Loftsson og hans félaga í að láta smíða fyrir þig brú, kona á Stuðlastál. Án þeirra hefði um enga sjötugsaldri? brúarsmíð verið að ræða og eiga þeir „Það hafa margir talið þetta bölv- mikla þökk fyrir þessa listasmíð.“ aða „óráðsíu“ og margir skilja ekki hvers vegna ég er að sóa peningum í þetta. Því er til að svara að þetta er hugsjón í mér. Þarna var æskuheimili — Hvar ætlar þú svo að koma mittogþarnabjugguforeldrarmínir. brúnni fyrir? Ég ber því mjög sterkar tilfinningar „Ég ætla að setja hana við sumar- tíl þessa staðar og þess vegna byggði bústað sem ég byggði fyrir 2 árum, en bústaðinn og brúna. sá bústaður er í landi Kleppustaða í — Hvað kemur þetta svo til með Strandasýslu, en þar er æskuheimili að kosta allt saman? mitt. Það hefur valdið erfiðleikum að „Það er ómögulegt að segja. komast í bústaðinn með góðu móti, Kostnaður við brúna gæti verið kom- en með tilkomu brúarinnar mun mn í 200 þús. Bróðir minn er flutn- Æskuheimili ingabílstjóri og hann sá um að flytja brúna norður, þannig að sá kostnaður er nú ekki mikill. Svo er ég að vona að Vegagerðin hjálpi mér að koma brúnni fyrir, því þeir áttu þátt í að breyta vaðinu þannig að ekki var hægt að komast yfir ána, og því ekki óeðlilegt að þeir hjálpuðu mér.“ 15 Vi metra gjá. — Hvað er brúin svo löng? „Brúin sjálf er 18 metrar, en gjáin á milli bakkanna er 15 Vi metri og eru klappir beggja vegna.“ — Þú ætíar kannski að flytjast norður og búa þarna? „Nei, ekki held ég nú það, a.m.k. ekki í bráð. Enn eru 3 ár þangað til ég fer á eftirlaun og verð hér á Akranesi þann tíma, enda er gott að búa hér og ég hef haft það mjög gott þau rúmu 10 ár sem ég hef verið hér. “ Við þökkum Sigríði fyrir spjallið. Aðdáunarvert að kona komin á þenn- an aldur skuli vera að standa í miklum fjárfestingum og þessu stússi. Flestir ættu að vera fyrir löngu sestir í helgan stein, en það tekur Sigríður ekki í mál. Hún er staðráðin í að koma sér upp sælureit þarna fyrir norðan, og henni virðist vera að takast það núna með öllum þessum framkvæmdum. MING. „Þeir em sko eitt- hvað klikkaðir“ 'Síminn hringdi hjá okkur í síðustu viku sem er nú ekki í frásögur færandi nema að því leyti að ■ símanum var ungur strákur og var honum mikið niðri fyrir, og ekki laust við að stutt væri í grátinn. „Hurðu, er þetta ekki á Skaga- blaðinu?“ „Jú, vinur, þetta er þar.“ „Mér finnst að það eigi að skrifa um það, að það eru ein- hverjir kallar að taka niður leiktækin á íþróttavellinum. Þetta er það skemmtilegasta, sem hefur verið lengi, og ofsalega gaman að leika sér þarna, en núna eru þeir að taka þetta niður. Villtu skrifa um þetta?“ „Veistu, af hverju þeir eru að taka tækin niður?“ „Þeir segja að þetta sé fyrir landsleiknum. Þeir eru sko eitthv- að klikk. Leikurinn er á vellinum, en leiktækið er lengst útfrá við girðinguna. Þetta er ekkert fyrir þeim. Við viljum að tækin verði sett upp aftur.“ „Ég skal athuga þetta.“ „Bæ.“ „Bæ.“ Að sjálfsögðu brugðum við skjótt við og skunduðum upp á völl. Mikið rétt. Þarna voru tveir skátar að taka tækin niður. Við spurðum annan þeirra, Eirík Vignisson, af hverju þeir væru að þessu. „Vallarvörðurinn hringdi í okk- ur og sagði að þetta yrði að fjarlægjast.“ Aðspurðir kváðust þeir hafa fengið að heyra það frá krökkunum hve þetta tiltæki þeirra væri óvinsælt, en við því væri lítið að gera. Það næsta í málinu var að hafa tal af vallarverðinum, Sveinbirni Hákonarsyni, og spyrja hann út í þessar framkvæmdir. Leiktækin vinsœlu á íþróttavellinum. KrafturíSkagaferóumhf.: Gefa út litprentað kort af Akranesi Skagaferðir hafa gefið út gott litprentað kort af Akranesi, þar sem merktir eru inn á athyglis- verðustu staðir bæjarins svo og velflestar þjónustustofnanir. Kort þetta verður selt í bókabúðum, sjoppum og veitingastöðum hér á Akranesi og í næsta nágrenni. Kortið, sem er hið snotrasta að allri gerð, með auglýsingum á bakhliðinni, er í litum og sérlega greinargott. Ekki aðeins eru allar götur merktar inn á það, auk framangreindra upplýsinga, held- ur og byggingar,þannig að enn auðveldara er að nota það en ella. Leiðinlegt „Mér þykir leiðinlegt að hafa valdið krökkunum vonbrigðum. Tækin voru sett upp í tilefni 17. júní og áttu að fjarlægjast eftir það. Annars er nóg af svæðum hér í nágrenninu, þar sem krakk- arnir geta leikið sér og í sjálfu sér hægt að koma þessum leiktækjum fyrir á öðrum stöðum. í raun ætti völlurinn ekki að vera opinn nema þegar leikir eru, en vegna bygg- ingaframkvæmdanna er svæðið nú opið. Það er alltaf hætta á slysum og ættu krakkarnir ekki að leika sér eftirlitslaust.“ Við vonum að þetta sé fullnægj- andi skýring fyrir hinn unga svein sem hafði samband við okkur. Sjálfsagt verður gleði hans þó ekki vakin að fullu fyrr en tækin eru komin upp á einhverjum ná- lægum stað. Skagablaðið vill benda á grein í 24. tölublaði þar sem tæki þessi voru dásömuð og fer þess á leit fyrir hönd barnanna að þessum tækjum verði komið upp aftur. annað getur varla verið sæmandi á þessu ári æskunnar. MING. Dagbókin Slökkviliðið: Síminn á slökkvistöðinni er 2222. Lögregla: Símar 1166, 2266. Byggðasafnið: Sýningartími er frá kl. 11-12 og 14-17 alla virka daga frá maí og fram í ágúst. Frá september og fram í apríl er safnið opið gestum frá kl. 14-16 virka daga. Sundlaugin: Opið alla virka daga frá kl. 7 til 9.45, 12 til 18.30 og 20 til 21.15. Kvennatími fimmtudaga frá kl. 21.15 til 22. Laugardaga opið frá kl. 9 til 11.45 og 13.15 til 15.45. Sunnudaga opið frá kl. 9 til 11.45. Ef ykkur liggur eitthvað á hjarta þá er síminn: 2261 Bahá’í-trúin: Opið hús að Dalbraut 49, alla fimmtudaea kl. 20.30. Bókasafnið: Sumarmánuðina júlí og ágúst verður opið sem hér segir: mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 15-19. Aðstandendur alkóhólista: Fundir alla mánudaga að Kirkjubraut 11 kl. 21.00. Sjúkrahúsið: Heimsóknartími frá kl. 15.30 - 16.00 og svo aftur frá kl. 19.00-19.30. Síminn á sjúkrahúsinu er 2311. Heilsugæslustöðin: Upplýsingar um stofuviðtöl og læknavakt í síma 2311 frákl. 8-20. Uppl. um læknavakt ísímsvara2358 áöðrum tímum. 6 7

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.