Skagablaðið


Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 17.07.1985, Blaðsíða 11
„Hafið, bláa hafið...“: „Hefði ekki viljaö vera sjómaðuráSigurfara“ —segir Johan Visser, hollenskur skútukappi, sem kom við hér á Akranesi á leið sinni umhverfis landið Nú um síðustu helgi tókum við á Skagablaðinu eftir forkunnar- fagurri seglskútu hér niður við höfn. Eftir að hafa frétt að það væri Hollendingur sem ætti skútuna og að auki siglt einn yfir hafið, þá var forvitni okkar vakin. Við trítluðum niður á höfn og fundum eigandann að skútunni, Johan Visser að nafni, undir þilj- um og báðum um stutt rabb, sem var fúslega veitt. Johan lét smíða skútuna hjá skipasmíðastöð, en innréttaði hana síðan sjálfur. Fannst okkur honum hafa tekist mjög vel við það verk. Hann er stærðfræðikennari frá Hollandi og árlega tekur hann sér 6 vikna frí tii að sigla um öll heimsins höf. Síðustu ár hefur hann þó farið styttri vegalengdir, til Norðurlandanna þá aðallega, og siglingin til íslands væri það „Gejaagd door de wind“ í Akraneshöfn. lengsta sem hann hefur farið. Siglingin hingað tók 2 vikur með viðkomu á Shetlandseyjum og Færeyjum. Siglingin yfir hafið hefði verið mjög erfið og almennt hefði þetta verið „verrí röff“. Hann hefur hug Ji að sigla hringinn í kringum landið og þegar hefur hann haft viðkomu í Vestmannaeyjum og Reykjavík. Nú væri hann að bíða eftir góðum vindi til þess að geta siglt til Ólafsvíkur og þaðan til ísafjarð- ar. Síðan ætlaði hann að þræða einn stað af öðrum. Fróðlegt Við spurðum hann hvort hann hefði skoðað sig eitthvað um á flokki kvenna, þið fáið ham- þig frábærlega gegn Frömurun- ingjuóskir með vallarmetið. um um daginn. Hvernig væri að Verst að þið skulið búnar með salla á þá fleiri mörkum í kvöld? leikina. Aðdáendur: Strákarnir. Halli Bjarna. Sólbrúnar af- Magnea, þú ert mögnuð! Tíu mæliskveðjur. Velkominn á mörk í einum leik, það munar fertugsaldurinn. Baráttukveðj- ekki um það. „Klassi“. ur í útgáfunni. Skagablaðið. Halli Bjarna, þrítugur á laugar- daginn var. Johan Wisser um borð í skútunni sinni. Akranesi. Hann jánkaði því og sagðist hafa farið í göngutúr upp í bæ og eins farið og skoðað byggðasafnið sem væri gott en lítið safn. Þar væri hægt að sjá margt fróðlegt um menningu þjóðarinnar hér áður fyrr. Eins hefði hann litið á skipið (Sigur- fara) og það væri fallegt skip, en ekki hefði hann viljað vera sjó- maður á því. „Það hlýtur að hafa verið hræðilegt að vinna á dekkinu. Stórhættulegt og erfitt.“ Við spurðum hann út í nafnið á skútu hans og sagði hann að það væri „Gejaagd door de Wind“, sem síðan þýddi „Gone vith the wind“ á ensku. Merkingin væri þó ekki nákvæmlega sú sama á holl- ensku. Þar þýddi þetta „Skipið sem siglir fyrir vindinum“. Við spurðum Johan hvort ekki væri erfitt að vera einn á siglingu í vondum veðrum. Hann svaraði því til að vissulega væri það mjög erfitt og þá sérstaklega út af því að þá kæmu langar vökur. Hann gæti lítið sem ekkert sofið á með- an veðrið væri vont, þá þyrfti hann að vera uppi við, að rifa seglin og fylgjast með stjórntækj- um. Johan bjóst ekki við að koma aftur til Islands, a.m.k. ekki f bráð. Til þess væri siglingin of erfið. Hann sagðist þó njóta ferð- arinnar mjög, bæði það að landið væri mjög fallegt og eins væri fólkið mjög indælt. Kellogg’s kornflögur, 1000 g ............................. 133,30 Kellogg’s kornflögur, 500 g ................................69,60 Kellogg’s Rice crispies, 400 g .............................94,30 Brugsen appelsínumarmelaði, 450 g ..........................68,30 Mastro blómkálssúpa ........................................20,25 Mastro spergilsúpa ........................................ 18,45 Mastro sveppasúpa ..........................................20,25 Co-op tekex ............................................. 16,20 Verslið í Kaupfélaginu — þar eru sértilboðinl Kaupfélag Borgfirðinga Kírkjubraut 11 - Akranesi - Sími 2280 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.