Skagablaðið


Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 10

Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 10
„Ekki brot á neiiv um reglugerðum" —segir heilbrigðisfulltrúi um fiskigeymsluna í gamla Akurs-húsinu Lesandi hafði samband við okkur í síðustu viku og vildi koma á framfæri fyrirspurn hvort leyfi- legt væri að setja upp fiskigeymslu í því húsnæði, sem Akur hefði áður átt við Akursbrautina. Eftir að hún hefði verið sett upp hefði ágangur svartbaks stóraukist og væri af þeim mikið ónæði fyrir íbúa nærliggjandi húsa. Þá fylgdi mikill vatnselgur geymslunni, sem kannski væri ekki óeðlilegt. Skagablaðið sneri sér til Guðna Halldórssonar, heilbrigðisfulltrúa og innti hann eftir því hvort staðsetning þessarar geymslu bryti í bága við einhver lög eða reglugerðir. „Nei, þetta er ekki brot á neinum reglugerðum heil- brigðisnefndar,“ sagði Guðni. Hann benti ennfremur á, að skipulagsnefnd gæfi fyrirtækjum starfsleyfi og svo hefði eflaust verið í þessu tilviki einnig. Þá er búið að setja upp tvö stór niðurföll (er hægt að setja upp niðurföll?) við geymsluna þannig að vandamálið með vatnselginn ætti að vera úr sögunni. Ennfrem- ur hefur verið sett upp niðurfall við vélsmiðjuna því hún þarf oft að gufuþvo. Hvað varðaði svartbakinn sagði Guðni að veiðistjóri rfkisins kæmi hingað uppeftir næst þegar dælt yrði sandi fyrir Sementsverk- smiðjuna, kannaði aðstæður, teldi fugla og gerði áætlanir um útrýmingu vargsins. Nú þegar mætti sjá áhrif þeirra aðgerða, sem þegar hefði verið gripið til, og ætti fuglinn nú sífellt erfiðara með að ná sér í æti. Hitt væri svo Svartbakar sprangartdi um á vörubílspalli. annað mál, að svartbakurinn væri þótt mikið væri af honum hér því ekki bara vandamál Akurnesinga hann flæktist víða. Óskum eftir rað- eða einbýl- ishúsi á leigu. Uppl. í síma 2814. Tapað-fundið. Auglýsum eftir mótherja í úrslitaleik firmakeppninnar í knatt- spyrnu 1985. Verða að kunna að sparka bolta. Finnandi vinsamlega hafið samband við knattspyrnumenn SR. Fundarlaun! PS. Stuðnings- menn SR, mætið á væntan- legan úrslitaleik. Tapast hefur Ijósrauður plastpoki með hálfsaumuðu bútasaumsteppi. Skilvís finn- andi vinsamlegast hringi í síma 2393 (María). Til sölu gömul Candy þvotta- vél. Verð kr. 6.000. Upplýs- ingar í heimasíma 2872 og vinnusíma 2911. Til sölu ársgamalt D.B.S. karlmannsreiðhjól, 28“. Upp- lýsingar í síma 2817 eftir kl. 19. Tapast hefur rauð budda með lyklum í. Finnandi vin- samlegast hafið samband við Skagablaðið. Til sölu tveirsvefnsófar, ann- ar tvíbreiður. Seljast mjög ódýrt. Upplýsingar í síma 1791. ALURÞURFA AÐ ÞEKKJA MERKIN! NYTT FRA MITSUBISHI Á laugardag fré kl. 10-17 og á sunnudag frá kl. 10-1 7 frumsýnum við 1986 árgerðirnar frá Mishubishi í íþróttahúsinu við Vesturgötu. Skagamenn! Komið og sjáið það nýjasta í birfreiðatækni frá Japan. s A sýningunni verða m.a. tveir LEVNIGESTIR kynntir í fyrsta sinn s á Islandi; LANCER STATION WAGON og TREDIA 4WD CALDRIF) m HEKLA HF Umboösmaður Akranesi. Ásgeir R. Guðmundsson Garðabraut 2, sími 2800 Opið á laugardöguml Vissuð þið að hjá okkur er opið alla laugardaga frá klukkan 10-12. Utacr d fttaol' SKÓLABRAUT 25, SÍMI 1354 NOTAR ÞÚ? yar" í kvöld: Dune Kl. 21 Annað kvöld: Dune sýnd kl. 21 Föstudagur: Dune sýnd kl. 21 Lostinn (bönnuð innan 16 ára) sýnd kl. 23.15 Sunnudagur: Gnome-mobile sýnd kl. 16 Ljósaskiptin sýnd kl. 21 Lostinn sýnd kl. 23.15 Mánudagur: Ljósaskiptin kl. 21 10

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.