Skagablaðið


Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 11

Skagablaðið - 04.09.1985, Blaðsíða 11
Húsvörður Við Brekkubæjarskóla á Akranesi er staða húsvarðar hér með auglýst laus til umsóknar. Starfið felst m.a. í daglegri umsjón skólamannvirkja og búnaðar, stjórn- un ræstinga, innkaupum á hreinlæt- isvörum og ýmsu efni til viðhalds húss og búnaðar. Einnig ýmsar daglegar útréttingar fyrir skólann, eftirlit með umgengni svo og fram- kvæmd ýmissa smærri viðhalds- þátta. Umsóknarfrestur er til 15. septem- ber 1985 og ber að skila eiginhand- arumsóknum á skrifstofu skólans fyrir hádegi mánudaginn 15. sept- ember n.k. Laun greiðast skv. kjarasamningi Akraneskaupstaðar og STAK. Starfið veitist frá 1. nóvember eða eftir nánara samkomulagi við þann sem starfið hlýtur. Nánari upplýsingar veita Viktor A. Guðlaugsson skólastjóri í síma 1388 og Ingvar Ingvarsson yfirkenn- ari í síma 2012. \AARNER HOME VtD€Q ww Umsjónarstarf Brekkubæjarskóli óskar að ráða nú þegar traustan starfsmann til að annast umsjón með nemendum „þekjunnar" og til kaffihitunar þar. Starfið er hlutastarf frá kl. ca. 10,30- 13,30 hvern virkan dag. Nánari upp- lýsingar gefa skólastjóri í síma 1388 og yfirkennari í síma 2012. Vorum að fá þessar frábæru spólur í umboðssölu, Watch and wipe. Pú kaupir 3 tíma spólu á hagstæðu verði og færð eina mynd á henni I kaupbæti. Komið og kannið málið! Höfum fengið mikið úrval af nyjum, þrælspennandi og vönduðum úrvalsmyndum Skaga-videó Kirkjubraut 6 • Símar 2422 og 2779 OPIÐ: 18-22 mán.-mið. 17-22 fim.-sun. Sveifluvaktin á æfingu á mánudagskvöld. Jasstónleikar á Bárunni annaö kvöld: Sveifluvaktin kemur fram í fyrsta skipti Þar kom aö því að stofnuö yröi jasshljómsveit hér á Akranesi og meðlimir þess eru allir ungir að árum en hver öörum reyndari. Þeir sem skipa jasssveitina. sem nefnd hefur veriö Sveifluvaktin, eru Eðvarö Lárusson á píanó/gítar, Eiríkur Guðmundsson á trommur, Gunnar Knútsson á gítar og bróöir hans Ragnar Kmitsson á bassa. Sveifluvaktin kemur í fyrsta Af tónlistarlífinu hér á Akra- skipti opinberlega fram á Bárunni nesi er annars það helst að frétta, annað kvöld, fimmtudagskvöld, en þeir félagarnir hafa æft saman meirihluta sumarsins. Á efnis- skránni cru bæði lög eftir þá sjálfa sem og aðra frægari. Verður ef- laust fróðlegt að fylgjast með þeim félögum á Bárunni annað kvöld því ár og dagur er síðan innfæddir Skagamenn hafa leikið jass á op- inberum vettvangi. að Tíbrá hefur verið talsvert a faraldsfæti í sumar og spilað grimmt. þó minnst hér á Akra- nesi. Úr því verður þó bætt á föstudaginn er Tíbrá skemmtir Skagamönnum í Hótelinu. Þá hefur Rapsódía talsvert verið á ferðinni og m.a. spilað fyrir norðan. Unglingasveitirnar hafa verið f lægð yfir sumartímann nema hvað Fídus hefur æft grimmt í sumar og virðist bjartasta von Skagamanna að sinni. En aftur að Sveifluvaktinni. Við hvetjum Skagamenn til að styðja við bakið á þeim fjór- mcnningum annað kvöld og fjöl- menna í Báruna til þess að sjá þá sveifla og sveifla sér um leið. 11

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.