Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 5

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 5
Heldur hafa hinar ungu og í 1. deitdinni þótt vitað yrði að óreyndu stelpur Skagamanna í veturinn yrði þeim erfiður. Hitt körfuknattleiknum fengið harð- var einnig vitað, að þær myndu neskjulega útreið í leikjum sín- öðlast dýrmæta reynslu með um í 1. deildinni í vetur. Þær þátttöku sinni og hún kemur mættu um helgina ÍR og töpuðu þeim til góða síðar. 24:48 en höfðu áður tapað 13:69 Almennt talað var stórkost- gegn Haukum. legur munur á leik liðsins gegn Enginn skyldi þó dæma stelpurn- ÍR eða í leiknum gegn Haukum. ar of hart þrátt fyrir þungan Minnimáttarkenndin, sem var í róður því þær áttu að leika í 2. algleymingi gegn þeim hafn- deildinni í vetur en sökum þess firsku, lét ekki sjásiggegn ÍRog hve fá iið tilkynntu sig til leiks árangurinn varð allur annar og var ákvéðið að slá 2. deildinni betri þótt tap hefði orðið reyndin saman við þá fyrstu. Okkar á. Áfram stelpur, þetta hefst stelpur ákváðu að slá til og leika með seiglunni. EHH □ E H1 [H U M © M [m Mann rennur til rifja a6 sjá allan sóðaskapinn Bílgarmurinn er ekki mikið augnayndi... bæjarbúar einnig nota fjöruna sem ruslakistu. Margir nenntu ekki að henda ruslinu sínu upp á ...þaðan aj siður fjaran fyrir neðan fæturna á ferðamönnunum tveimur á þessari mynd. öskuhauga heldur færu með það þarna í fjöruna. Krókalónið og umhverfi þess hefði enda látið stórlega á sjá á síðustu árum. Þá sagði þessi sami lesandi að talsvert væri um það að erlendir ferðamenn væru á vappi á þess- um slóðum og tækju gjarnan myndir út yfir lónið með fjöruna í forgrunni. Það gæti varla verið fagurt myndefni. „Hvernig væri að þeir hjá Þ&E girtu athafnasvæði sitt af og varnaðarorð yrðu sett upp á skilti við fjöruna þar sem fólki væri bannað að henda rusli þarna?“ spurði þessi lesandi. Jafnframt benti hann á í lokin að bílgarmurinn, sem sjá má á með- fylgjandi mynd, mætti gjarnan fara upp á hauga en þarna hefur hann verið óhreyfður í mánuði. Lesandi Skagablaösins kom að máli við okkur í fyrri viku og hafði meðferðis tvær myndir, sem hann hafði tekið. Sagði hann, að sér rynni til rifja að sjá sóðaskapinn, sem þessar myndir bæru með sér. Þær eru teknar við Krókalónið og fjörurnar hjá Þ&E. Þessi lesandi sagði, að ekki aðeins væri mikill óþrifnaður frá Þ&E í fjörunni, þar sem myndin er tekin, heldur virtust aðrir Sextán bækur frá Hörpuútgáfunni á 25. afmælisári fyrirtækisins Eins og fram kom í Skagablaðinu fyrir hálfum mánuði fagnar Hörpuútgáfan nú 25 ára afmæli sínu. Útgáfan hefur sent um 180 titla frá sér á þessu tímabili en í ár er von á eigi færri en 16 nýjum bókum. Skagablaðið skýrir lesendum sínum frá því hér og nú hverjar þessar bækur eru og í stuttu máli um hvað þær fjalla. Réttur dagsins — gómsætur gæðamatur Höfundur þessarar nýju mat- reiðslubókar er Margrét Þor- valdsdóttir, sem annast hefur vikulegan þátt með sama nafni í Morgunblaðinu. Fjöldamargir hafa borið fram óskir um að uppskriftirnar væru gefnar út í bók og er hér með orðið við þeim óskum. Áhersla er lögð á að uppskriftirnar séu auðveldar fyrir alla til matargerðar. Gætt er hófs í hráefniskostnaði. Bókin er prýdd litmyndum, sem Magnús Hjörleifsson ljósmyndari tók. Skagamenn skoruðu mörkin — síðara bindi j þessari bók er áfram rakin saga knattspyrnunnar á Akranesi 1970-1984, en á því ári urðu Skagamenn margfaldir meistarar, eins og reyndar stundum fyrr. Bókin er skrifuð á léttan og skemmtilegan hátt. Fléttað er saman frásögnum af spennandi augnablikum og afdrifaríkum. Þá eru í bókinni ný viðtöl við at- vinnumennina Pétur Pétursson, Teit Þórðarson, Karl Þórðarson og Sigurð Jónsson, auk fjölda annarra þekktra knattspyrnu- manna og framámanna í knatt- spyrnunni á Akranesi. Síðast en ekki síst er í bókinni saga lands- leikja íslands og fullkomin skrá um fjölda leikja einstakra liðs- manna, markafjölda þeirra í leik og nánast flest það sem máli skiptir á því sviði. Um það bil 90 myndir prýða bókina. Höfundar eru hinir sömu og fyrr: Jón Gunn- laugsson, Sigtryggur Sigtryggsson og Sigurður Sverrisson. Hér er á ferðinni merkileg og spennandi bók, enda vel við hæfi þar sem fjallað er um frægasta knatt- spyrnulið þessa lands. Ég geng frá bænum Ljóðabók eftir Guðnýju Bein- teinsdóttur frá Grafardal í Borg- arfirði. Hin eilífa leit Ljóðabók eftir Pétur Beinteins- son bróður Guðnýjar. I Grafardal var ljóðagerð og kveðskapur dag- leg iðja og hvers konar ljóðlist í hávegum höfð. Börnin á heimil- inu voru átta og fengust öll við kveðskap. Hörpuútgáfan hefur áður gefið út í samstæðri útgáfu Ijóðabækur eftir Einar, Sigríði og Sveinbjörn og í undirbúningi er útgáfa ljóðabókar eftir Halldóru systur þeirra. Haustheimar nefnist ný ljóðabók eftir Stefán Sigurkarlsson lyfsala á Akranesi. Haustheimar er fyrsta ljóðabók Stefáns, en áður hafa birst eftir hann á prenti tvær ritgerðir auk nokkurra ljóða. Mitt heiðbláa tjald Ný ljóðabók eftir Friðrik Guðna Þórleifsson söngstjóra og tónlistarkennara á Hvolsvelli. Þessi nýja bók er fjórða bók höfundar, en áður hefur Hörpuút- gáfan gefið út eftir hann ljóða- bækurnar Ryk 1970, Augu í svart- an himin 1973, Og aðrar vísur 1977. Bragfræði og háttatal eftir Sveinbjörn Beinteinsson. Þessi bók kom fyrst út 1953 og var strax tekin í notkun í framhalds- skólum sem kennslubók í rímna- og vísnakveðskap. Háttatalið var síðar gefið út á snældu. Þar kveð- ur höfundurinn með rímnalögum. Um langt árabil hefur bókin verið ófáanleg. Margir íslensku- og bókmenntakennarar hafa óskað eftir endurútgáfu hennar. Glampar í fjarska á gullin þil — Búskaparár og veiðidagar síðara bindi. Höfundur er Þor- steinn Guðmundsson á Skálpa- stöðum í Borgarfirði. Góða skemmtun gera skal Ný Ieikjabók eftir Jón Kr. ísfeld. í þessari bók eru leikir af ýmsu tagi, leikrit, gátur, spila- galdrar, spilaspá, huglestur, töfrabrögð, skrýtlur, og spurn- ingaleikir. Skrýtnar skepnur — skopsögur eftir spéfuglinn og húmoristann Ephraim Kishon, í þýðingu Ingibjargar Bergþórs- dóttur. Kishon er höfundur sem kitlar hláturtaugarnar og gerir óspart grín að sjálfum sér. Að handan Bók fyrir alla sem velta fyrir sér spurningunni um lífið eftir dauð- ann. Bókin hefur vakið geysi- .nikla athygli og umræðu. Það eru 17 ár síðan séra Sveinn Víkingur þýddi bókina á íslensku, en hún kom fyrst út árið 1968. Hljómur hamingjunnar eftir ensku skáldkonuna Nettu Muskett. Áður hefur Hörpuút- gáfan gefið út þrjár ástarsögur eftir þennan höfund. Hamingjudraumar eftir Bodil Forberg er 18. bókin, sem út kemur hjá Hörpuútgáf- unni eftir þennan vinsæla danska höfund. Barátta ástarinnar er 10. bókin í bókaflokknum „Rauðu ástarsögurnar“ eftir danska höfundinn Erling Poulsen sem vart þarf að kynna fyrir íslenskum lesendum. Hefndarverkasveitin eftir Duncan Kyle höfund bókar- innar „í gildru á Grænlandsjökli“ og fleiri spennubóka sem komið hafa út hjá Hörpuútgáfunni. Exocet-flugskeytin eftir Jack Higgins höfund bókar- innar „Örninn er sestur“, sem varð stórsölubók hér á fslandi. Exocet-flugskeytin var oftsinnis í efstu sætum á metsölulistum er- lendra blaða á síðasta ári. 5

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.