Skagablaðið


Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 16.10.1985, Blaðsíða 12
Tónlistarskólinn 30 ára í nóvember Tonlistarskóli Akraness verður 30 ára í næsta mánuði og er fyrirhugað að halda upp á áfang- ann með veglegum afmælistón- Smalastrákur ísjálfheldu Þrettán ára gamall smaladreng- ur lenti í erfiðleikum um helgina er hann komst í sjálfheldu í gili fyrir ofan Haga í Skorradal. Björgunarsveitin Hjálpin var kölluð út en beiðnin var svo afturkölluð áður en sveitin var lögð af stað. Hafði stráksi lent í erfiðleikum með að tjónka við hest í umræddu gili og skilaði sér ekki á réttum tíma. Var því farið að óttast um hann en ekkert amaði að honum er til hans náðist. leikum eða einhverju í þá veru. Nýráðinn skólastjóri er Lárus Sig- hvatsson. Starf tónlistarskólans er þrótt- mikið í vetur sem endranær og starfa 9 kennarar við hann í fullu starfi og einn í hálfu starfi. Þá annast kennari kennslu áblásturs- hljóðfæri í stundakennslu. Flestir kennararnir, eða fimm talsins, kenna á hið sívinsæla píanó en einn þessara fimm kennir jafn- framt á fiðlu. Þá er boðið upp á gítarkennslu, kennslu í söng, tón- fræði, á blásturshljóðfæri og svo forskólakennslu. Eins og fram kemur á forsíðu er Tónlistarskóla Akraness veru- legur akkur í því að fá íslensku hljómsveitina hingað uppeftir í vetur því ákveðið hefur verið að nemendur við skólann fái að spreyta sig sem einleikarar með hljómsveitinni. Þar fá þeir ein- stakt tækifæri. Bás HAB vakti mikla athygli á sýningunni. „Orkuspamaðarátak" - sýn- ing á Akranesi um helgina Starfsfólk Gmndaskóla með óþægindi á húð og í augum: „Ekki hægt að útiloka að þetta sé ofnæmi“ - segir Guðbjartur Hannesson, skólastjóri „Það er ekki hægt að útiloka að þetta sé ofnærni," sagði Guð- bjartur Hannesson, skólastjóri Grundaskóla er Skagablaðið bar undir hann hvort rétt væri að starfsmenn skólans hefðu fundið fyrir óþægindum í augum og á húð að undanfömu. „Þetta er ekkert stórvanda- mál," sagði Guðbjartur enn- fremur en taldi ekki fjarri lagi að áætla að fimmtungur til fjórð- ungur starfsfólks skólans hefði fundið fyrir þessum óþægindum. Um er að ræða útbrot og kláða, sem talið er að e.t.v. megi rekja til einhvers í andrúmsloftinu í skólanum. „Vinnueftirlitið gerði úttekt á þessu og segja má að útilokunar- aðferðinni hafi verið beitt," sagði Guðbjartur og taldi að þetta fyrirbrigði væri ekki óþekkt í nýjum húsum. Hugsan- lega spilaði hér inní að loftræst- ingin væri ekki rétt stillt. Bæjaryfirvöld hafa þetta mál nú til meðferðar og er á valdi þeirra hvort eitthvað frekar verður gert í málinu. „Orkusparnaðarátak“ er yfir- skrift sýningar, sem haldin verður ■ Safnaðarheimilinu, andspænis kirkjunni, um helgina, nánar til- tekið dagana 19.-21. október. Sýningin er opin á laugardag og sunnudag frá kl. 14-22 og frá kl. 17-22 á mánudag. Á laugardag og mánudag verður húseigendum boðið upp á ráðgjöf frá kl. 17-19. Iðnaðarráðherra mun opna sýn- inguna formlega kl. 14 á laugar- dag en félagsmálaráðherra verður einnig viðstaddur opnunina. Þetta umrædda orkusparnaðar- átak er sameiginlegt verkefni ráð- herranna Sverris Hermannssonar og Alexanders Stefánssonar og beinist fyrst og fremst að upplýs- ingamiðlun til almennings um eflda tækniþjónustu og lánafyrir- greiðslu til íbúðakaupenda svo dæmi séu nefnd. Þá eru upplýsing- ar um hagkvæma nýtingu orku og orkusparnað í íbúðarhúsnæði mikilvægur þáttur í þessu átaki og má þar t.d. nefna einangrun, fjölföldun glers og breytingu á hitakerfum. Sambærileg sýning var haldin í Borgarnesi um helgina og til þess að geta frætt lesendur sína eilítið um hvað hér er á ferðinni skellti Skagablaðið sér til Borgarness. Á sýningunni eru 42 sýnendur, þar af 3 frá Akranesi; Akur, Skaga- plast og svo Hitaveita Akraness og Borgarfjarðar, sem er með mikinn og vel hannaðan bás. Magnús Olafsson, arkitekt, á heiðurinn af honum. Vakti bás HAB enda mikla athygli á sýning- unni í Borgarnesi. Eins og kemur fram hér að framan verða ráðgjafar til við- ræðu á milli kl. 17 og 19 bæði á laugardag og á mánudag. Munu þeir veita fólki almennar upplýs- ingar um möguleika á orkusparn- aði og fjármögnun. Þá geta eig- endur húsa, sem eru með lélega orkunýtingu, sótt um skoðun á eignum sínum og gerir þá skoðun- armaður áætlun um orkusparandi aðgerðir og reiknar út kostnað við þær. Þessar áætlanir eru svo lagðar til grundvallar við hugsan- lega lánafyrirgreiðslu Húsnæðis- stofnunar ríkisins. Skoðunin er greidd úr ríkissjóði og þurfa íbúðareigendur því ekki að greiða fyrir hana. Þeir eru heldur ekki skuldbundnir á einn eða annan hátt þótt skoðunar- maður komi og meti aðstæður. Þetta er því kjörið tækifæri fyrir þá íbúðareigendur sem hafa áhuga á að fá yfirlit yfir ástand íbúða sinna frá sjónarhóli orku- sparnaðar. Skagablaðið hvetur Akurnes- inga til þess að kynna sér það sem boðið er uppá á þessari sýningu því það sem mun sparast kemur til með að ganga upp í greiðslur á lánum fólks frá Húsnæðisstofnun. Sverrir Hermannsson, iðnaðar- ráðherra, við opnun sýningarinn- ar í Borgarnesi.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.