Skagablaðið - 13.11.1985, Page 12

Skagablaðið - 13.11.1985, Page 12
Skagamaður náði sér í 250 þúsund Einn Skagamaður náði 12 rétt- um í síðustu viku og hafði að auki 4 seðla með 11 réttum. Nældi séi þannig í 250 þúsund krónur. Dá- lagleg upphæð það og kemur sér vel fyrir jólin því vinningurinn er greiddur þremur vikum eftir að leikirnir hafa farið fram. Auk þess náði einn Skagamaður til viðbótar 11 réttum og bar um 5000 krónur úr býtum. Eins og við höfum marggreint frá í Skagablaðinu hefur sala getraunaseðla hér á Akranesi tek- ið mjög mikinn kipp ( vetur. Næstkomandi þriðjudag ætla körfuboltakapparnir að ganga í hús og bjóða seðla og ætla þannig að freista þess að setja enn eitt sölumetið. Núverandi met er um 16.000 raðir. Sölustaðir körfuboltamann- anna eru sem hér segir: Skaga- nesi, BSA, verslun Axels Svein- björnssonar, rakarastofa Jóns Hjartarsonar, Skútan, Stjörnu- kaffi, Skaga-vídeó, Bílás, Haf- örninn, SR, Akur, HB & Co., P&E, Heimaskagi og íslenska járnblendifélagið. Þráinn í bílskúrnum með vélina góðu. „Treysti mér til að anna allri innan landsþörfinni' —segir Þráinn Sigurðsson, sem notar sjátfvirka tölvustýrða „snittvél11 Pétur Pétursson skoraði loks á Spáni. Fyrsta mark Péturs fyr- ir Hercules um helgina Skagamanninum Pétri Péturs- syni tókst loks að opna marka- reikning sinn hjá Hercules Ali- cante um helgina er hann skoraði eitt marka liðsins í 5:2 sigri þess yfir Celta Vigo. Pétur kom inn á í síðari hálfleik sem varamaður Nýtt fyrirtæki, Skertækni-Þráinn Sigurðsson, hefur tekið til starfa hér á Akranesi. Fyrirtækið sérhæfir sig í að snitta rörbúa af öllum stærðum og gerðum. Snittvélin, sem er hreint galdratæki út af fyrir sig, er tölvustýrð og mjög fullkomin. Það þarf aðeins að mata hana og hún sér um afganginn. Sama er með sögina, sem sagar bútana niður. Hún er sjálfvirk, aðeins þarf að leggja röralengjumar í hana. „Það tók um 14 mánuði að útbúa vélarnar í það form sem þær eru núna. Allan heiður af tölvustýrikerfunum á Hörður Ragnarsson en hann hannaði og smíðaði stóran hluta af þeim. Hugmyndin að þessu var, að um 60% af snittuðum rörbútum, sem notaðir eru hér á landi, eru inn- fluttir. Einnig það, að það var hægt að gera svona tæki hér en ekki nauðsynlegt að kaupa þau erlendis frá. Ég myndi treysta mér til að anna allri innanlands- þörfinni með þessum vélum því að vélin getur framleitt 3000 búta a 10 tímum. Þessi framleiðsla er fyllilega samkeppnisfær við er- lenda framleiðslu að öllu leyti,“ sagði Þráinn Sigurðsson þegar við ræddum við hann um vélina góðu. Skertækni er til húsa að Víði- grund 16, nánar tiltekið í bílskúr Þráins þar sem hann vinnur við þetta með fjölskyldu sinni. Öll framleiðslan er sett í umbúðir ýmist 10 eða 50 stk. eftir þörf viðskiptavinarins. Svona vél keypt erlendis frá, myndi kosta á við eitt einbýlishús en Þráinn hefur smíðað sína fyrir brot af þeirri upphæð. Núna hefur hann snittað um 30 þúsund búta eftir að allir byrjunarörðugleikar voru yfirstignir. — hefur ekki átt fast sæti í liðinu undanfarið. Við sigurinn vænk- aðist staða Hercules nokkuð en liðið er enn í botnslagnum. Skagablaðið reyndi ítrekað að ná tali af Pétri eftir leikinn án árangurs. „Við komum aft ur. sanniði til“ Sýning kínverska badmin- tonsnillinga annað kvöld Úrval kínverskra badminton- verður blandað saman liðum en 1976, sem þótti með eindæmum spilara verður með sýningu í Kínverjarnir spila sín á milli góð og er ekki að efa að þessi íþróttahúsinu á morgun, í tokin.Óhætt er að telja Kín- hópur verður svipaður ef ekki fimmtudag kl. 20. Þetta er 10 Verja með bestu badmintonspil- betri. manna hópur, 6 karlmenn og 4 urum í heimi, reyndar í fleiri Aðgangseyrir verður kr. 100 konur, og er hér á vegum Bad- íþróttagreinum, og ætti fólk að fyrir fullorðna en kr. 50 fyrir 14 mintonsambands Islands. fá að sjá hér badminton eins og ára og yngri, sýningunni lýkur Fyrst keppa badmintonspilar- það gerist best. Síðast komu um kl. 22 eða þar um bil. ar frá ÍA við gestina, síðan hingað Kínverjar með sýningu Á síðasta sunnudag urðu nokkrir félagar úr Skagaleikflokknum varir við þrusk er þeir voru að vinna við leiktjöld í Bíóhöllinni. Þegar betur var að gáð voru þrjár konur með barnavagna að fela sig en ekki var neitt barn í vagninum. Var hringt á lögregluna og mættu tveir verðir laganna til að kanna málið. Kom þá í ljós að þessar konur höfðu strokið frá einhverju hæli og því ákveðið á stundinni að senda þær til Reykjavíkur með Akraborg- inni. Voru konurnar ásamt vagninum færðar út í löggæslubifreið og ekið sem leið lá niður á bryggju og tryggilega séð til þess að þær færu um borð. í landganginum snéri ein þeirra sér við og sagði: „Við komum aftur, sanniði til.“ Myndin sýnirhvar lögreglanfylgir konunum um borð íAkraborgina.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.