Skagablaðið - 22.10.1987, Qupperneq 4
Skagablaóió spjallar vii Dagmar Völu Hjörieífsdóttur, sem opnai hefur dýralækningastofu á Akranesi:
„Þettahefur
alltaf verið
draumastarfið“
Nýlega tók til starfa hér á Akranesi dýralæknir, sem er Dagmar Vala
Hjörleifsdóttir. Dýrlæknir hefur ekki starfað á Akranesi fyrr og því lék
okkur forvitni á að kynnast örlítið starfi hennar og viðtökum bæjar-
búa. Dagmar Vala hefur opnað lækningastofu að Heiðarbraut 47, en
þar býr hún einnig ásamt fjölskyldu sinni. Hún er gift Halldóri Jónssyni
lækni, sem nú er heilsugæslulæknir hér á Skaga og eiga þau tvö börn,
Hjörleif 15 ára og Þórhiídi 8 ára. Fjölskyldan hefur rétt komið sér fyrir
hér á Akranesi en hún flutti hingað í byrjun ágúst eftir átta ára dvöl í
Svíþjóð.
Flutt til hestanna
„Það er dálítið skemmtilegt að
segja frá því hvers vegna við kom-
um á Akranes, en við hjónin erum
búin að eiga lengi fjóra hesta, sem
hafa verið geymdir að Bakka í
Melasveit fyrir okkur. Höfum við
því oft sagt í gríni að við höfum
flutt til hestanna okkar og þess
vegna hafi Akranes verið næsti
byggðarkjarni við þá, en við vilj-
um hafa þá enn nær okkur og
erum að leita eftir jarðskika hér í
nágrenni bæjarins fyrir þá,“ sagði
Dagmar Vala þegar við spurðum
hana hvers vegna Akranes hefði
orðið fyrir valinu þegar þau komu
frá Svíþjóð. „Við teljum okkur
hafa verið mjög lánsöm að koma á
Akranes. Okkur líður mjög vel
hér og okkur hefur verið tekið
mjög vel í alla staði. Eftir að ég
auglýsti opnun lækningastofu
minnar hef ég haft mikið að gera
og hefur verið greinileg þörf á
dýralækni hér á Akranesi.“
- Fórst þú gagngert til Svíþjóð-
ar til að Iæra dýralækningar?
„Nei, svo var nú ekki. Maður-
inn minn fór í framhaldsnám í
heimilislækningum og að hans
námi loknu fór ég að læra dýra-
lækningar og tók það nám fimm
og hálft ár. Eg lærði í Uppsala en
þar er einn fullkomnasti dýraspít-
ali og dýralækningaskóli í Svíþjóð
og þar læra verðandi dýralæknar
fag sitt þar í landi.“
Draumastarfið
- Hafðir þú alltaf hug á að verða
dýralæknir?
Dagmar Vala með einn sjúklinganna á stofu sinni.
„Það má segj a að þetta hafi allt- hj álpuðust að því þetta er erfitt og
af verið draumastarfið hjá mér,
frá því að ég var lítil stelpa. Ég er
fædd Reykvíkingur en uppalin í
Garðabæ og var alltaf í sveit á
sumrin og fékk þá mikinn áhuga á
dýrum og ákvað þá að ég vildi
verða dýralæknir. Eins og oft vill
verða þá dróst að ég gæti hafið
nám í dýralækningum; ég gifti mig
og eignaðist börn, en þegar mað-
urinn minn hafði lokið námi sínu í
Svíþjóð lét ég drauminn verða að
veruleika og hóf námið. A meðan
á því stóð fékk ég mikinn stuðning
fjölskyldu ininnar, þar sem allir
Haustið til
mnimálunaf
PBIYT
langt nám.‘
- En gætir þú lýst fyrir okkur,
hvernig svona nám gengur fyrir
sig?
„Þar sem dýralæknaskólinn í
Uppsala er á eini í Svíþjóð þá er
mikil ásókn í að komast þar að.
Það voru um 2000 sem sóttu um
inngöngu í skólann þegar ég byrj-
aði en aðeins 75 komust að. Ég
hafði lokið námi í líffræði í
Háskólanum áður en ég fluttist til
Svíþjðar og hefur það örugglega
hjálpað mer til þess að komast í
skólann. Við erum tvö frá íslandi
sem höfum lært í þessum skóla,
auk mín var Sverrir Markússon
sem er dýralæknir í Borgarnesi,
en hann var í skólanum á sjötta
áratugnum. Fyrstu þrjú árin í
náminu fara í svokallaða grunn-
þekkingu og er þá lesin efnafræði,
lífeðlisfræði og líffærafræði. Á
fjórða ári lærum við um lyflækn-
ingar og skurðlækningar og er
bóklegu og verklegu þar tvinnað
saman. Þá er námið byggt þannig
upp að á fjórða árinu lærum við
t.d. allt um hunda, ketti og hesta.
Þá er sex til átta vikna bókleg og
verkleg þekking um þessi dýr og
þau tekin fyrir, bæði lyflækningar
og skurðlækningar. Á fimmta ári
lærum við á sama hátt lækningar á
kúm, kindum og öðrum jórtur-
dýrum en á síðasta árinu lærum
við allt um matvælafræði og vinn-
um m.a. í sláturhúsi. Ég útskrif-
aðist síðan um jólin 1986, ásamt
60 öðrum nemendum sem luku
námi á sama tíma.“
Dagmar Vala sagðist hafa unn-
ið við dýralækningar á sumrin
meðan á námi hennar stóð og þá
mest við afleysingar víðsvegar um
Svíþjóð. Auk þess starfaði hún á
dýraspítalanum í Uppsala að
loknu námi og kenndi þá meðal
annars í skólanum sem hún var
sjálf í. Þá sagði hún að dýraspítal-
inn í Uppsala hefði verið mjög
fullkominn í alla staði og nánast
byggður upp á sama hátt og venju-
legt sjúkrahús. Það var lyflækn-
ingadeild og skurðdeild og oft
voru sérfræðingar sem unnu á
deildunum. Þá var einnig sérstök
röntgendeild. Spítalanum var
skipt þannig niður að það var sér-
stök deild fyrir hverja af algeng-
ustu dýrategundunum, t.d. á
hestadeildinni voru sérfræðingar í
lækningum á veðhlaupahestum.
Nóg að gera
-Þurftir þú einhver sérstök leyfi
til þess að opna stofu hér?
„Já, það var í samráði við
Gunnar Örn Guðmundsson hér-
aðsdýralækni á Hvanneyri, að ég
hóf störf sem dýralæknir héma á
Akranesi, þar sem Akranes til-
heyrir héraði hans, auk leyfis frá
yfirdýralækni hér á landi. En ég
tel að í framtíðinni þurfi að vera
sér dýralæknir fyrir Akranes,
þetta er það stór bær og það ættu
að vera næg verkefni fyrir lækni
hér til að sinna bænum og ná-
grannasveitum hans. Það hefur
líka sýnt sig því síðan ég opnaði
stofuna hefur verið mikið að gera
og ég fengið góðar viðtökur. Mest
hefur þetta verið við lækningar á
gæludýrum, auk hesta.“ Þá sagði
Dagmar Vala að auk hefðbund-
inna dýralækninga þyrfti að vera
eftirlit með dýrunum, þá sérstak-
lega hundum vegna sjúkdóma
sem þeir gætu fengið og þyrftu að
greinast strax.
Hún sagði að allir dýralæknar
sem hefðu lokið námi þyrftu að
gangast undir sérstakt próf hér
heima í lögum og reglugerðum að
námi loknu, en dýralækningar er
ekki hægt að læra hér heima og
færi hún fljótiega í þetta próf.
Hún sagði einnig að flestir dýra-
læknar lærðu ýmis í Þýskalandi
eða Danmörku.
Vantar meira eftirlit
Þá spurðum við Dagmar Völu
að því hvort hún teldi að nægilegt
eftirlit væri með t.d. sláturhúsum
en nú er sláturtíðinni nýlokið.
Hún sagði að það hefði ekki verið
hingað til nema í stærstu slátur-
húsum landsins og væri eitt þeirra
í Borgarnesi. En á síðasta dýr-
alæknaþingi hefði verið samþykkt
að auka eftirlit á þessum stöðum í
framtíðinni og þyrfti þá að vera
dýralæknir sem fylgdist með slátr-
uninni allan daginn. Tæki þá sýni
og setti í ræktun og sæi um að
fyllstu hreinlætiskröfum væri
framfylgt.
„En eins og áður sagði þá er ég
afskaplega ánægð með allar við-
tökur sem ég hef fengið hérna á
Akranesi og vonast ég til þess að
geta þjónað dýraeigendum við
lækningar á dýrum þeirra og að
þjónusta sem þessi eigi framtíð
fyrir sér hér, en byrjunin lofar
góðu“, sagði Dagmar Vala.
4