Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Síða 7

Skagablaðið - 09.06.1988, Síða 7
6 Skagablaðið Skagablaðið 7 •Annað árið í röð hefur Sements- verksmiðja ríkisins skilað umtals- verðum hagnaði í sameiginlegan sjóð landsmanna. Hagnaðurinn er afrakstur betri skipulagningar innan verksmiðjunnar, meira aðhalds í rekstri og svo líka vegna hagstæðra svokallaðra „ytri skilyrða". Stjórn- endur verksmiðjunnar eiga að mati Hauks í horni skilið lof fyrir frammi- stöðuna á þessu sviði þótt auðvitað sé enginn vinnustaður betri en starfsfólkið sem þar vinnur. Með þessari góðu afkomu síðustu tvö árin hafa stjórnendur SR sýnt fram á að ríkisfyrirtæki þurfa ekki endilega að verarekin með tapi. Alltofalgengt er þó, að stjórnendur ríkisfyrirtækja láti sig afkomu þeirra engu skipta - tapið lendi hvort eð er bara á lands- mönnum öllum. • Hugsanaganguráborðviðþenn- an er því miður allt of algengur á meðal landsmanna og ekki einvörð- ungu innan raða stjórnenda ríkisfyr- irtækja. Allir þekkja Hafskips- og Útvegsbankahneykslið, þar sem ríkissjóður varð að taka á sig hátt í einn milljarð króna vegna vitlausra fjárfestinga, blekkinga og stjórnleys- is í fjármálum. Flugstöðvarbyggingin er annað Ijóslifandi dæmi um hroða- lega meðferð á almannafé, stjórn- leysi, svik og pretti. Allar kostnaðar- áætlanir brugðust og kostnaður hljóp á mörg hundruð milljónum umfram áætlun. Allt varð ríkið (almenningur) að borga. Þetta stjórnleysi, sem lengstum hefur verið bundið við fyrir- tæki í ríkisforsjá, er nú því miður far- ið að teygja sig inn í einkareksturinn. Nýjasti „skandallinn" er bágborin staða fisk-og laxeldisstöðva. Þar er allt í kalda koli og nú á ríkissjóður að hlaupa undir bagga. Þar er einnig verið að tala um hundruð milljóna. Svo undrast allir yfir því að ríkissjóð- ur sé rekinn með milljarða tapi ár eftir ár. • Enhvererhineiginlegaskýringá öllu stjórnleysinu? Jú, hún á allar sínar rætur að rekja til vanmáttugra stjórnmálamanna, sem flestir gera lítið annað en að stunda eiginhags- munapot án nokkurs tillits til heildar- afkomu. Erlendis tíðkast það að menn í ábyrgðarstöðum láti ef em- bætti gerist þeir sekir um mistök af einhverju tagi. Nýlegasta dæmið er frá Svíþjóð, þar sem Anna-Greta Leijon, dómsmálaráðherra, var látin hætta í kjölfar afglapa. Hérlendis sitja menn sem fastast hvað sem á dynur og vísa frá sér allri ábyrgð. Er nema von að 40% kjósenda geti ekki gert upp hug sinn um hvaða flokk á að kjósa eða taka yfirleitt enga afstöðu. Við lifum í bananalýðveldi! Goffift náði strax taki á mér og hefur ekki sleppt síöan -segir Hannes Þorsteinsson, kyffingur, kennari, landsliðseinvaldur, hönnuður og líffræðingur Hannes Þorsteinsson stingur niður tíi á teig 6 og stillir kúlunni upp. Hann tekur sér stöðu í hæfilegri fjarlægð frá kúlunni með gleiða fætur, mundar trékylfu númer 1 og augnabliki síðar er kúlan komin á flug í átt að flöt brautarinnar. Hún sneiðir framhjá karga og sandgryfjum og lendir í nokkurra metra fjarlægð frá flötinni. Hannes fer holuna á pari. Hannes Þorsteinsson er reynd- ur og snjall kylfingur með fimm í forgjöf. En hann er ekki bara kylf- ingur. Hann hefur einnig teiknað verulegan hluta íslenskra golf- valla og er nú nánast ekki leitað til annarra með hönnun valla. Hann er viðurkenndur sérfræðingur í viðhaldi golfvalla og byggir þar bæði á eigin reynslu og bóklegu sjálfsnámi. Hann er landsliðseinvaldur unglinga í golfi. Hann á sæti í stjórn Golfsambands íslands. Hann er frumkvöðull að golf- kennslu í skólum. Hann hefur dómararéttindi í golfi. Hann er líffræðingur og fjölbrautaskóla- kennari. Hannes fór reyndar allar þær holur á pari sem blaðamaður Skagablaðsins gekk með honum og sonum hans, Þorsteini og Bjarna Þór. Strákarnir slógu að vfsu eitthvað fleiri högg, en það spillti ekki fyrir ánægjunni. Arangur blaðamannsins er hins vegar tæpast prenthæfur. Með frá upphafi Golf á sér ekki svo ýkja langa sögu á Akranesi, en er nú í geysi- legum vexti. Leynir var stofnaður árið 1965 og þá hófst einnig golfferill Hann- esar. Hann er sonur Þorsteins Þorvaldssonar og Elínar Hannes- dóttur, en Þorsteinn er einn af frumkvöðlum íþróttarinnar hér í bæ og hefur verið gerður að heið- ursfélaga Leynis fyrir frábær störf í þágu íþróttarinnar. „Ég byrjaði að fylgja karli föð- ur mínum í þetta þegar ég var 12 ára. íþróttin náði strax tökum á mér og hefur ekki sleppt takinu síðan,“ segir Hannes þegar hann rifjar þetta upp. „Golfið er nefnilega þess eðlis að um leið og maður hefur komist á bragðið, verður maður sífellt að fá skammtinn sinn. Þetta er algjör bakteríuíþrótt.“ Golfið náði ekki bara tökum á Hannesi. Hann náði strax tökum á golfinu og varð fljótlega besti kylfingur klúbbsins. Hann vann 1. gullverðlaun sem veitt voru á móti á Akranesi árið 1967. Faðir hans varð í öðru sæti en Óðinn Geirdal því þriðja. Þessi verðlaun urðu upphafið að veglegu safni verð- launagripa. I hópi þeirra bestu Hannes varð klúbbmeistari Leynis fyrstu fjögur árin sem keppt var um titilinn, 1970-1974. Hann hefur unnið þennan titil oft- ar en nokkur annar. Hann komst í landsliðshópinn um tvítugt og hann var í fyrsta unglingalandsliði íslands, sem keppti á Evrópumeistaramóti unglinga í Danmörku árið 1973. „Það vill svo skemmtilega til að ég var liðsstjóri þegar íslendingar tóku fyrst þátt í Evrópumeistara- móti drengja í golfi í fyrra. Það má því segja að ég hafi verið með fyrstu landsliðum fslands á Evr- ópumeistaramóti í þessum tveim- ur aldursflokkum,“ segir Hannes og sýnir blaðamanni þátttöku- merki í mótunum, sem hann geymir til minningar. Hannes var í hópi fremstu kylf- inga landins á áttunda áratugnum, einkum á fyrri hluta áratugarins. Helstu keppinautar hans voru þá Björgvin Þorsteinsson, Loftur Ólafsson, Júlíus R. Júlíusson og fleiri. „ A þessum árum var ég á fullu í keppnisgolfinu, tók þátt í fjöl- mörgum mótum og þá auðvitað til þess að vinna. Hápunktur þessara ára held ég hafi verið þegar ég vann Pierre Robert mótið árið 1975. Þar voru saman komnir allir bestu kylfingar landsins á opnu móti og það var mér auðvitað mikils virði að vinna þetta mót. Upp frá þessu fór ég mér hægar og hætti að stunda þessi opnu mót að mestu leyti." Miklar framfarir „Síðan hef ég verið að leika hér heima í meiri rólegheitum, en stunda íþróttina enn mikið og ég er ekki frá því að ég leiki jafnvel enn betur nú en þegar ég var í keppnisgolfinu. Það hafa bara orðið svo miklar framfarir í íþróttinni almennt, að ég hef ekki lengur roð við þeim bestu. Eg hef ekki átt erfitt með að halda mér við, þótt ég sé hættur að taka þátt í keppni meðal þeirra fremstu. Ég held að þetta stafi fyrst og fremst af því að ég mótaði mér upphaflega eigin stíl sem hentaði mér vel. Ég las mér til, prófaði mig áfram og fann stíl sem var mér eðlilegur. Þessu hefur mér tekist að halda. Ég fékk aldrei beina kennslu í golfi. Margir þeirra sem voru upp á sitt besta um svipað leyti og ég, Iærðu alla sína tækni af öðrum og geta þeirra minnkaði verulega strax eftir að þeir hættu að æfa og keppa í fremsta flokki. Stíllinn var lærður og það er oft auðvelt að gleyma því sem maður hefur lært af öðrum. Mér hefur tekist að halda mér í formi, en eigi ég að bæta mig nú, kostar það geysilega mikla vinnu. Margir gera sér nefnilega ekki grein fyrir því að til þess að geta verið á toppnum, verður maður að geta stundað golf marga tíma á dag og keppa á sterkum mótum allar helgar. Okkar fremstu kylf- ingar stunda þetta á þennan hátt.“ Hannar golfvelli Frumkvöðlarnir í golfinu á Akranesi höfðu aðeins tvær holur til umráða þar sem nú er innsti hluti vallarins. Þegar fyrsta mótið var haldið voru holurnar orðnar sex og um 1970 fjölgaði þeim í níu. Þróun og stækkun golfvallarins á Akranesi er margra verk, en ekki síst Hannesar. Hann hefur unnið mikið starf við hönnun vall- arins og má segja að hann hafi hannað völlinn að flestu leyti. Auk þess hefur hann unnið mikið að viðhaldi vallarins. Hannes náði hápunkti ferils síns sem kylfingur árið 1975, þeg- ar hann sigraði á Pierre Robert mótinu. Sama ár má segja að hann hafi hafið annan feril, þegar hann hannaði sinn fyrsta golfvöll. „í raun og veru er golfvöllur Leynis fyrsti völlurinn sem ég hannaði. En fyrsti völlurinn sem ég hannaði formlega var níu holu völlur á Eskifirði. Hannes með golfvöll á teikniborðinu. Hann hefur nú teiknað um þriðjung allra golfvalla á landinu og er með marga aðra í takinu. Stœkkun golf- vallarins á Akranesi geymir hann hins vegar í höfðinu enn sem komið er. „Effram fer sem horfir í fjölgun félaga í Leyni sprengjum við völlinn fljótlega utan af okkur, “ segir Hannes. Sá völlur þótti nokkuð skemmtilegur og það varð upp- hafið að því að menn fóru að biðja mig að hanna velli. Síðan hefur þetta undið geysilega upp á sig og er orðið heilmikið starf," segir Hannes. Daginn eftir að Skagablaðið fylgdist með Hannesi á golfvellin- um, fór hann með teikningu að átján holu golfvelli til Selfoss. Svo notaði hann auðvitað tækifærið og tók þátt í móti þar fyrir austan í leiðinni. Blundar í öllum „Hönnun golfvalla blundar í öllum kylfingum,“ segir Hannes. „Allir eiga sína uppáhaldsholu og sinn uppáhaldsvöll og allir hafa skoðun á því, hvemig golfvellir eiga að vera. Allir eru „sér- fræðingar“ í faginu og allir telja sig hafa þá einu réttu skoðun. En það er meira en að segja það að hanna 18 holu golfvöll sem nær yfir um 50 hektara landssvæði. Það þarf að huga að gífurlega mörgu og skipuleggja svæðið frá öllum hliðum. Það verður auðvitað í fyrsta lagi að taka tillit til þeirra sem leika eiga golf á vellinum. En það þarf líka að hanna völlinn þannig að viðhald verði auðvelt, að aðstaða fyrir áhorfendur verði viðunandi og svo framvegis. Það er t.d leikur einn að hanna golfvöll sem krefst mikils manna- halds í viðhaldi. Með svolítilli útsjónarsemi er hægt að hanna hann þannig að helmingi færri geti haldið honum við. Ég hef lengi haft áhuga á hönn- un golfvalla. Eins og ég sagði held ég að þetta blundi í öllum. Áhug- inn kviknaði fyrir alvöru þegar ég fór að leika á völlum erlendis og athuga uppbyggingu þeirra. Síðan hef ég lesið mér mikið til um þetta fag og auk þess hefur menntun mín nýst mér geysilega vel í þessu. Líffræði og landafræði em mjög góð undirstaða fyrir hönnuð golfvalla.“ Hugsjónastarf Nú telst Hannesi til að hann hafi hannað um jrað bil þriðjung allra golfvalla á Islandi. Og þetta hlutfall á eftir að stækka, því hann er stöðugt að og er nánast ein- göngu leitað til hans með þetta starf. Golfvellir í Stykkishólmi, Mos- fellsbæ, Eskifirði og víðar eru hans hugverk. Alls er um að ræða 10-11 velli um allt land. „Fram til þessa hefur þetta ver- ið nær eingöngu hugsjónastarf. Ég hef verið að gera þetta fyrir lítið, hef varla tekið meira en fyrir útlögðum kostnaði. Nú er að skapast grundvöllur fyrir því að þetta verði að launuðu hluta- starfi.“ Fyrir Hannesi er golfið hugsjón, íþrótt, tómstundaiðja og starf. Framgangur íþróttarinnar er hans hugsjón og hann vinnur víða að hugsjón sinni. Fyrir tveimur árum kom hann á golfkennslu á íþróttabraut fjöl- brautaskólans og varð skólinn þá fyrstur skóla til þess að taka slíka kennslu upp. „Mér fannst sjálfsagt að boðið yrði upp á kennslu í þessari íþrótt eins og flestum öðrum. Ég vona bara að fleiri skólar taki þetta upp,“ segir hann. Landsliðseinvaldur Fyrir þremur ámm var Hannes kosinn í stjórn Golfsambands íslands. Um leið var hann ráðinn til þess að sjá um unglingastarf sambandsins. Hann er landsliðs- einvaldur unglinga í golfi. Svona á aðfara að þessu. Kröftugt upphafshöggfrá upphafi til enda og kúlan klýfur loftið á geysilegum hraða. Holan var auðvitað farin á pari. Ráðning hans var afleiðing stefnubreytingar hjá sambandinu. Ákveðið var að leggja mun meiri áherslu á unglingastarf en áður. Hannes er ekki þjálfari, en sér um skipulagsmál og liðsstjórn á mótum og telur kjark í unga kylf- inga þegar taugamar bila. Hann hefur sjálfur reynslu af því að keppa sem unglingur fyrir hönd fslands í golfi og veit hvemig þess- um krökkum líður. „Það varð ákveðin stefnubreyt- ing hjá sambandinu fyrir þremur ámm og síðan hafa verkefni ungl- ingaliðanna verið tvöfölduð. Við stefnum að því að byggja upp frambærileg landslið á nokkram áram og höfum m.a. ráðið til okk- ar heimsfrægan kylfing og þjálf- ara, John Garner. Hann hefur verið ráðinn þjálf- ari allra landsliða okkar til þriggja ára og við væntum okkur mikils af starfi hans. Fram til þessa hefur unglinga- starfið verið algerlega vanrækt og óskipulagt. Nú má segja að skipu- legt starf sé að hefjast og það er auðvitað mjög spennandi að taka þátt í því á þennan hátt. Þarna er mikil vinna framundan.“ Hannes verður á ferð og flugi í þessu nú í sumar og fer með landslið á mörg mót í Evrópu, m.a. Evrópumeistaramót og Norðurlandamót. Golf bannaö vegna vinsælda Hannes hefur komið sér upp safni bóka og tímarita um golf. Ekki bara um hina tæknilegu hlið íþróttarinnar, en einnig um hönn- un og viðhald golfvalla og sögu íþróttarinnar. Golfíþróttin mun eiga upprana sinn á Skotlandi og eins og til að undirstrika orð sín um eðli íþrótt- arinnar, segir Hannes frá því þeg- ar golf var bannað á Skotlandi á 15 öld. „Golfið var þá orðið svo vinsælt Horft á eftir kúlu í sveiflulok. að menn voru nánast hættir að stunda bardagalist eins og skylm- ingar. Það þótti því nauðsynlegt að banna mönnum að leika golf vegna landvamasjónarmiða. Iþróttin barst hingað til lands árið 1934, en tók ekki að breiðast út fyrr en um sama Ieyti og Leynir var stofnaður, árið 1965.“ Hér á Akranesi nýtur golfið nú stöðugt aukinna vinsælda. Félög- um í Leyni hefurfjölgað um meira en 100% ás.l. tveimur árum. Bara nú í maí fjölgaði félögum um fimmtung. „Það era ekki mörg ár síðan við vorum að pukrast þetta uppi á velli nokkrir sérvitringar. Nú er golf orðið almenningseign og áhuginn verður sífellt meiri. Við sjáum hreint ekki fyrir endann á vextinum hér á Skaga. Enda er golfið tilvalin íþrótt fyrir bæði kynin og alla aldurs- hópa.“ Golfekkjur Golf er án efa íþrótt fyrir alla fjölskylduna og þarf ekki annað en að benda á fjölskyldu Hannes- ar því til staðfestingar. Faðir hans og móðir eru óþreyt- andi kylfingar. Sjálfur hefur hann helgað stóran hluta lífs síns golf- inu. Kona hans, Þórdís Arthurs- dóttir, leikur nú jafnvel meira en hann. Synirnir, Þorsteinn og Bjarni Þór hafa einnig fengið bakteríuna. Fjölskyldan fer aldrei í frí án þess að leika golf um leið og hafa þau nú gengið all marga velli víða um Evrópu. Golfekkja er heiti á konu kylf- ings og það segir sína sögu um hvernig golf getur fangað menn. En hvers vegna hefur golfið verið karlaíþrótt í þeim mæli sem raun ber vitni? „Ég hef aldrei getað skilið hvers vegna golfið hefur ekki náð til fleiri kvenna,“ segir Hannes. „Þetta er að mínu mati alveg til- valin íþrótt fyrir konur, en auðvit- að getur verið erfitt fyrir mæður og húsmæður að finna tíma til þess að stunda þetta. Konum fer mjög fjölgandi í golfklúbbum, bæði hér og annars staðar, en þeim fjölgar þó ekki í stærra hlutfalli en körlum. Konur í Leyni hafa tekið upp þá nýbreytni, einmitt að verulegu leyti fyrir frumkvæði Þórdísar, að hittast á hverjum miðvikudegi og leika saman golf. Það má vera að það verði til þess að efla stöðu þeirra í klúbbnum." Golf, golf, golf Golf, golf, golf og aftur golf. Þannig mætti koma orðum að því hvernig Hannes ver tíma sínum. Hann veit fátt betra en vaxandi viðgang þessarar íþróttar og segir gjama frá því. „Golfið er í gífurlegum vexti hér á Skaga, ekki bara hvað snert- ir fjölda iðkenda heldur einnig hvað varðar getu. Til marks um það má t.d. nefna, að við eram með fjóra Akurnesinga í meðferð hjá Golfsambandinu og nokkrir aðrir era á mörkum þess að kom- ast þar að. Haldi þetta svona áfram, eigum við möguleika á að koma upp tal- svert sterku liði. Við ættum að geta verið í hópi 4-5 bestu klúbba á landinu, en við eigum talsvert langt í land með það nú. Völlurinn okkar er talinn mjög góður. Hann er fjölbreytilegur og elur af sér góða kylfinga. Þú sleppur ekki svo létt frá þessum velli. Ef fram fer sem horfir í fjölgun félaga hjá okkur, er ekki langt þangað til við sprengjum utan af okkur völlinn. Við eram þegar farnir að huga að því að stækka í átján holur og sú stækkun er reyndar þegar til í kollinum á mér. Ég get ekki séð annað en að framtíð golfsins sé björt hér á Akranesi,“ segir Hannes Þor- steinsson. Og það er eins og við manninn mælt, um leið og Skagablaðið sleppir af honum hendinni er hann rokinn upp á golfvöll á ný til þess að etja kappi við aðra kylf- inga.

x

Skagablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.