Skagablaðið


Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 09.06.1988, Blaðsíða 8
8 Skagablaðið Brœðrabylta í uppsiglingu. Brœð- urnir Róbert og Björn Þór Reynis- synirfóru báðir í sjóinn eftir þessa viðureign. Björn Þór hafnaði þó sjónarmun á undan í faðmi Ægis og Róbert fór því með sigur af hólmi í koddaslagnum. Aaaaah, taka á þessu strákar, djöf. . . er þetta. Ahöfnin á Har- aldi Böðvarssyni malaði alla and- stæðinga sína í reiptogi skipshafna og það er ekki að sjá að þessi áhafnarmeðlimir láti sitt eftir liggja. Karlarnir á eyrinni hjá HB & co unnu reiptog landsveita. Skipstjórarnir Marteinn Einarsson og Guðjón Bergþórsson, Matti og Jonni, gerahlé áhrókasamrœðumfyrir myndavélina. Guðjón og áhöfn hans á Höfrungi hlaut bikarinn fyrir mesta aflaverðmœti báta. Þeir fœrðu rúmlega 89 milljónir króna á land ífyrra. Sturlaugur H. Böðvars- sonfékk aflabikar togara, en Skírnir aflabikar vertíðarbáta. „Þetta tókst vel þrátt fyrir leið- indaveður á sunnudaginn. Ég vil bara þakka öllum sem hjálpuðu okkur við þetta,“ sagði Rúnar Davíðsson, formaður sjómanna- dagsráðs, við Skagablaðið. Hinn árlegi hátíðisdagur sjó- manna fór vel fram og samkvæmt áætlun, nema að því að leyti að þyrla landhelgisgæslunnar komst ekki vegna bilunar. Bæði ungir og aldnir fengu eitthvað við sitt hæfi. Ekki er að efa að skemmtisigling út á flóa var hápunktur helgarinnar fyrir yngri kynslóðina. Svo ekki sé minnst á kók og prins sem fylgdi með í kaupunum. Árni tók myndirnar hér á síð- unum af helstu viðburðum helgar- innar. Fjölmennt var á sjómannaballinu á sunnudagskvöldið og mikið fjör að vanda. Hér má sjá mörg kunnugleg sjómannaandlit með góða matarlyst bíða eftir kvöldverði. Einar Brandsson og bræðurnir Gísli og Sigurjón Runólfssynir fremst á myndinni. Stelpurnar í Heimaskaga fóru ekki erindisleysu á sunnudaginn. Þœr unnu bœði róður og reiptog kvenna. Hér virðaþrjár Heimaskagastelpur verðlaun sínfyrirsér með augljósri aðdáun. Þœr hafa reyndar verið ansi iðnar við að hirða sjómannadagsverðlaun undanfarin ár. r

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.