Skagablaðið - 09.06.1988, Side 12

Skagablaðið - 09.06.1988, Side 12
Itíftfl Skaaablaðið níftfl KIRKJUBRAUT 4-6 KIRKJUBRAUT 4-6 Misjöfn viöbrögö viö bílaherferö bæjaryfirvalda: Sumum þótti aö sér vegiö - segir Gísli Gíslason bæjarstjóri „Það er óhætt að segja að við höfum fengið mikil viðbrögð við bfla- herferðinni okkar. Viðbrögð fólks voru bæði góð og slæm, sumum þótti að sér vegið í bréfum okkar,“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri þegar Skagablaðið innti hann eftir viðbrögðum bæjarbúa við bflabréf- um bæjaryfirvalda. Eins og Skagablaðið skýrði frá fyrir skömmu fóru nokkrir starfs- menn bæj arins um og tóku myndir af númerslausum bílum nýverið. Myndirnar urðu vel á annað hundrað og voru eigendur bílanna beðnir um að fjarlægja þá innan 20 daga, ella myndu bæjarstarfs- menn fjarlægja þá á kostnað eig- enda. í bréfum til eigenda bílanna var rætt um ónýta eða verðlitla bíla, en það átti alls ekki við í öllum til- vikum. „Ég viðurkenni fúslega að orðalag bréfanna var of harkalegt í sumum tilvikum og eitthvað var um mistök,“ sagði Gísli um þetta atriði. „Hins vegar er ég mjög ánægð- ur með árangurinn af þessari her- ferð okkar. Margir bílanna hafa þegar verið fjarlægðir af eigend- um sjálfum. Þeir sem ekki hafa fjarlægt verðlitla eða ónýta, númerslausa bíla munu fá aðstoð okkar við verkið, hvort sem þeim líkar betur eða verr,“ sagði Gísli Gíslason bæjarstjóri. Breytingar á rekstri Bíóhallarinnar; Færra starfsfólk og minni skuldir Uppsagnir fjögurra starfsmanna Bíóhallarinnar tókn gildi um síð- ustu mánaðamót og í framhaldi af því verða gerðar talsverðar breyting- ar á rekstri fyrirtækisins. Starfsfólki hefur verið fækkað um helming. Með því að fækka starfsfólki króna og er það forgangsverkefni um helming náum við mikilli hag- ræðingu í rekstrinum. Við sögð- um upp starfsfólki í miðasölu, dyravörslu og ræstingum, en starf þeirra bætist nú á þá sem eftir eru,“ sagði Leifur Eiríksson, framkvæmdastjóri Bíóhallarinnar við Skagablaðið. Bíóhöllin bíður nú eftir vilyrði fyrir láni frá Byggðastofnun. Fáist lánið, verða gerðar ýmsar breyt- ingar á húsnæðinu, en auk þess yrði lánið notað til þess að greiða niður skuldir. Að sögn Leifs verður anddyri Bíóhallarinnar breytt og gerðar verða endurbætur á sýningark- lefa. Ef lánið fæst, verður Bíóhöllinni lokað um næstu mán- aðamót. Skuldir Bíóhallarinnar nema nú tæplega tveimur milljónum að sögn Leifs að greiða þær skuld- ir niður. „Skuldirnar hafa lækkað um 400 þúsund krónur á síðustu mán- uðum, en það er ekki nóg. Skuld- irnar eru alltof miklar," sagði Leifur. Meðal skulda fyrirtækisins má nefna nær 600 þúsund króna skuld við Samvinnubankann og rúm- lega 200 þúsund króna skuld við Hitaveitu Akraness og Borgar- fjarðar. Auk þess skuldar Bíóhöllin ýmsum kvikmyndahús- um í Reykjavík um hálfa milljón. Leifur Eiríksson, framkvœmda- stjóri Bíóhallarinnar: Bíðum eftir láni frá Byggðastofnun til þess að breyta húsnœði og greiða niður skuldir. Rekstur verulega fram úr áætlun Rekstur Akraneskaupstaðar fyrra fór 25,7 mflljónir fram úr fjarhagsáætlun. Mest munar þar um að laun og launatengd gjöld fóru 12,3 milljónir umfram það sem gert var ráð fyrir í fjárhags- áætlun. Reikningar bæjarsjóðs voru samþykktir á bæjarstjórnar- fundi í fyrradag. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins lögðu fram bókun vegna ársreikninganna, þar sem þeir gagnrýndu meirihlutann fyrir að hafa ekki brugðist við þegar sýnt var að reksturinn myndi ekki standast áætlun. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins gagnrýndu einnig það sem þeir telja óhagstæðar lántök- ur bæjarins. Bæjarfulltrúar meirihlutans bentu hins vegar á að „gatið" í rekstri bæjarins hefur oft verið stærra og lýstu eftir tillögum Sjálf- stæðismanna um ódýrari lán, en engar slíkar tillögur hafa fengist. Bæjarfulltrúar lýstu almennt yfir ánægju sinni með hve snemma reikningarnir eru á ferð- inni, en þeir hafa aldrei verið lagðir jafn snemma fram. Þá ríkti almenn ánægja með frágang árs- reikninganna og endurskoðun. Ársskýrsla bæjarins er nú í vinnslu á auglýsingastofu í Reykja- vík og er gert ráð fyrir að henni verði dreift áður en langt um líður. f Skagablaðinu í dag skrifar Gísli Gíslason grein um ársreikn- inga bæjarins og rekur helstu niðurstöður ársins 1987. Sjá nánar á blaðsíðu 2 Guðbjörn Tryggvason átti góðan leik í gær og skoraði glæsilegt mark. Glæsimark Guöbjöms -en Þór jafnaði á síðustu mínútunni Þórsarar stálu sigrinum af Skagamönnum á síðustu mínútu í leik liðanna í gærkvöldi. Norðan- menn skoruðu úr vítaspyrnu á 89. mínútu leiksins og nældu sér þar með í eitt stig. IA sótti nær lát- laust allan leikinn, en náði ekki að skora fyrr en á 85. mínútu. Guðbjörn Tryggvason skoraði þá glæsilegt mark af 20-25 metra færi. Skot Guðbjörns var firnafast og hafnaði efst í horninu fjær. Akureyringarnir fengu víta- spyrnuna eftir að Mark Duffield hafði varið með hendi á línu. Skagamenn sóttu sem fyrr segir nær allan leikinn, en Þórsarar áttu ágætar skyndisóknir. Haraldur Ingólfsson komst í gott færi snemma í leiknum, en norðan- menn björguðu á línu. Haraldur Hinriksson átti gott skot nokkru síðar, en það fór ekki rétta leið. Karl Þórðarson skallaði yfir í dauðafæri á 54. mínútu. Guðbjörn Tryggvason átti mjög góðan leik í gær, einkum í fyrri hálfleik. Karl Þórðarson og Heimir Guðmundsson léku einnig mjög vel. í A er nú í öðru sæti 1. deildar- innar með átta stig. Sóðamir beittir hörðu Bæjaryfírvöld munu á næstu dögum hefjast handa við að fjarlægja þar sem þeir eru beðnir um að rusl af nokkrum lóðum á kostnað eigenda. Þetta á við um þá sem feng- fjarlægja ruslið sjálfir fyrir ákveð- ið hafa skriflega beiðni bæjaryfirvalda um að fjarlægja bflhræ og annaí inn tíma, að öðrum kosti muni sem yfirvöld telja til óþrifnaðar. bærinn sjá um hreinsunina á Þessar aðgerðir eru liður í enda. kostnað eigenda. hreinsunarherferð sem nú stendur Að sögn Guðna Halldórssonar Hreinsunarvikan nær auðvitað yfir og nýta bæjaryfirvöld sér heilbrigðisfulltrúa er þarna bæði til fleiri þátta en þessa. Starfs- þarna heimild í 42. grein heil- um að ræða bílhræ, sem ekki eru menn áhaldahúss og vinnuskólans brigðisreglugerðar. Þar segir að talin til verðmæta, svo og annað hafa verið á ferð og flugi með tól bæjarstjórn sé heimilt að láta fjar- rusl af ýmsu tagi. Eigendur hafa sín og tæki nú í vikunni og aðstoð- lægja rusl af lóðum á kostnað eig- fengið bréf frá bæjaryfirvöldum, aðfólkviðaðgerabæinnhreinni.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.