Skagablaðið - 28.07.1988, Page 6
• Glæsilegur árangur sundfólks á
Akranesi á Aldursflokkameistara-
mótinu í sundi um síðustu helgi sýnir
svo ekki verður um villst hverju hægt
er að áorka á tiltölulega skömmum
tíma. Fyrir 9 mánuðum voru uppi
efasemdir um að Skagamönnum
tækist að halda sæti sínu í 1. deild-
inni í sundi. Með eljusemi sund-
mannanna og frábærum þjálfara
náðist það takmark. Að sigur ynnist
svo á Aldursflokkameistaramótinu
um helgina var nokkuð sem enginn
átti von á - ekki einu sinni bjartsýn-
ustu forráðamenn Sundfélags Akr-
aness. Aftur komu Skagamenn á
óvart. Kröftug stjórn félagsins, öflugt
foreldrafélag, áhugasamir krakkar
og þjálfari, sem lætursérekki allt fyrir
brjósti brenna. Hugi Harðarson hefur
á skömmum tíma hér á Akranesi
sýnt fram á að fáir þjálfarar innan
sundíþróttarinnar taka honum fram.
Það er gæfa Sundfélags Akraness
að hafa fengið hann til starfa. Ekki
aðeins hefur sundfólkið okkar stór-
bætt árangur sinn heldur hefur eld-
móður hans smitað út frá sér og
Sundfélagið er nú virkara en um
margra ára skeið. Haukur í horni
óskar Sundfélagi Akraness og
Skagamönnum öllum til hamingju
með þennan glæislega árangur og
vonar að sjálfsögðu að haldið verði
áfram á sömu braut.
• Viðtal Skagablaðsins við Björgvin
Björgvinsson, sem Haukur í horni
fékk leyfi til að lesa áður en blaðiðfór
í prentun, vekur upp þá spurningu
hvort ekki væri nú heilbrigðara ef allir
brygðust við áföllum sínum á sama
hátt og hann. Þrátt fyrir að hafa slas-
ast alvarlega í námuslysi á Sval-
barða í vor og hlotið örkuml af er
engan bilbug að finna á þessum
unga Skagamanni. Hann er staðráð-
inn í að horfa fram á veginn í stað
þess að barma sér og harma það
sem gerst hefur. Viðhorf hans leiðir
hugann að því hversu miklar smá-
sálir við hin erum oft á tíðum. Ekki
þarf nema minniháttar meiðsl eða
áföll í lífinu til þess að hugur okkar
fyllist svartnætti og við teljum allar
bjargir bannaðar. Hugarró Björgvins
Björginssonar ætti að verða okkur
öllum til eftirbreytni.
• Skatttekjur sveitarfélaga hafa ver-
ið mjög til umfjöllunar í fjölmiðlum að
undanförnu og þá einkum fyrir þá
sök að mörg sveitarfélög telja sig
bera skarðan hlut frá borði eftir skatt-
kerfisbreytinguna. Þeim er sífellt
skipað að sýna meira aðhald í rekstri
og framkvæmdum á meðan bruðlið
hjá ríkissjóði virðist aldrei ætla að
taka enda. Það er ekki nóg með að
ríkið auki tekjur sínar stöðugt heldur
er farið að seilast í vasa sveitarfélag-
anna. Og enn sér ekki högg á vatni.
6
Skaqablaðið_________Skaaablaðið
Skagamaðurinn Björgvin Björgvinsson var búinn að ákveða að
þetta sumar yrði það síðasta sem hann ynni við námagröft á Svalbarða.
Hann hafði unnið þar frá því síðla árs 1980og fannst tími til kominn að
söðla um og halda aftur niður til Noregs. Óvænt atburðarás síðla í maí
varð þess hins vegar valdandi að heimför hans bar mun fyrr að en hann
hafði átt von á og með allt öðrum hætti en hann hefði vafalítið kosið.
Eldur brýst út
Lífið gekk sinn vanagang í
Longyearbyen á Svalbarða, þar
sem námuvinnslan er stunduð, en
þann 23. maí síðastliðinn dró til
tíðinda. Mikill eldur braust út inni
í kolanámunni og magnaðist
stöðugt. Björgvin og félagar hans
í námubjörgunarsveitinni voru
kallaðir á vettvang til þess að berj-
ast gegn eldinum, sem geisaði 4 - 5
kílómetra inni í fjallinu. Sveitinni
var skipt í 6 manna hópa sem
unnu við slökkvistarf tvo klukku-
tíma í senn en komu síðan út til
hvíldar. Vinnutilhögun var þann-
ig að eftir hverja törn áttu menn
átta stunda hvíld. Björgvin lauk
sinni fyrstu vinnutörn um klukkan
11 að morgni þriðjudagsins 24.
maí. Hann hugsaði því gott til
hvíldarinnar framundan. Næsti
hópur tók strax við slökkvistarf-
inu og tíminn leið.
Örlagarík ákvörðun
Um klukkan 14 var hins vegar
óskað eftir tveimur sjálfboðalið-
um til viðbótar í baráttunni við
eldinn. Björgvin, sem býr yfir
mikilli reynslu eftir langan starf-
sferil í námunum, og félagi hans
buðu sig fram. Þetta reyndist
örlagarík ákvörðun. Skömmu eft-
ir að þeir félagar höfðu hafist
handa við slökkvistarfið að nýju
hrundi hluti þaksins í námu-
göngunum yfir þá báða. Björgvin
grófst allur, ef undan er skilinn
hægri framhandleggur, undir gló-
andi grjóthnullungum og náðist
ekki út fyrr en að hálfri annarri
stundu liðinni, þá stórslasaður og
skaðbrenndur. Félagi hans slapp
betur. Náðist út eftir hálftíma,
m.a. hryggbrotinn en slapp að
öðru leyti mun betur en Björgvin
ef hægt er að lýsa því þannig.
Björgvin var fluttur í ofboði í
sjúkrahús í Tromsö og þaðan til
Bergen tveimur dögum síðar.
Hann kom hingað heim til íslands
þann 22. júní síðastliðinn og hefur
dvalið á lýtalækningadeild Land-
spítalans síðan. Skagablaðið
heimsótti hann undir helgina og
ræddi við hann um slysið og til-
drög þess að hann fór að vinna
norður á hjara veraldar.
Ævintýraþrá
„Ætii það hafi ekki fyrst og
fremst verið ævintýraþrá og
löngunin til þess að reyna eitthvað
nýtt að ég hélt til Noregs árið
1978, þá 21 árs gamall," sagði
Björgvin. Hann dvaldi um
skamma hríð í Osló en hélt þaðan
til Kristiansand, þar sem hann
fékk vinnu á rafmagnsverkstæði.
„Mér líkaði ekki nógu vel í Krist-
iansand. Þar var allt morandi í
íslendingum, sem margir hverjir
voru þar í starfsþjálfun vegna til-
komu Járnblendiverksmiðjunnar
á Grundartanga. Þeir héldu mikið
saman og af því leiddi að maður
hafði miklu meira samneyti við þá
en Norðmennina. Fyrir vikið
lærðist manni norskan seint og
mér líkaði það ekki. Ég sagði því
upp vinnunni og hélt norður á
bóginn."
Vildi í herinn
Björgvin ferðaðist norður eftir
Noregi og leitaði að vinnu. Leitin
bar ekki árangur fyrr en í Mosj-
öen, þar sem hann fékk vinnu við
álver. í Mosjöen dvaldi Björgvin í
tvö ár. Honum líkaði vistin ekki
nema þokkalega og langaði í
meiri tilbreytingu. Hann fékk þá
flugu í höfuðið að sækja um inn-
göngu í norska herinn. Eftir hefð-
bundinn formála; umsóknir og
pappírsvinnu var honum sagt að
mæta tiltekinn dag haustið 1980.
Hann sagði því upp vinnunni sinni
Þetta er vélin sem Björgvin vann við lengstum á Svalbarða. Eins og sjá má er hún engin smásmíði.
Niðamyrkur og
lekir braggar
Aðkoman í Longyearbyen, en
svo heitir norski námuvinnslubær-
inn á Svalbarða, var ekki glæsileg.
Vistarverur námaverkamann-
anna voru lélegir braggar, „sem
varla héldu vatni eða vindi,“ eins
og Björgvin lýsti sjálfur. Til að
bæta gráu ofan á svart var algjör
vetur skollinn á og niðamyrkur.
Sökum legu Svalbarða dimmir þar
mun fyrr en t.d. hér á íslandi og
heita má að myrkur ríki allt fram
til vors. Sumarið er stutt en afar
bjart að sama skapi.
Stór hluti þeirra verkamanna
sem komu til Svalbarða hélt ekki
út nema í nokkrar vikur. Tilhugs-
unin um einangrunina, myrkrið
og svo viðmót hinna eldri og
reyndari sem þraukað höfðu lengi
varð mörgum um megn. „Þessir
eldri gerðu í því að brjóta okkur
niður og hvekkja á allan hátt,“
sagði Björgvin. Sjálfum gekk
honum vel að laga sig að aðstæð-
um. „Maður varð svo alveg eins
og karlarnir með tímanum og
skemmti sér við að taka nýliðana á
taugum."
Þegar Björgvin kom til Sval-
barða árið 1980 var þar kominn
flugvöllur. Fram að þeim tíma var
ekki um neinar ferðir að ræða frá
hausti til vors, þar sem ís er land-
fastur meginhluta vetrar. Tilhugs-
unin um að vera algerlega einang-
raður frá umheiminum fór illa
með fjölmarga, sem ýmist biluðu
á taugum eða frömdu jafnvel
sjálfsmorð.
Uppbygging
En á síðustu átta árum hefur
orðið ótrúleg breyting á Longye-
arbyen. Norsk yfirvöld hafa lagt
áherslu á að fá fjölskyldumenn til
Svalbarða og fyrir vikið hefur
bærinn fengið á sig allt annan blæ.
Þar er nú ýmis þjónusta, m.a.
skóli, og vistarverur eru allar aðr-
ar og betri. Hver starfsmaður hef-
ur sína eigin íbúð. Unnið er á
vöktum í námavinnslunni og þeg-
ar Björgvin hóf þar störf var ekki
gefið frí nema annan hvorn sunn-
udag. Nú er hins vegar frí allar
helgar, bæði laugardag og sunnu-
dag.
Svalbarði er ekki aðeins mjög
sérstakt landsvæði frá jarðfræði-
legu sjónarhorni heldur einnig
mannfræðilegu. Þar eru nefnilega
auk Longyearbyen tveir rússnesk-
ir bæir, sem lúta þó lögsögu
Norðmanna. Nokkurt samneyti
er á milli rússnesku bæjanna og
Longyearbyen og er t.d. keppt í
íþróttum reglulega auk þess sem
Rússarnir eru sólgnir í allan vest-
rænan og japanskan varning. Eru
vöruskipti því tíð en fara alltaf
fram fyrir luktum tjöldum.
50 árum á eftir
„Það er eins og að detta 50 ár
aftur í tímann að koma í þessa
bæi,“ sagði Björgvin. „Þeir eru
ákaflega langt á eftir á öllum svið-
um og hús jafnt sem allur tækja-
kostur ákaflega gamaldags. Hjá
okkur eiga allir t.d. vélsleða en
hjá þeim eru aðeins fáir slíkir.
Sama máli gegnir um byssur, sem
eru þó nauðsynlegar vegna hætt-
unnar sem getur stafað af ísbjörn-
um þegar vetur skellur á. En þetta
er allt saman besta fólk og vin-
gjarnlegt þótt við höfum oft hent
gaman að vinnsluaðferðum þeirra
í námunum og jafnvel efast um að
þeir stundi nokkra kolavinnslu
þarna, svo gljáfægðar eru nám-
urnar þeirra!“
Hratt flýgur stund
Þrátt fyrir einangrunina á Sval-
barða og hinn ógnarlanga og
dimma vetur þar leið tíminn hratt
hjá Björgvin. Vinnan sá til þess.
Lítið um frí en sumarleyfin eru
hins vegar löng, 2 mánuðir minnst
og allt upp í 3 mánuði. Fríin not-
aði Björgvin til þess að ferðast um
heiminn og hefur farið víða. Ef-
laust hefði hann þó hugsað sér til
hreyfings fyrr ef hann hefði ekki
orðið ástfanginn af norskri stúlku.
Þau giftu sig 1982 og eignuðust
son, Torkel að nafni. Þau slitu
hins vegar samvistum fyrir hálfu
öðru ári en eiginkonan tók að ger-
ast þreytt á dvölinni á Svalbarða
og vildi heim til Norður-Noregs.
Björgvin hefur reglulegt samband
við eiginkonuna fyrrverandi og
soninn ogt.d. voru þeir feðgar hér
á Skaganum í 2 mánuði í vetur.
Líkaði þeim stutta dvölin svo vel
að hann vildi helst ekki fara aftur.
Hvort það var íslandsdvölin eða
eitthvað annað fór Björgvin að
hugsa sér til hreyfings og ætlaði að
hætta í námunni í haust. Brottför-
in varð hins vegar skyndilegri en
hann átti von á. Skagablaðið bað
og húsnæðinu og tók sér langt
sumarfrí. Það notaði hann til þess
að ferðast fram og til baka um
Evrópu á „Inter-rail“ sem svo
mörg íslensk ungmenni hafa
reynslu af. Þegar ferðalaginu lauk
sneri Björgvin aftur til Noregs til
þess eins að komast að því að
umsókn hans um inngöngu hafði
verið synjað. Atvinnu- og hús-
næðislaus sá Björgvin að ekki
mátti við svo búið standa og hélt
enn norður á bóginn. Fyrir rælni
sótti hann um vinnu í kolanámu á
Svalbarða og fékk starfið. Launin
voru góð á norska vísu og að auki
njóta menn mikilla skattafríðinda
þarna í norðrinu. Borga ekki
nema 4% af tekjunum í skatta. Til
Svalbarða hélt Björgvin síðla árs
1980.
Longyearbyen á Svalbarða erfremur lítil og óhrjáleg byggð eins og sjá má á þessari vetrarlegu mynd.
Björgvin að lýsa atburðarásinni
þennan örlagaríka þriðjudag í
maí.
í fyrsta sinn hræddur
„Við buðum okkur fram tveir
þegar vantaði menn í baráttuna
við eldinn og héldum rakleitt inn
eftir að hafa fengið nokkurra tíma
hvíld. Ég var ekki búinn að vera
lengi inni í námunni þegar ég fann
til skyndilegs ótta, ótta sem ég
hafði aldrei fundið fyrir áður.
Manni lærist að „hlusta fjallið“
eins og sagt er með tímanum og
þannig gat maður oft skynjað
hvað var að gerast, brak hér eða
smellur þar gat gefið til kynna
hvað var í vændum. Einir sex sam-
verkamenn mínir höfðu látist af
völdum hruns á liðnum árum og
einn til viðbótar í eldsvoða en það
fældi mig ekki frá námunni. En
þarna inni fann ég til ónotatilfinn-
ingar þar sem ég var að berjast við
eldinn. Ég varð bókstaflega
hræddur í fyrsta sinn í námunni.
Ég tók þá ákvörðun að hraða mér
sem mest ég mátti frá eldtungun-
um en náði ekki í tíma áður en
þakið hrundi. Hefði ég verið kom-
inn 2-3 metrum lengra hefði ég
sloppið."
Hulinn glóandi grjóti
Björgvin grófst í einni svipan
undir haug af glóandi grjóti sem
hafði fallið úr göngunum. Aðeins
hægri framhandleggur hans stóð
upp úr grjótinu en það bjargaði
lífi hans að hann var með sérstaka
súrefnisgrímu og álkút á bakinu til
þess að endurvinna súrefni.
Þyngslin í grjótinu voru slík að
brjóstkassi Björgvins lagðist sam-
an undan honum og mölbrotnaði.
„Það var ónotaleg tilfinning að
upplifa það hvernig rifbeinin
brustu og brjóstkassinn lagðist
saman undan þunganum. Annað
lungað lagðist saman og það tók
að vætla blóð út um munninn á
mér. Ég fann ekki til sársaukans
því ég dofnaði allur upp strax. Ég
gerði mér enga grein fyrir því
hvort ég ætti björgunar von og var
alveg búinn að sætta mig við að
deyja þarna. Það var í raun miklu
auðveldara en ég hafði áður gert
mér í hugarlund. Nei, ég fór ekki
með neinar bænir en hugsaði til
fjölskyldunnar, einkum þó
drengsins míns litla.“
Björgun berst
Það tók félaga Björgvins hálfa
aðra klukkustund að bjarga hon-
um úr hrúgunni. Mestum erfið-
leikum var bundið að ná burtu
stóreflis bjargi, sem hafði fallið á
vinstri handlegg hans og lá yfir
hluta af vinstra fæti. TJm var að
ræða þriggja tonna grjót og þurfti
að beita vökvatjakki til að losa
Björgvin. Hann hélt ró sinni þrátt
fyrir alla ringulreiðina sem ríkti
eftir slysið. „Það var skrýtið að sjá
hvernig reyndir vinnufélagar mín-
ir brugðust við er þeim tókst að
grafa mig úr rústunum. Sumir
brustu hreinlega í grát og einstaka
7
Björgvin hefur dvalið á lýtalœkningadeild Landspítalans eftir að hann
kom heim en fer um helgina á Reykjalun í endurhœfingu.
gerði sér upp erindi til þess að geta
komist í burtu. En félagar mínir
sýndu þrek við björgunina og
unnu mikið afrek.“
Björgvin er skaðbrenndur eftir
hildarleikinn og ber merki hans
alla ævi. Taka þurfti vinstri fótinn
af við ökkla og fjórir fingur vinstri
handar, allir nema þumallinn, eru
þegar af. Hvort vinstri hendin nýt-
ist Björgvin, sem er örvhentur,
eitthvað er fram líða stundir er
óvíst. Þegar hann kom á sjúkra-
hús í Tromsö var allt hold brunnið
af vinstri hendinni frá olnboga og
niður úr. Læknar þar höfðu
ákveðið að taka handlegginn af
við olnboga er Björgvin var send-
ur til Bergen. Þar var þess freistað
að bjarga handleggnum með því
að græða bakvöðva á handlegg-
inn. Sú aðgerð tók heilar tólf
klukkustundir en alls hefur
Björgvin orðið að gangast undir
sex stóraðgerðir vegna slyssins.
Skagablaðið hefur það eftir starfs-
manni Landsspítalans að það hafi
verið lán Björgvins að komast
undir hendur læknanna í Bergen
því þeir séu snillingar í meðferð
alvarlegra brunasára. Björgvin
tekur undir þau orð.
„Umönnunin í Bergen var stór-
kostleg og hvort sem ég fæ mátt í
handlegginn aftur eða ekki er víst
að þessir menn framkvæmdu
kraftaverk á skurðarborðinu því
handleggurinn var brunarústir
einar," sagði Björgvin með stóí-
skri ró sem hann hélt allan tímann
á meðan Skagablaðið ræddi við
hann.
Aftur til Noregs
Þrátt fyrir þessa hræðilegu
reynslu er Björgvin síður en svo á
því að leggja árar í bát. Sagðist
meira að segja geta hugsað sér að
hefja störf í námu á ný ef ekki
kæmi til sú fötlun sem hann býr nú
við. „Ég ætla bara að jafna mig á
þessum ósköpum og stefni svo að
því að fara aftur út til Noregs og
hefja þar nám. Ég lauk aldrei
nema skyldunáminu hér heima en
hef nú hug á að læra eitthvað.
Auðvitað verður maður að haga
náminu í samræmi við þær
aðstæður sem nú hafa komið upp
en það hefur enga þýðingu að vera
að gráta það sem þegar hefur
gerst. Ég horfi bjartsýnn fram á
veginn og reyni að láta þetta slys
hafa eins lítil áhrif á mig og mögu-
legt er,“ sagði Björgvin Björg-
vinsson í lokin. -SSv.