Skagablaðið


Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 2

Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 2
2 Skagablaðið Til sölu Candy-þvottavél, rúm, svefnbekkur og sjón- varpsborð. Uppl. í síma 11194. Til sölu vel með farin frysti- kista. Uppl. í sima 12304. Til sölu Siemens ís- og frysti- skápur, verð kr. 35.000. Einnig 60 ára gamalt píanó, tilvaliðtil æfinga, verð kr. 35.000. Uppl. í síma 12709. Til sölu 200 lítra fiskabúr með öllum útbúnaði og um 20fiskum, stórumog smáum. Uppl. í síma 12567. Táta er týnd. Hún er hvít og gráfullorðin angórukisa. Hún er ómerkt og týndist 2. októ- ber. Þeir sem hafa séð hana síðan þá vinsamlegast láti vita í síma 12567 eða á Sól- eyjargötu 13 uppi. Vantar þig herbergi í Reykja- vík? Ef svo er hringdu í síma 91-672169. Til sölu furusófasett 3-2-1, röndótt áklæði: blátt og hvítt, og furusófaborð (allt frá IKEAj.Verðkr. 25.000. Uppl. í síma 13038. Til sölu ný og ónotuð Baukn- echt uppþvottavél, GS 481, tekur 12 manna matarstell. Uppl. í síma 11207 eftir kl. 17. Til sölu hjónarúm með springdýnum og náttborðum. Selstódýrt. Uppl. í síma 11073. Til sölu 280 I fiskikassar. Uppl. í síma 12531. Fundist hafa tveir nýlegir hvítir hjólkoppar upp á Þjóð- braut. Uppl. í síma 12421. Til sölu blár Silver Cross barnavagn, göngugrind, afruglari og 4 12” sóluð nagladekk. Uppl. í síma 13169 eftirkl. 20. Hressa stráka í efnilegri rokkhljómsveit bráðvantar æfingahúsnæði sem allra fyrst. Uppl. í síma 12394 (Pétur). Til sölu svart stálgrindarrúm, ein og hálf breidd, frá IKEA, með springdýnum. Uppl. í síma 13171. Til sölu 4 negld radial vetrardekk, Goodyear Ultra Grip 2 185/70 SR 14, í góðu standi. Uppl. í síma 12508. Til sölu Britax barnabílstóll. Verð kr. 2000. Uppl. í síma 12045. Til sölu fjórhjól, Suzuki 250, árg. '86. Uppl. í síma 13171 eftir kl. 17. Þessi lakkrís lœtur ekki mikið yfir sér og er í sjálfu sér ágœtis varningur. í honum er að finna fimm litarefni sem eru svokölluð E-efni, E104, E 127, E150 E153 og E 160e. Þegar betur er að gáð eru hér áferðinni litar- efnin kínólíngult, erýtrósín, karamellubrúnt, viðarkolsvart og beta- apó-karótenal. Hollustuvemd ríkisins og heilbrígðisnefndir og takahöndumsaman: Óhöpp und- ir hlíoum Akrafjalls Tvö bílslys urðu undir hlíð- um Akrafjalls í síðustu viku. Talsvert tjón varð á bifreið- unum í báðum tilvikum en slys urðu engin á fólki. Fyrra óhappið varð á móts við Kjalardal, við norðanvert Akrafjallið, á fimmíudag. Þar valt bifreið og virðist hafa farið nokkrar veltur áður en hún stöðvaðist á hjólunum. Ökumaður var fluttur á sjúkrahúsið en var ekki talinn alvarlega slasaður. Síðara óhappið varð á sunnudagskvöld, undir suðurhlíðum Akrafjalls. Þar var bifreið ekið út af. Tveir voru í henni en hvorugan sak- aði. Tjón varð hins vegar nokkurt. fulltrúar um land allt Skera uppherör gegn lélegum umbúöamerkingum Hollustuvernd ríkisins hyggst nú með fulltingi heilbrigðisnefnda- og fulltrúa um land allt skera upp herör gegn lélegum merkingum á neysluvörum. Svonefndar E-vör- ur verða settar sérstaklega undir smásjána og almenningur upp- lýstur um hverjar þær eru. E- vör- ur er samheiti yfir aukefni sem leyfð eru í matvælum. Þann 1. september síðastliðinn tók gildi ný reglugerð um merk- ingu neytendaumbúða fyrir mat- væli og aðrar neysluvörur og önn- ur um aukefni í matvælum og öðr- um neysluvörum. Þessar reglu- gerðir tóku gildi við birtingu í Stjórnartíðindum framangreind- an dag en matvælaframleiðendur, innflytjendur og aðrir dreifinga- raðilar fá aðlögunartíma til næstu áramóta. Þá er heimild fyrir því að veita tímabundnar undanþág- ur til að koma á nauðsynlegum breytingum varðandi notkun auk- efna og umbúðamerkingar. Að sögn Guðna Halldórssonar, heilbrigðisfulltrúa, hefur verið prentaður lítill bæklingur, þar sem getur að líta skrá yfir öll leyfi- leg E- efni í matvælum. Þessi bæklingur stendur öllum til boða sem áhuga hafa á að nálgast hann og frá og með næstu helgi liggur hann frammi á Sjúkrahúsi Akra- ness. Einnig verður hann að fá í Akraness Apóteki og svo á skrif- stofu heilbrigðisfulltrúa. Guðni hvatti Akurnesinga ein- dregið til þess að nálgast bækling- inn því með því að kynna sér inni- hald hans fengi fólk fullvissu fyrir því hvað það væri að láta ofan í sig. Fjöldi aukefna, sem oftlega eru aðeins einkennd með bók- Brotist var inn á tveimur stöð- um á Breiðinni um helgina án þess að séð verði að einhverju hafi ver- ið stolið. Brotist var inn á skrifstofur Olíufélagsins, Esso, brotin þar rúða og rótað í hirslum fyrirtækis- ins. Við fyrstu vettvangsrannsókn varð þó ekki séð að neinu hefði verið stolið. stafnum E og svo talnaröð, væri notaður í matvæli og reglur væru um hver þessara efna mætti nota í tilteknar vörur og í hvaða magni. Þær reglur væri reyndar ekki að finna í umræddum bæklingi en hægt væri að fá nánari upplýsingar þar að lútandi hjá sér. Þá var einnig farið inn á skrif- stofu í nýbyggingu Hafarnarins neðst við Vesturgötu og rótað þar í hirslum. Ekki varð séð að neinu hefði verið stolið. Rannsókn beggja þessara inn- brota er nú á frumstigi en ekki er talið loku fyrir það skotið að sömu aðilar hafi verið að verki í báðum tilvikum. Hækkun H AB frestað Stjórn Hitaveitu Akraness og Borgarfjarðar hefur samþykkt að fresta gildistöku 1,6% hækkunar á vatnssölutaxta sem taka átti gildi þann 1. september sl. og koma til innheimtu um síðustu mán- aðamót. Ranghermt var í Skagablaðinu í síðustu viku, að umrædd hækkun væri 8,67%. Sú hækkun tók gildi 1. ágúst sl. Beðist er vel- virðingar á þessari missögn. Brotist im á tveim- ur stöðum á Breiðinni Spuming vikunnar - Horfðir þú á útsendingar sjónvarpsins frá Seól, hvað fannst þér um árangur okkar fólks? Sigurður Maríus Sigurðsson: Já, að nokkru leyti. Árangurinn var ekki nógu góður t.d. hjá hand- boltamönnunum. Benjamín Jósefsson: Ég sá eitt- hvað af þessu. Árangur okkar fólks var í daprara lagi. Sesselja Jónsdóttir: Ég horfði á nokkrar útsendingar, frá sundi og handbolta. Mér fannst okkar fólk standa sig vel, það var undir miklu álagi. Það er ætlast til of mikils af þeim. Steinunn Björnsdóttir: Ég horfði lítið á útsendingarnar, þær voru á óheppilegum tíma. íslendingarnir stóðu sig vel. Það er leiðinlegt hve illa er talað um árangur þeirra. Skagablaöið Ritstjóri og ábm.: Sigurður Sverrisson ■ Ljósmyndari: Árni S. Árnason ■ Auglýsingar og dreifing: Árni S. Árnason ■ Innheimta: Ellen Blumenstein ■ Setning, umbrot, filmuvinna og prentun: ■ Borgarprent ■ Útlit: Skagablaðið ■ Ritstjórnarskrifstofa er að Skólabraut 21, 2. hæð, og er opin allavirkadagafrákl. 10-17. ■ Símar 12261 og 11397 ■ Póstfang: Pósthólf 170, 300 Akranes.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.