Skagablaðið


Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 3

Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 3
Skaaablaðið Hugleiðing um nýafstaðna Olympíuleika: Dópaðar sálir í djönkuðum líkama Mikið hefur að vonum verið rætt og ritað um frammistöðu íslensku keppendanna á Olym- píuleikunum í Seól. Margir hafa hellt úr skálum reiði sinnar og fundið keppendunum allt til for- áttu en einstaka maður hefur fjall- að um „ófarirnar“ í léttum dúr. Einn þeirra er Jóhannes Sigur- jónsson, ritstjóri Víkurblaðsins á Húsavík. Hann fjallaði um þetta vinsæla umræðuefni í síðasta leiðara blaðs síns. Skagablaðið fékk leyfi hans til þess að birta leiðarann í heild sinni. Fer hann hér á eftir: „Við íslendingar getum borið höfuðið hátt á ýmsum sviðum um þessar mundir og þá ekki síst á Olympíuleikum. Ámeðan afreks- menn annarra þjóða geyast um með dópaðar sálir í djönkuðum líkama og sópa til sín verðlaun- um, dröttumst við áfram með okkar heilbrigðu sálir í hraustum en hægfara líkama og komum síð- astir í mark, eða þar um bil. Gamli ungmennafélagsandinn liggur enn eins og mara á íslensk- um þátttakendum og kemur í veg fyrir að þeir geti aukið mátt sinn og megin með hæfilegri hormóna- neyslu og efnainngjöf sem auð- veldar öðrum keppendum að sækja á brattann til Olympstinda. Og meðan íslensku keppend- urnir fara á taugum hver í kapp við annan, synda útlendingarnir um afslappaðir og í sæluvímu, eða a. m. k. vímu, rétt eins og þeir væru að keppa um héraðsmeist- aratitil í Þingeyjarsýslum, eða eitthvað ámóta merkilegt. Sjálfsagt vilja margir ofstækis- fullir þjóðernissinnar að íslenskir íþróttamenn fylgi fordæmi erlendra meistara og kalli til lækna og efnafræðinga til að gera úr þeim ósigrandi Frankenstein- skrýmsli, þannig að við getum keppt á jafnréttisgrundvelli við aðrar þjóðir. Þetta er hins vegar ekki nauðsynlegt, einfaldlega vegna þess að okkar tími mun koma. Okkartími mun koma þeg- ar geðveikisleg barátta stórveld- anna um gullið mun leiða þau út í lyfjagjöf yfir alla línuna. Sem leið- ir svo til þess að 20 - 30 efstu menn í hverri grein verða dæmdir úr leik. Og þá er orðið stutt í það að hið hefðbundna sæti íslendinga á Olympíuleikum, „sjðasta sæti í sínum riðli á nýju íslandsmeti", verði í raun fyrsta sætið og gullið verður okkar. Hinir síðustu verða fyrstir, eins og stendur í hinni góðu bók. Að framansögðu má vera ljóst, að það er algjör ósvinna að vera að gagnrýna árangur Islendinga. Þvert á móti eigum við að vera stoltir af okkar heilbrigðu, hraustu og hægfara íþróttamönn- um, sem sýna eðlilega taugaveikl- un þegar mikið er í húfi. Við skul- um heldur kenna íslenskum stjórnmálamönnum um slakan árangur íþróttamanna í Seoul. Því hvernig er hægt að ætlast til þess að þjóðfélagslega þenkjandi íþróttamenn geti einbeitt sér að köstum og boltaleikjum, þegar þeir vita að allt er í hers höndum heima á gamla Fróni, þar sem anarkisminn ríður húsum og verð- bólga á næsta leiti? Það er enginn vafi á því að stöðugleiki í stjórnmálum hér heima hefði leitt til þess að Einar hefði kastað 85 metra og hand- boltaliðið rúllað Svíum upp. Og því er sjálfsagt að kenna stjórn- málamönnum um ófarir Olympíu- fara eins og allt annað í landinu og er lenska hér.“ VETI V0LV0-MA2DA-LADA- DAIHATSU □ 1. Skipt um kerti og platínur □ □ 2. Blöndungur hreinsaður og □ stilltur □ □ 3. Frostlögur mældur □ 4. Vél stillt (ný og fullkomin stiliitölva) □ □ 5. Loftsía og bensínsía - athugaðar □ □ 6. ísvari settur á bensíntank □ 7. Mæling á rafgeymi og hleðslu □ 8. Hreinsun og feiti á rafgeymsasambönd □ 9. Viftureim athuguð og stillt □ 10. Rúðusprautur stilltar og frostvari settur á □ 11. Þurrkublöð athuguð 12. Loft í dekkjum mælt 13. Silicon sett á þéttikanta 14. Slag í bremsu- og kúplings- pedölum athugað 15. Undirvagn athugaður (demparar, púst, fóðringar) kanta, kerti, platínur Verðaðeins: 4cylindrameðelektrónískrikveikju kr. 6.500,- 4 cylindra með platínukveikju kr. 6.800,- Önnumst einnig vetrarskoðun á öðrum tegundum bíla. BIFREIÐAVERKSTÆÐI GUÐJÓNS&ÓUFS Iíaliiiaiisvölluni 3-S11795 Er eitttavað að? VAINTARWG ÚLPU? VANTARÞIG FRAKKA? VANTAR WG BUXUR? - VANTARWG SKYRTU? VANTARWG PEYSU? VANTARWGSKÓ? - VANTAR WG JAKKAFÖT? - EÐA KANNSKIBARASOKKA? HA? Pó það sé eitthvað annað sem þig vantar er góður möguleiki á að þú fáirþað hjá okkurþví úrval- ið hefuraldrei verið meiral F.kki er ráð nema í tíma sé tekið Eigum allt til eldvama; slökkvi- tæki, reykskynjara, brunaviðvörun- arkerfi. Allt viðurkenndar vörur. ELDVARNARÞJÓNUSTAN ÞJÓÐBRAUTl-S 13244

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.