Skagablaðið


Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 1

Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 1
Sjötíu manns missa vinnuna - öllu starfsfólki Hafamarins sagt upp Jaðarsbakkalaugin. Bygging hennar œtlar að verða bœjaryfirvöldum erfiður biti í hálsi, a.m.k. hvað varðar kostnað. „Við eru búnir að láta bjóða okkur þetta ástand allt of lengi,“ sagði Guðmundur Pálmason, framkvæmdastjóri Hafarnarins, sem sagði upp öllu starfsfólki sínu um síðustu mánaðamót. Alls eru það um 70 manns sem missa atvinnuna. Að sögn Guðmundar eru rekstr- Möraum spumingum ósvaraö „Ljóst er að þrátt fyrir mikið umfang svarar þessi skýsla ekki öllum þeim spurningum sem brenna á mönnum. Því þykir nefndarmönnum rétt að mæta á fund með öllum bæjarfulltrúum og yfírmönnum bæjarskrifstofu. Þar geti menn fengið svör við þeim spurningum sem ósvarað kann að vera í þessari skýrslu.“ Svo segir í niðurlagi „sundlaug- arskýrslunnar" margfrægu sem rædd var á sérstökum fundi sl. þriðjudag og gerð opinber í kjöl- farið. Skýrslan sem er að mestu leyti byggð upp á reikningsyfirlit- um varpar í raun ekki nema tak- mörkuðu ljósi á hvað úrskeiðis fór við byggingu laugarinnar og varð þess valdandi að hún fór jafn langt fram úr áætlun og raun bar vitni. Skýrslan sýnir hinsvegar gífurleg- an mun á áætlun og rauntölum, hver sem skýringin kann að vera. arerfiðleikar fyrirtækisins mjög miklir og hafa vandamálin hrann- ast upp. Var því gripið til þess að segja öllu starfsfólkinu upp. Sum- ir hafa stuttan uppsagnarfrest en aðrir allt upp í þriggja mánaða og hætta því um áramótin. Uppsagnir starfsfólks hjá Haf- erninum koma beint í kjölfar upp- sagna alls starfsfólks Akraprjóns og Stuðlastáls, sem áður hefur verið greint frá í Skagablaðinu. Ástandið nú virðist ekki ósvip- að því sem var fyrir réttum fjórum árum er fiskvinnslufyrirtækin voru öll á heljarþröm. Alvaran í atvinnulífinu virðist þó jafnvel enn meiri nú því erfiðleikar hafa gert vart við sig í öðrum atvinnu- greinum eins og uppsagnir Akra- prjóns og Stuðlastáls, tveggja gerólíkra fyrirtækja, bera með sér. Fundaðmeð þingmönnum Bæjarstjórn Akraness fundaði síðdegis í gær með alþingismönn- um Vesturlandskjördæmis en fundir sem þessir hafa verið árviss viðburður um þetta leyti. Fundir þessir snúast alla jafna um fjármál og framkvæmdir og ekki er að efa að fundurinn í gær hefur verið á þeim nótum einnig. Þingmennirn- ir voru „trakteraðir" á dýrindis kræsingum en hvort þær ráða ein- hverju um aukið fjárstreymi til bæjarins verður svo bara að koma í ljós þegar fjárlagafrumvarpið sér dagsins ljós. Bæjarfulltrúar og þingmenn Vesturlandskjördœmis um það leyti erfundurinn að Heiðarbraut 40 hófst. Skyttumar þrjár teknar fyrir ólöglega skotveiði „Afli og veiðarfæri gerð upptæk.“ Þetta er setning sem hljómar kunnuglega þegar skip eða bátar hafa verið gripin við meintar ólöglegar veiðar. Öllu sjaldgæfara að svona sé tekið til orða þegar fuglaskyttur eru á ferðinni. Þessi gamalfræga setn- ing á hins vegar vel við um atburð sem lögreglan á Akranesi hafði afskipti af nýverið. Þrjár skyttur voru þá leitaðar uppi eftir að kvartað hafði verið undan skothvellunum sem ómuðu um allt land Innsta-Vogs og jafnvel víðar. Meðferð skot- vopna er stranglega bönnuð inn- an marka bæjarlandsins og fór lögreglan því á stúfana. Engar fundust skytturnar þegar að var gáð en hins vegar kom bifreið, sem lagt var við gömlu loðnu- þróna lögreglunni á sporið. Það var svo eftir nokkra eftir- grennslan að skytturnar fundust. Höfðu þær þá skotið þrettán stokkendur sér til matar. Voru skytturnar færðar til yfirheyrslu og skotvopnin tekin af þeim sem og endurnar þrettán. Eiga mennirnir þrír von á sektum fyrir athæfið. Metaðsókn að Foxtrot Eigi færri en 840 Skaga- menn sáu þrjár sýningar kvik- myndarinnar Foxtrot í Bíóhöllinni í vikubyrjun. Þessi mikla aðsókn hefur orð- ið til þess að efnt verður til aukasýningar á myndinni í kvöld. Þetta er langbesta aðsókn að mynd í langan tíma hér á Akranesi að sögn Leifs Eiríks- sonar, framkvæmdastjóra Bíóhallarinnar. Svo mikið hefur gengið á í miðasölunni að hurðapumpan hefur brotnað á öllum sýningum. Nú er spurningin hvort pump- an lætur undan í fjórða sinn.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.