Skagablaðið


Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 12

Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 12
Munaði minnstu að illa færi í eldsvoða að Heiðarbraut á sunnudagskvöld: Heimilisfólkiá bjarg- aðist á elleftu stundu Slökkviliðsmenn voru fljótir á vettvang á sunnudagskvöld ogeru hérrétt nýkomnir á staðinn. Snör viðbrögð húsmóðurinnar, sem var að koma heim um kl. 22.40 á sunnudagskvöld, hafa sennilega ráðið miklu um að ekki fór verr en á horfðist er eldur varð laus í gömlu timburhúsi við Heið- arbraut, gömlu Klöppinni eins og margir bæjarbúar kannast e.t.v. betur við húsið. Fjölskylda konunnar var í íbúð- arhúsinu er hún varð eldsins vör en allir sluppu án meiðsla. Eldur- inn kom upp í kjallara hússins og talið er að hann hafi kviknað út frá frystikistu. Það varð íbúunum til happs að nýlega var búið að klæða kjallara- loftið með steinull og því náði eldurinn ekki að læsa sig í loftið og komast þannig á milli hæða. Tjón varð talsvert í brunanum en vel gekk að ráða niðurlögum eldsins. Þetta er í annað sinn á nokkrum misserum að nýleg steinullar- klæðning varnar eldi frá því að berast á milli hæða í íbúðarhús- um. Á síðasta ári kviknaði í íbúð- arhúsi á Bárugötunni og þar réði steinullarklæðning mestu um að eldur barst ekki á milli hæða. Blóötaka hjá bænum! Þeir komu svo sannarlega ekki að tómum æðum fulltrúar blóðbankans er þeir fengu starfsmenn bæjarskrifstofunnar í heimsókn í Vinaminni, þar sem þeir voru í blóðsöfnunarleiðangri í fyrradag. Undirtektir voru mjög góðar eftir hádegið og er óhætt að segja að blóðið hafi runnið í stríðum straum- um. Myndin hér að ofan er af Jóni Pálma Pálssyni, bæjaritara, í „blóðtöku." Tollvörugeymsla á Akranesi yröi ekki hagkvæm „Tilkoma tollvörugeymslu á stöðum utan Reykjavíkur virðist ekki vera sá hvati til aukningar heildverslunar sem menn höfðu vænst.“ Þetta er tilvitnun í niður- stöður skýrslu vinnuhóps sem komið var á fót til þess að kanna hagkvæmni og ávinning þess að setja á stofn tollvörugeymslu á Akranesi. Vinnuhópinn skipuðu þeir Jón Sigurðsson frá Málningarþjónust- unni, Gunnar Valur Gíslason frá V-T teiknistofunni og Þorgeir Jósefsson frá Þorgeir & Ellert hf. Hópurinn ræddi við fulltrúa versl- unarmanna og hugsanlega hags- munaaðila á fundi í sumar. Skiptar skoðanir voru um þörf og hagkvæmni tollvörugeymslu; sumir töldu hana geta bætt grund- völl viðskipta og verslunar en aðr- Rústimar frá landnámsöld? Svo kann að vera að steinhleðsl- ■ an, sem komið var niður á er verið var að grafa fyrir undirstöðum að reykháfí gamla Garðahússins fyrir skömmu, sé frá landnámsöld. Að sögn Gunnlaugs Haraldssonar, safnvarðar að Görðum, en hann er jafnframt fornleifafræðingur, er ógerningur að segja til um aldur steinhleðslunnar með vissu en Ijóst er að hún er mjög gömul, „jafnvel frá landnámsöld," svo vitnað sé beint í orð hans. Án þess að nokkuð væri staðhæft sagði Gunnlaugur Ijóst, að þarna hefðu menn komið niður á mjög fornar mannvistarleifar. Unnið hefur verið við uppgröft frá því Skagablaðið skýrði fyrst frá þessum fornleifafundi fyrir hálfum mánuði. Eins og staðan er nú er þó ekki talin ástæða til þess að halda uppgreftrinum áfram, þar sem ekkert hefur enn komið fram sem fært getur óyggjandi sönnur á aldur hleðslunnar. Engin gjóskulög hafa fundist við uppgröft- inn utan hvað svart, fínkornótt gjóskulag hefur fundist í torf- hleðslu. Mikið rask hefur orðið í efri lögum jarðvegsins og bendir til róts af völdum byggingafram- kvæmda síðari tíma, m.a. núver- andi steinhúss. Þá hafa heldur engir munir fundist sem styðja aldursgreiningu. Hin einfalda steinhleðsla sem komið var niður á um hálfan ann- an metra undir gólfi Garðahússins gamla liggur í gróðursnauðri leir- mold, ísaldarleir, og styrkir Gunnlaug að eigin sögn í þeirri trú að hér sé um mjög gamla hleðslu að ræða. Gunnlaugur sagði í spjalli við Skagablaðið, að uppgreftrinum yrði hætt að sinni og holrúmið undir gólfinu fyllt með möl. Þann- ig yrðu þessar minjar kortlagðar og aðgengilegar í framtíðinni ef áhugi reynist fyrir frekari upp- greftri síðar, en að sínu mati væri ekki aðstaða til að halda frekar áfram að svo stöddu. ir töldu engan grundvöll fyrir slíkri starfsemi í ekki fjölmennara byggðalagi. Niðurstaða vinnuhópsins var sú, eftir að hafa rætt við aðila inn- an bæjarins jafnt sem forsvars- menn tollvörugeymsla annars staðar á landinu, að breyttar for- sendur í innflutningi gerðu það að verkum að tollvörugeymsla væri ekki jafn arðbært fyrirtæki og var t.d. þegar Tollvörugeymslan hf. í Reykjavík var sett á stofn fyrir aldarfjórðungi. Þá var algengt að aðflutningsgjöld væru 1,5 falt fob- verð vöru. Nú eru þau hæst 20% af fob-verði. Einnig segir í niðurstöðum vinnuhópsins að væntanleg velta tollvörugeymslu yrði ekki nema 2 - 2,5 milljónir króna á ári og því tæpast hagkvæmt að setja hana á stofn. í niðurstöðunum segir svo orðrétt: „Hagkvæmasta rekstrar- form tollvörugeymslu teljum við vera það, að einkaaðili (Þ.Þ.Þ.) reki geymsluna. Einkaaðili gæti nýtt hana til annarra þarfa og þannig minnkað reksturskostnað við hana verulega.“ íslensk- portúgalska gjaldþrota Fyrirtækið íslensk-portú- galska hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta og í kjölfar- ið verður öllum verslunum fyrirtækisins, sem reknar voru undir heitinu Tipp-Topp víðs vegar um landið og m.a. hér á Akranesi, lokað.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.