Skagablaðið


Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 8

Skagablaðið - 06.10.1988, Blaðsíða 8
8 Skaaablaðið i^n ÓlafurT. Elíasson skrifan 45 ARA Í«)A1 Nitiot lwwlfíi: S\ IINBJÓKVI. INvSON H \KI OSK \RSSON ; iraml'*m*ias»j«rn-. III.\ M R OSH VRSSON I JON IK\(.{,V VSON Foxtrot Vegna gífurlegrar aðsóknar á íslensku stórmyndina Foxtrot verður aukasýning á myndinni aðeins þetta eina kvöld. 840 manns hafa þegar séð myndina þannig að þú skalt ekki missa af henni. Sýndkl. 21 fimmtudag. Örvænting (Frantic) Oft hefur hinn frábæri leikari Harrison Ford borið af í kvik- myndum, en aldrei eins og í þess- ari stórkostlegu mynd, „Frantic", sem leikstýrð er af hinum snjaila leikstjóra Roman Polanski. Sjálf- ur segir Harrison Ford: Ég kunni vel við mig í „Witness" og „Indi- ana Jones" en „Frantic" er mín besta mynd til þessa. Sjáðu úrvalsmyndina „Frantic" Sýndkl. 21 föstudag, sunnu- dag, mánudag ogþriðjudag. BIÓHÖLLIN -BÍÓMEÐSÁL. Nú var gámngum skemmt Agæti lesandi! Margt hefur ver- ið til að gera unga útgerðar- manninum á Villa AK-112 lífið bölvi blandið undanfarnar vikur. Fyrst að missa bátinn sinn með öllum veiðarfærum og síðan að lesa öll þau skrif, bæði sönn og ósönn, í kjölfarið. Bið ég hann afsökunar á mínum þætti í þeim skrifum. Það er ósk mín í þessu erfiða máli unga manninum til handa, að hann fái bát sinn bætt- ann sem og annað sem hann missti í þessu óhappi svo hann megi halda glaður til hafs á ný öllum til hagsældar. Það verður að segja hverja sögu sem hún gengur. Að afloknum hádegisverði (saltfiski og Stein- grímsvellingi) barst mér í hendur 33. tbl. Skagablaðsins. Þar bar að líta grein eftir Stefán L. Pálsson. Þessi sjálfskipaði málsvari trillu- karla og sjómanna þeyttist fram á ritvöllinn engum til góðs og sendi okkur Skagamönnum og Skaga- blaðinu heldur kuldalegar kveðj- ur og umsagnir. Þetta fór eðlilega í taugarnar á mér svo ég skaut smávegis á hann eða gaf honum inn eins og sagt er á sjómannamáli. Það þoldi gaur- inn ekki, goðið reiddist, flóann kembdi og ruddist nú garmurinn fram á Gáska-ferð, reiður vel og fullur vandlætingar. Froðan vall undan svörtum pennanum og æðar tútnuðu á svörtu, vind- stroknu og veðurbörðu andlitinu. Takmarki mínu var náð. En yfir mig reið alda orðs og æðis svo mjög að sálarfley mitt fór á bólakaf. En það birti upp um síðir. Með rifin segl náði ég áttum og hélt heim á leið með það í huga að aðgát skal höfð í nærveru sálar. En af afvítans prakkaraskap vil ég, ágæti lesandi, skfrskota til nokkurra valdra klausa eftir Stef- án Lárus Pálsson svo þú missir nú ekki af neinu. „Það að smjatta á óförum ann- arra og að vera viljugur að trúa því versta um náunga sinn auk þess að nota „ónefndan mann“ sem heim- ild er slakasta sort fréttamennsku, hvort sem er manna á milli eða hvað þá í fjölmiðlum sem vilja láta taka sig alvarlega.“ Eykur það velvild og vinarhug í þessu ágæta plássi að skrifa svona? Ber þetta ekki vott um kjafthátt og illindi? Önnur klausa eftir Stefán L. Pálsson í sömu sjóslysagrein: „Sem dæmi um þekkingu eða vanþekkingu og trega athyglis- gáfu meirihluta fólks: Skíni sólin glatt, sé sólbaðsveður undir húsveggjum, megum við trillu- sjómenn sæta sífelldum glósum séum við ekki rónir fyrir allar aldir þótt norðaustanstrengurinn hvítkembi Faxaflóa. „Hvað ertu ekki á sjó - ha?“ spyrfólk þó mað- ur standi augliti til auglitis við við- mælanda. Já, landkrabbinn þyk- ist vita betur eða hvað?“ Ék var áhorfandi að því þennan ágústmorgun að menn á hraðbáti merklum Slysavarnarfélaginu í bak og fyrir lctu liafa sig til þcss að gera allögu að hröktum skipbrots • manni til þess cins að koma hon- um scm fyrst í yfirheyrslu hjá dómstóli og ncfntl sjóslysa. Þessi fcrð sjóhrakins manns á skjól- lausri gúmmíluðru var gjörsam- lcga út í hött. Skipbrotsmaðurinn var í góðu yfirlæti um borð í Enoki AK 8, sem var væntanlegur til hafnar á miðjum degi. Ekki veröur séð að fjársé vant til kaupa á eldsneyti björgunarbáts ef nota á hann að staðaldri til viðlíka gagnlegra nota. ^ Enoksmenn tijSTguðu féiaga-sfnum og var Hluti úr grein Stefáns L. Pálsson- ar, sem Ólafur notaði sem heim- ild. Ágæti lesandi. Þessi frásögn speglar nokkuð viðhorf trillu- karlsins Stefáns L. Pálssonar til okkar landkrabbanna. Það þarf töluvert ímyndunarafl og reifan þankagang til að koma svona lög- uðu á prent. En þess má ég þó geta, að hafa átt þrjá mjög litla trillubáta í félagi við aðra og stundað grásleppuveiðar í ein 5 sumur, að vísu með annarri vinnu, og kannast ekki við glósur Söfnuðu fyrir Hjálpina Þessir tveir ungu menn efndu ásamt félaga sínum til hlutaveltu til styrktar Björgunarsveitinni Hjálpinni. Álls söfnuðust um 1500 krónur, sem Skagablaðið var beðið að koma á framfæri. Ungu mennirnir á myndinni eru Auðunn Ómar Kristbjarnarson (t.v.) og Hilmar Bragi Þráinsson. Vinur þeirra, Birgir Örn Valsson, var veikur þegar myndin var tekin. af þessum toga. Og enn lét Stefán L. Pálsson dæluna ganga: „Það hefur verið venja að fagna skipreika mönnum og hlúa að þeim eftir bestu getu þegar þá hef- ur borið að landi eftir að hafa sloppið lifandi úr sjávarháska. Síðustu viðbrögð hér sýna að því sé lokið að því er best verður séð.“ „Ég vil taka það skýrt fram hér í þessari grein, að ég er ekki heim- ildarmaður eða rannsóknarmaður sjóslysa og hef einungis unnið mér það til óhelgis að mótmæla svona þvættingi. Auðvitað erum við Akurnesingar, sem erum flestir ef ekki allir afkomendur þeirra, sem háðu harðneskjulega lífsbaráttu við Ægi og dætur hans héðan frá Akranesi, tilbúnir að hlúa að öll- um þeim sem lenda í slysum og sjávarháska. Það er engin spurn- ing og ekki svara vert. En hvað gengur Stefáni L. Pálssyni til? Og enn heldur Stefán áfram með sín undarlegu skrif. Hann segir svo frá: „Ég var áhorfandi að því þenn- an ágústmorgun, að menn á hrað- báti merktum Siysavamaféiaginu í bak og fyrir létu hafa sig til þess að gera atlögu að hröktum skip- brotsmanni. Nú fer það ekki á milli mála, að Stefán Lárus Pálsson segist hafa vald á íslenskri tungu svo vel væri öðrum skiljanlegt í fullu samhengi svo hans eigin orð séu notuð. En gerði hann sér ekki grein fyrir því að orðið atlaga merkir að gera áhlaup, leggja til árásar. Nú, af fréttum í útvarpi og sjónvarpi mátti ætla að þarna hefðu allir verið boðnir og búnir til að gera sitt besta til bjargar bæði manni og bát og það er ég viss um, að hjörtu okkar Akurnesinga slógu í takt er við fréttum að sjómanninum var borgið. Það var fyrir öllu. En ég endurtek það sem ég hef- ur áður sagt, að það má Stefán Lárus Pálsson vita, að við viljum að um þessi mál sé fjallað af fyllstu sanngirni og sannleika og með fullri virðingu fyrir öllum sem í hlut eiga og þar á meðal Slysa- varnafélaginu. Það var ekki ætlun mín að draga Slysavarnafélagið í þessa leiðinlegu umræðu en það var nefnt á lævísan hátt eins og kemur fram í pistli Stefáns L. Pálssonar og pistillinn var mín heimild - því miður. Slysavarnafélagið er mér og mörgum öðrum afar kært og dái ég þetta fólk af báðum kynjum fyrir þeirra störf og drengskap. Það er ævinlega tilbúið til leitar, hvort heldur er á fjöll eða heiðar eða á sjó til bjargar og hjálpar nauðstöddu fólki, svo sem dæmin sanna. Þann 22. september sl. skrifaði ég grein og sagði m.a.: „Sem bet- ur fer hafa stórslys gerst fátíð á Akranesi hin síðari ár og má þar þakka betri skipakosti, nýjum tækjum og ekki síst Slysavarna- skóla sem fyrir tilstilli Slysavarna- félags íslands var settur á stofn.“ Stetán L. Pálsson telur ásamt ein- hverjum öðrum þetta fásinnu! Ég vil aðeins færa betri rök fyrir máli mínu. Þegar ég byrjaði til sjós með föður mínum árið 1949 voru hér tiltölulega smáir bátar. Hrefnan, Fylkir, Svanur, Sigur- fari, Valur, Fram og Keilir svo einhverjir séu nefndir. Tveir síðu- togarar voru hér, Bjarni Ólafsson og Akurey. Allir bátarnir voru illa búnir tækjum; engir radarar, eng- ir dýptarmælar og engir gúm- björgunarbátar og annar búnaður svo sem flotgallar sem nú eru sjálfsagðir og ber að fagna. Flestir togararnir í dag eru yfirbyggðir og vel tækjum búnir, loðnuskipin meðal þeirra bestu sem til eru í flotanum. Já, trillunum hefur fjölgað en eru betri bátar en sam- bærilegir bátar voru áður fyrr. Að lokum. Orðleppar eins og rembingur, dylgjur, kjaftasögur, blómstra, ættarrembingur, aula- fyndni, sæbarður og vindstrokinn dæma Stefán Lárus Pálsson best. Hann má vera síbernskur eða staðnaður í bernsku sinni fyrir mér. Svona lagað hrífur ekki á mína alkunnu værð og enn að lok- um þetta: Áræði, þrek og þraut- segja var lífsspeki gömlu skip- stjóranna sem ég kynntist og var með til sjós, þeirra Kjartans H., Elíasar G., Sigurjóns K., Þórðar P., jonmundar, Þórðar Ó., Helga f. og Guðmundar Sv., og fór hróður þeirra vítt um land og á ég þeim ævarandi þökk að gjalda. Læt ég nú þessum orðaskiptum lokið. Ólafur T. Elíasson. JC-fólk kynnir starf- semina JC Akranes efnir á laugar- dag kl. 14 til kynningar á starfsemi klúbbsins að Kirkju- braut 9. JC Akranes er nú senn átta ára og eru félagar 24 talsins. Að sögn þeirra Benjamíns Jósefssonar, forseta klúbbsins, og Sigurðar M. Sigurðssonar, gjaldkera, verður rakin saga hreyfingar- innar á íslandi, starfsævi JC Akranes sömuleiðis auk þess sem starfið verður kynnt í öll- um sínum myndum. Hálfum mánuð síðar verða nýir félagar svo teknir inn við hátíðlega athöfn. Mun forseti JC íslands, Barbara Wdow- iak, annast þá framkvæmd. Auk þeirra Benjamíns og Sigurðar eru þau Guðmundur Þorvaldsson, Sigrún Rík- harðsdóttir og Þórður Sveins- son í stjórninni. Guðmundur gegnir starfi ritara en hin tvö eru varaforsetar.

x

Skagablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.