Skagablaðið

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat

Skagablaðið - 12.10.1989, Qupperneq 8

Skagablaðið - 12.10.1989, Qupperneq 8
8 Skagablaðið Hiim svarthvíti heimur flokksblaðanna Þessi grein er sú þriðja í röðinni um útgáfu blaða á Akranesi. Sú fyrsta fjaiiaði um útgáfu Ólafs B. Björnssonar á blaðinu Akranes og birtist hún 135. tölublaði. í síðasta blaði var útgáfa Bæjarblaðsins, 1951-1960, skoðuð. Nú er röðin komin að pólitískum málgögnum flokksfélaganna á Akranesi. Þau blöð eru bæðl mörg og margvísleg og því hefur verið brugðið á það ráð að fjalla um þau í tveimur greinum. Sú fyrri birtist hér, en sú síðari bíður næsta blaðs. Lögð er áhersla á fyrri hluta út- gáfusögu þessara blaða, enda sá hluti eftirtektarverðari en það sem nær okkur er í tíma. Umfjöllun um pólitísku blöðin getur aldrei orðið annað en yfirborðs- leg þegar ekki er til þess meira svigrúm en raun ber vitni. En grein- arnar ættu þó að veita dálitla innsýn í þann anda sem umlék þessi blöð á árum áður, skoðað af þeim sem ekki þekkir af eigin raun. Stjórnmálafélög eiga heiður- inn af stórum hluta þeirra rita sem gefin hafa verið út á Akra- nesi. íslenskir stjórnmálaflokkar hafa nær allir átt sín málgögn á landsvísu, en þau hafa aðeins í litlum mæli gegnt því hlutverki að fjalla um baráttumál og berja á andstæðingum í bæjarpólitík- inni. Það hafa menn þurft að gera hver í sínum bæ, hér ekki síður en annars staðar. Pólitísk málgögn Skagamanna eiga sér meira en fimmtíu ára sögu að baki, en regluleg út- gáfa slíkra blaða hófst ekki fyrr en árið 1946. Þá kom Framtak þeirra Sjálfstæðismanna fyrst út. Tveimur árum síðar fæddust blöð sósíalista og Alþýðuflokks- manna, Dögun og Skaginn, en Framsóknarmenn á Akranesi eignuðust ekki eigið blað fyrr en árið 1961. Þá ýtti Daníel Agúst- ínusson Magna úr vör af þó nokkrum krafti. Alþýðuflokksmenn komu reyndar fyrstir fram á ritvöllinn hér á Akranesi. Þeir gáfu út Ár- roðann á árunum 1935 og 1936 og aftur fyrir kosningar 1946. Fyrstu tveir árgangar Árroðans voru fjölritaðir, en árið 1946 var blaðið prentað í fyrsta sinn. Um reglulega útgáfu á vegum Al- þýðuflokksins var þó ekki að ræða fyrr en Skaginn leit fyrst dagsins ljós föstudaginn 4. júní árið 1948. Til sölu Cub tölvulitaskjár, hægt að nota við videó. Verð kr. 12.000,-. Uppl. í síma 12045. Til sölu vegna brottflutnings: ísskápur, verð kr. 32 þús., sjónvarp, verð kr. 42 þús., saumavél, verð kr. 12 þús., svefnherbergis- og stofu- húsgögn og margt fleira. Uppl. að Skarðsbraut 5, 1. hæð, t.h., og í símum 13297 og 12565. Óska eftir 3ja - 4ra her- bergja íbúð til leigu. Uppl. í síma 11029 eftir kl. 17. Fyrsta vikublaðið Skaginn þeirra Alþýðuflokks- manna verður að teljast talsvert afreksverk. Fyrst og fremst vegna þess að það var fyrsta til- raun Akurnesinga til útgáfu vikublaðs og raunar það eina sem heitið getur því nafni allt fram á daga Skagablaðsins. Fyrsta blaði Skagans var fylgt úr hlaði með dálitlum pistli á for- síðu og þar er þess getið að nafn- ið sé stytting á hinu gamla nafni Skipaskagi, „og vonum við að það láti vel í eyrum þeirra sem unna örnefnum, og þeirra sem vilja tengja hug sinn eða menn- ingu við liðinn tíma . . .“ Alþýðuflokksmenn lofuðu Skagamönnum vikublaði sem átti að vera „boðberi þeirra mál- efna sem Akurnesingar — Skagabúar — bera fyrir brjósti á hverjum tíma.“ í stjórnmálum átti Skaginn hins vegar að túlka stefnu Al- þýðuflokksins í lands- og bæjar- málum. Blaðið lofaði jafnframt að vera heiðarlegt, sanngjarnt, djarft og kurteist í málflutningi. Við þau fyrirheit stóð blaðið auðvitað aldrei fyllilega, ekki frekar en önnur blöð. Skaginn var í upphafi gefinn út af Alþýðuflokksfélagi Akraness og Félagi ungra jafnaðarmanna á Akranesi. Bæði þessi félög áttu Fundur hjá Ösp Fundur verður haldinn hjá ITC-deildinni Ösp í Fram- sóknarhúsinu nk. þriðjudag, 17. október, kl. 20.30. Gestir vel- komnir. Uppl. gefur Fanney í síma 11840 eða Sigrún í síma 11956. Leiðrétting Þau mistök urðu í setningu á haus með grein Sigurbjargar Ragnarsdóttur í síðustu viku, að hún var ranglega nefnd Sigur- borg. Skagablaðið biðst velvirð- ingar á þessum mistökum. V FHAITAR BLAÐ SJÁLFSTÆÐISMANNA Á AKRANESI Þurrkum kommúnista út úr Wölííi Islendinga! Glæsilegur fundur ungra Sjálf- stæðis maiina á Akranesi Um 220 manns lýlisfunda ó Sui-vesturlandi sunnudaginn 2. okr. s. I. Eiitn slikur fundur var haldinn hcr á Akranasi og fór hann ekkí hugsalt sér að hald úr þessu fyrir kosningar. A fundi ungra SjálfsUi-Bis Fettim í fótspor fræoda vorra,'' Norðmanna Þaö er ekki langt um liöiö, siðan Atlantshafs- bandalagiö var stofnaö, aöeins rúmir 6 mánuð- ir. Þegar undirbúningur að stofnun þessa bands lags lýðrseðisþjóðanna fór fram ætluðu komn únistar um allan heim bókstaflega að ærast. bi ugðusl Norðmenn. fræi vorir. þannig vi8 kumnui um og slefnu þeirr Framtak í október 1949. Skagamenn hvattir til þess að útrýma kommúnistum úr þjóðlífinu. fulltrúa í ritnefnd sem skipuð var Hálfdáni Sveinssyni, bæjarfull- trúa og verkalýðsforingja, Oddi Ella Ásgrímssyni og Sveinbirni OddsSyni. Andkommúnismi Það má í sjálfu sér furðu sæta hve duglegir Alþýðuflokksmenn voru við blaðaútgáfuna fyrst í stað. Skaginn hóf sem fyrr segir göngu sína um mitt ár 1948 og á því ári komu út 24 tölublöð. Árið eftir urðu tölublöðin 30. Ekkert flokksmálgagn hefur leikið þetta eftir á Akranesi síðan. Skaginn var prentaður í Prent- verki Akraness, sem Ólafur B. Björnsson og fleiri komu á fót árið 1942. Samið hafði verið um að hvert upplag kostaði 600 krónur auk pappírs, en þegar Skaginn hafði komið út í tæpt ár, barst ritnefnd heldur sorgleg til- kynning frá prentverkinu. Blaðinu var þar greint frá því að hækka yrði vikugjaldið í 1000 krónur, sem var vitaskuld afleitt fyrir blað sem rekið var með halla. En það sem verra var; prentverkið sá sér ekki fært að koma blaðinu út nema hálfsmán- aðarlega. Þar með var bundinn endir á útgáfu Skagans sem viku- blaðs. Reyndar má heita furðu- legt að blaðið skyldi ráða við svo mikla hækkun prentkostnaðar þar sem það var þegar rekið með halla. Dögun í september 1949. Þarna var sem oftar skrifast á við Skagann. Hatur á kommúnistum er áberandi í fari Skagans á fyrstu árunum. Þegar blaðið hóf göngu sína var kalt á milli krata og komma. Viðsjár voru í alþjóða- málum, Vesturlandabúar voru hræddir við Stalín og Alþýðu- flokksmenn kynntu sósíalista iðulega sem handlangara Stalíns. Sögðu sem svo að ef sósíalistum yrði veitt brautargengi á íslandi yrði hér umsvifalaust komið á sovésku skipulagi. Þetta var verulega áberandi í áróðri Skagans fyrir kosningar, ekki síður en Framtaks þeirra Sjálfstæðismanna. Af Skaganum má ráða að sósíalistar hafi ekki verið síðri andstæðingar Alþýðu- flokksins en Sjálfstæðisflokkur- „Óskabarn íslenzka afturhaldsins“ Dögun lét heldur ekki sitt eftir liggja og sakaði Alþýðuflokks- menn og Sjálfstæðismenn um að vilja selja landið í hendur Könum. Það er áberandi hve umræðan í þessum pólitísku bæjarblöðum bar keim af ástand- inu í alþjóða- og landsmálum. Þá er oft að finna erlendar fréttir og fréttamyndir í þessum blöðum á 5. og 6. áratugnum. Þannig segir Skaginn frá því í 5. tölublaði 1. árgangs að fyrir dyrum standi kosningar í Finn- landi og getur ekki stillt sig um að segja að almennt sé álitið að kommúnistar muni tapa miklu fylgi. I næsta blaði færir blaðið svo þá „gleðifregn" að kommúnistar hafi boðið mikinn ósigur. „Það kemur að vísu engum á óvart, að Finnar skuli vera teknir að snúa baki við rússnesku leppunum“, segir þar og átti væntanlega að vera kjósendum á Skaga til eftir- breytni. Hvers vegna er Hálf dáni meinaö framboðsins? Þótt Akum«ing»r hafi Irga viriul þ«i 118 heyra lilkynnt frambu8 Hiílf- AlþýSuflokkinn ,i Ak-n ne»i og i Rorgarfiiirllar- ,rð rn þrir verði fyrir vonbrigðum rnn oinu linni. Eru mrnn fornir a8 halda 08 Hiilfdán hali mjóg folliö i álili hjá vik. Skæður tungur full- yrðn jafnvol a6 „vorklýði ÐÖQUN BÆJARBLAÐ SÓSÍALISTAKÉL. AKRANESS Haukur Jörundsson i framboöi fyrir Fram- aóknarflokkinn. Kramuiknarflnkkurinn hofui fyrir ikdmrnu lilkynnl. af Haukur Jörundwin, vcrBi framboði fyrir flokknin i'i Akr. nrti og i Borgnrf|arðar,ý,lu ir Jhrundar Brynjólf»»o Sumarlaudsviaur ÞaB ug8i mór rinhv. I>á ,ag8i ág vi8 fýr: Þú ort að Ijúga þeuu, þrtla rr æviiilýr. Pólitískar sjónhverfingar Hvers vegna þíngíð var rofíð li .|A lilofni ..sljúrnnr i ng Alþýðufliikknuni Vum Fnmivikiwrfli.kks (u nllar fyrir Al •m frumvii okAi iiTgnú.ldiir .i„ |mk»^h6 Iiúi um. ot þa-r yrðu folldar. Or Vaxandi óvinsældir og erflðleikar ríkisstjórn I groiiiHrgorð ráðhorr.i Framboð Sósíalistaflokksins Borgarfjarðarsýslu voru þau hjúnin á Mol. Hall dúrn Krlondvdóllir. iollu8 ú Skiimid.il i Borgrtrfjar8ar,ý»li og Sigurður Sigurðunn. a-ilaa ur af Kjalamrsi. l'ngur lók Sigurdór 118 vinn mannafrlags Akranru li um skrið fomiaður sjón drildar þrss. Einnig lók mikinn þált i starfsomi Alþýðu var hann i hropp,nofiid 19 srm fulllrúi Vrrkolýösfólai ins og fyrir tilsluðlan þrs, sat þar j kjortimabil.

x

Skagablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.