Skagablaðið - 16.08.1993, Page 6

Skagablaðið - 16.08.1993, Page 6
6 Skagablaðiö Jón Axel, „einn með öllu“ (lengst t.h.) glaðbeittur á svip eftir að liafa sig- ið niður einn sementstankanna. Margir hófu sig tilflugs með þyrlunni og biðröð var allan daginn. Það var hvergi slakað á í keppni kraftajötnanna. Hér er einn þeirra í trukkadrœtti. Fmmáigurá fÖs(uda»inn ótt ekki beri hann ald- urinn með sér er það óumflýjan- leg staðreynd að Óli Tedda, Ólaf- ur Theodórsson, verður fimmtug- ur á föstudaginn. Meðfylgjandi mynd af Óla var tek- in fyrir margt löngu en gæti allt eins verið tekin í gær, svo lítið hef- ur hann breyst í áranna rás. Myndinni fylgja árnaðaróskir og bestu kveðjur frá Jónasi og Ella, sem að sjálfsögðu láta sig ekki vanta í gleðskapinn. Hljómsveitin Sinfónía. Frá vinstri: Arnar Jónsson/trommur. Ragnar Ragnarsson/bassi, Bjarki Gunnlaugsson/gítar og Asgeir Breiðfjörð/söngur. í rammanum er svo Gautur Gunnlaugsson/hljómborð/raddir. Efrnleg hljómsveit frá Ákranesi, Sinfónía, vekur mikla atliygli: Med ..óiitjgefið" lag í 20. sætinu Þrátt fyrir ungan aldur hefur hljómsveitin Sinfónía frá Akranesi á undanförnum vikum átt lag á Islenska vinsældalistanum, sem útvarps- stöðin FM velur. Þegar þetta er skrifað er lagið í 20. sæti og hefur verið á uppleið. Skífan hefur sýnt sveitinni áhuga og svo gæti farið að lag frá henni kæmi út á safnplötu í haust. að merkilega við þessa velgengni strákanna er að þetta er eina lagið sem þeir hafa tekið upp og það hefur enn ekki verið gefið út á hljómplötu. Fátítt eða einstætt er að lög, sem ekki hafa komið út á plötu, fari inn á vinsælda- lista. Skagablaðið ræddi stuttlega við sveitina á föstudaginn. Sinfónía er ekki nema þriggja mánaða gömul í núverandi mynd. Áður hafði hluti sveitarinnar starfað saman. Strákarnir fóru strax að semja eigin lög og fóru í hljóðver þann 12. júní til þess að taka upp tvö lög. Vegna tímaskorts náðist að- eins að ljúka við lagið Önnur leið. Fljótlega eftir þetta var laginu komið á fram- færi við útvarpsstöðina FM. Síðan hefur það heyrst bæði á Aðalstöðinni og Rás 2. Um fyrri helgi „hituðu" strákarnir upp fyrir Pláhnetuna hér á Akranesi og gekk svo vel að Pláhnetumenn buðu þeim með sér í Miðgarð í Skagafirði um helgina. „Ætli það lýsi tónlist okkar ekki best að segja að þetta sé rokkuð popptónlist," sögðu strákamir í samtali við blaðið. „Stefnan er tekin á hljóðver á ný í haust því við erum með þrjú lög klár til upptöku og önnur 3-4 sem þarf aðeins að fín- pússa.“ Sinfónía ætlar sér í dansleikjahald með haustinu og er þegar farin að æfa upp lög með það fyrir augum. „Þetta er harður bransi og erfitt að komast að til að spila. Við leggjum því á- herslu á að selja okkur ódýrt á meðan við emm að kynna okkur. Aðalmálið er samt að hafa gam- an af því sem við erum að gera,“ sögðu strákam- ir.

x

Skagablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.