Skagablaðið - 07.03.1994, Side 3

Skagablaðið - 07.03.1994, Side 3
3 Fjölskyldan Jörundarholti 194. Hrönn og Þórður með dœtur sínar Ragnheiði og Hallberu. yfirleitt sé um að ræða börn ein- stæðra mæðra sem ákveða strax á sjúkrahúsinu að þær ætli ekki að halda börnunum þar sem þjóðfélagið viðurkennir ekki einstæðar mæður. A læknis- skýrslu kemur ekkert fram varð- andi líffræðilega móður og er því ógerlegt að ráða í stétt hennar eða stöðu. Lífgjöf lögfræðings Forstöðukonu barnaheimilis- ins, Chandana Bose, var mikið í mun að sýna hinum nýju kjör- foreldrum þá hjálparstarfsemi sem hún rekur samhliða ættleið- ingunum, því hluti þeirrar upp- hæðar sem þeir greiða fer í rekstur heimilisins. „Þetta er mjög merkileg kona og vinnur þarna sérstætt mann- úðarstarf í anda móður Teresu þótt aðstæðumar séu fremur frumstæðar. Þar sem hún er lög- fræðingur að mennt gæti hún hæglega verið í öruggri og vel launaðri vinnu en í stað þess hefur hún helgað sig þessari starfsemi þannig að fjöldi barna á henni líf sitt að launa. Chandana hefur nokkrum sinnum komið til Islands til þess að hitta börnin „sín“ og fjöl- skyldur þeirra, en Hallbera okk- ar er 55. barnið sem ættleitt er til Islands frá Indlandi fyrir milligöngu lögfræðingsins." Félagið Islensk ættleiðing sem eitt sinnar tegundar hér á landi vinnur að ættleiðingum barna erlendis frá hefur rétt Chandana Bose hjálparhönd með fatasendingum. Hrönn hef- ur setið í stjórn félagsins í nokk- ur ár og segir að eftir að hafa kynnst ástandinu þar úti af eigin raun sjái hún mun betur hversu þörfin á hjálp sé mikil. „Þetta kemur manni til að í- huga eigin lifnaðarhætti hér heima; hugsið ykkur alla þá hluti sem maður hendir eða geymir ónotaða inni í skáp án þess að hugsa um hvort einhver hafi þörf fyrir þá. Með þessum fatasendingum til Indlands höf- um við í Islenskri ættleiðingu gert virkilegt gagn þó þar sé ein- ungis um að ræða flíkur sem til falla á heimilum okkar félags- manna. En betur má ef duga skal, jafnvel hvert sokkapar sem berst er vel þegið þannig að við erum nú að ræða leiðir til þess að virkja fleiri aðila til einskon- ar óformlegs hjálparstarfs.“ Meðgangan langa Nú lætur Hallbera litla heyra í sér úr leikgrindinni þar sem hana er farið að svengja, og mamma hennar upplýsir að það sé ekkert nýtt. Hún sé slíkur mathákur að engu lfkist, en dafni líka vel í hlutfalli við það. „Við fengum að vita það í lok september að við ættum þessa litlu stúlku úti í Kalkútta. Þá höfðum við beðið eftir barni í fimm ár sem er óvenju langur biðtími og þvf má segja að „meðgangan" hafi verið löng og ströng“, segir Hrönn og tekur til við að mata nýja fjölskyldu- meðliminn. Ástæða þessa langa biðtíma er sú að á Indlandi setja stjóm- völd þau skilyrði að fyrir hvert barn sem erlendir kjörforeldrar ættleiða verði eitt að fara til ind- verskrar fjölskyldu. Auk þess er biðlistinn til þess að ættleiða barn frá Indlandi langur, en þau Hrönn og Þórður skráðu sig á hann hjá félaginu Islensk ætt- leiðing í mars árið 1989. Félagið er eins og áður segir það eina hér á landi sem starfar að þessum málum en því var komið á fót fyrir nokkrum árum undir nafninu Island-Kórea og vann þá að ættleiðingu kóreskra barna. Auk Indlands hafa í tím- ans rás bæst við lönd eins og Sri Lanka og Kólumbía og nýlega komu fyrstu börnin frá Thailandi og Rússlandi en er- lend kjörbörn á Islandi eru nú orðin á þriðja hundrað. Ertu með vottorð? En þó Hallbera hafi verið staðfest barn Hrannar og Þórðar í septemberlok, þá tveggja mán- aða gömul, gátu þau ekki farið að sækja hana strax því í hönd fóru fimm mánuðir skriffinsku, skýrslugerða og annars undir- búnings. „Til þess að fá að ættleiða barn verða hjón að uppfylla ýmis skilyrði. Skila þarf vott- orði frá félagsmálayfirvöldum og saka-og skattavottorð þurfa að vera á hreinu auk læknisvott- orðs þar sem spurt er um allt frá eyrnaverkjum til eyðni,“ útskýr- ir Hrönn og bendir á að hjónum sem eignast barn á hefðbundinn hátt sé ekki gert að fara í gegn- um viðlíka nálarauga í kerfinu. Þau gera þó ekkert veður út af slíku enda sammála um mikil- vægi þess að hafa öll formsat- riði á tæru. Eftir að dómsmálaráðuneytið hefur farið yfir öll gögn varð- andi hina tilvonandi kjörfor- eldra og ákveðið hvort þeir telj- ist hæfir eru pappíramir stiml- aðir af tilheyrandi aðilum og sendir utan. Indverska kerfið tekur þá til meðferðar og athug- ar hvort ekki sé allt með felldu áður en málið fer loks til dóm- ara sem úrskurðar kjörforeldr- unum forræði yfir barninu. „Afgreiðsla málsins tók 4-6 vikur á hverjum stað í kerfinu og eftir að okkur hafði verið veitt forræði barnsins máttum við enn bíða í 6 vikur á meðan útbúinn var indverskur passi fyrir Hallberu til þess að hún kæmist heim til Islands. Þótt ferlið gangi eins seint og raun ber vitni má sjá af þessari upptalningu að vel er haldið utan um ættleiðingamál af hálfu indverskra stjórnvalda. Annað skilyrði sem enn er ónefnt er að kjörforeldrum er fyrstu fimm árin eftir ættleiðinguna gert að senda skýrslu reglulega er skýr- ir frá vexti og viðgangi barns- ins, þannig vilja þeir fylgjast með því hvernig litlu krílunum reiðir af í nýja landinu." Barnleysi og barnalán Fyrstu árin eftir ættleiðingu Ragnheiðar fyrir átta árum sendu Hrönn og Þórður einnig skýrslur af þessu tagi til Sri Lanka en ferlið sjálft tók þó mun styttri tíma en nú. „Við tókum ávörðun um að ættleiða barn í nóvember árið 1985 og fjórum mánuðum síðar vorum við komin heim með Ragnheiði. Ákvörðunina tókum við eftir að hafa frétt af hjónum hér í bæ Móðir og dóttir hittast ífyrsta sinn.

x

Skagablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skagablaðið
https://timarit.is/publication/1351

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.