Fréttablaðið - 08.07.2019, Síða 1

Fréttablaðið - 08.07.2019, Síða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —1 5 6 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M Á N U D A G U R 8 . J Ú L Í 2 0 1 9 499 KR. SÓMA SAMLOKA OG GOS FRÁ ÖLGERÐINNI 599KR. SÓMA LANGLOKA OG GOS FRÁ ÖLGERÐINNI A ct av is 9 1 1 0 1 3 Omeprazol Actavis 20 mg, 14 og 28 stk. Magasýruþolin hörð hylki ætluð fullorðnum til skammtímameðferðar við einkennum bakflæðis (t.d. brjóstsviða og nábít). Gleypið hylkin í heilu lagi með hálfu glasi af vatni fyrir mat eða á fastandi maga. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. Leitið til læknis eða lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og auka- verkanir. Sjá nánari upplýsingar um lyfið á www.serlyfjaskra.is NEYTENDUR „Innleiðing þessarar reglugerðar verður náttúrulega mjög mikil réttarbót fyrir okkur Íslend- inga. Þetta þýðir það að hver sem er, sem sendir vörur á milli landa innan evrópska efnahagssvæðisins, verður nú að senda til Íslands,“ segir Breki Karlsson, formaður Neytendasam- takanna. Reglugerðin tók gildi innan Evrópusambandsins í desember. Í svari atvinnuvegaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins er stefnt að því að leggja málið fram á Alþingi næsta vor. Ef reglugerðin verður samþykkt verður seljendum vöru og þjónustu á netinu skylt að veita öllum neyt- endum rétt til viðskipta innan EES. Áður en þessar reglur taka gildi hér á landi þarf að innleiða þær í EES-samninginn. Samkvæmt upp- lýsingum frá EFTA er búið að gera drög að ákvörðun sameiginlegu EES-nefndarinnar en nú er boltinn hjá ríkjunum sjálfum. „Þetta er bara frábært fyrir íslenska neytendur því að þá hafa allir á efnahagssvæðinu aðgengi að vörum á sama verði. Þá er ekki hægt að hafa mismunandi verð á mis- munandi landsvæðum,“ segir Breki. „Eins og er þá senda ýmsar verslanir í Evrópu ekki vörur til Íslands, eða neita að taka við greiðslum með íslenskum kortum. Sumar af þessum vörum eru seldar hér á landi á hærra verði en eftir þetta þá geta Íslending- ar keypt vörur á netinu á sama verði og gengur og gerist í Evrópu.“ Breki segir að ekki þurfi að hafa neinar áhyggjur af tollum. „Þetta er tollabandalag, það er svo einfalt. Póstinum hér heima er nú heimilt að leggja sérstakt gjald á alla pakka sem koma frá útlöndum, það mun þá leggjast ofan á sendingarkostnaðinn. Það eru nokkur hundruð krónur,“ segir Breki. Benedikt S. Benediktsson, lög- fræðingur hjá Samtökum verslunar og þjónustu, segir rétt að hafa í huga að það sé kostnaðarsamt að flytja vörur til landsins frá útlöndum og neytendur sem f lytja vörur inn í litlu magni muni ekki njóta mikils kostnaðarhagræðis í samanburði við stærri innflytjendur. Sama gildi um innlenda netverslun sem selur vörur til erlendra neytenda. „Það er afstaða SVÞ að aukið versl- unarfrelsi sé af hinu góða og að EES- samningurinn hafi reynst Íslandi afar vel, meðal annars í efnahagslegu tilliti,“ segir Benedikt. „Hins vegar munu samtökin gæta þess sérstak- lega og krefjast þess af stjórnvöldum að þau gæti þess sérstaklega við innleiðinguna að innlendri verslun verði tryggð sambærileg staða og erlendri verslun enda er það for- senda virkrar samkeppni að þeir sem taka þátt í innri markaðnum búi við sambærilegt umhverfi.“ Breki á ekki von á öðru en að þetta verði samþykkt á Alþingi. „Þetta hlýtur að fara í gegn fljótt og örugg- lega. Ég sé engan fyrir mér hreyfa mótmælum við þessu, það yrði mjög skrýtið,“ segir Breki. „Þetta er eitt af þessu jákvæða sem fylgir því að vera innan EES, jafn aðgangur að markaðnum. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum versl- unum, heldur verð um alla Evrópu.“ – ab Íslendingar geti fengið fullan aðgang að netverslun Stefnt er að því að Alþingi innleiði reglugerð um bann við mismunun í netviðskiptum innan EES næsta vor. Formaður Neytendasamtakanna segir þetta gleðifréttir. Samtök verslunar og þjónustu munu krefjast jafnræðis fyrir innlenda verslun. Þetta þýðir það að nú munum við ekki aðeins bera saman verð á vörum í innlendum versl- unum, heldur verð um alla Evrópu. Breki Karlsson, formaður Neytenda­ samtakanna Megan Rapinoe, leikmaður Bandaríkjanna, er hér með heimsmeistarabikarinn á lofti en hún varð markahæsti leikmaður heimsmeistaramótsins. NORDICPHOTOS/GETTY Fleiri myndir frá úrslitaleiknum er hægt að finna á +Plússíðu Fréttablaðsins. Í Fréttablaðs- appinu og PDF-útgáfu á Fréttablaðið.is.+PLÚS DÓMSTÓLAR Prófessor sem starfar fyrir lögmenn Warner Music og Universal Music í dómsmálinu sem Jóhann Helgason rekur gegn tónlistarfyrirtækjunum í Los Angeles segir engin marktæk líkindi með laginu Söknuði og laginu You Raise Me Up. „Það eru engin slík líkindi milli laganna sem gefa til kynna að You Raise Me Up sé stæling á Söknuði,“ segir í greinar- gerð tónlistarprófessorsins Lawrence Ferrara. Jóhann segir þetta ekki koma á óvart. Lögmaður hans, Michael Machat, hefur nú frest fram yfir miðjan ágúst hið minnsta til að afla álits tónlistar- sér f r æðing s f y r ir Jóhanns hönd. – gar / sjá síðu 4 Segir lagið ekki stælingu 0 8 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 4 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 0 -F C 4 8 2 3 6 0 -F B 0 C 2 3 6 0 -F 9 D 0 2 3 6 0 -F 8 9 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 7 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.