Fréttablaðið - 11.07.2019, Side 2
Veður
Austlæg átt 3-8 og allvíða skúrir í
dag, en áfram bjart veður norð-
austan til. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast
á Norðausturlandi. SJÁ SÍÐU 22
Á hvítum reitum og svörtum
Tveir ferðalangar eigast við á hinu fornfræga útitaf li sem bíður vegfarenda sem eru í stuði fyrir eina bröndótta fyrir framan Pakkhús Hróksins við
Geirsgötu. Yfir reitunum 64 eru allir jafnir enda slagorð skákhreyfingarinnar Gens una sumus, Við erum öll eins fjölskylda. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
Ásetusláttuvélar
á frábæru verði
Gerir sláttinn auðveldari
Kr. 320.000,-
með VSK
ÞÓR FH
Akureyri:
Baldursnes 8
603 Akureyri
Sími 568-1555
Opnunartími:
Opið alla virka daga
Lokað um helgar
Reykjavík:
Krókháls 16
110 Reykjavík
Sími 568-1500
Vefsíða og
netverslun:
www.thor.is
REYKJAVÍK Eldri borgarar þurfa nú
að greiða 1.800 krónur inn á söfn
Reykjavíkurborgar í stað þess að fara
inn frítt. Um mánaðamótin tók gildi
ný gjaldskrá á söfnum borgarinnar.
Á fundi á Kjarvalsstöðum í gær
kynnti Lóa Þórhallsdóttir, starfandi
borgarstjóri, nýtt Menningarkort
fyrir 67 ára og eldri og möguleikann
á því að nota það í snjallsíma.
Breytingin var samþykkt á fundi
menningar-, íþrótta og tómstunda-
ráðs í júní en frá því að eldri borgarar
fengu frían safnaðgang fyrir nokkr-
um árum hefur aðsókn þeirra ekki
aukist. Fór hún úr 6 þúsund manns
árið 2013 í 6.800 manns árið 2018.
Á sama tíma hefur erlendum ferða-
mönnum yfir 67 ára fjölgað.
Með breytingunni eru bundnar
vonir við að rekstur safnanna styrk-
ist enda þurfi bæði innlendir og
erlendir að greiða fyrir aðgang. – ab
Eldri borgarar
á kynningu um
safn-snjallforrit
Eldri borgarar mættu á kynningu
nýja menningarkortsins á Kjarvals-
stöðum. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
BÓK ME NNTIR Hópur íslensk ra
barna- og ungmennabókahöf-
unda sendi í gær frá sér yfirlýsingu
þar sem það er fordæmt að íslensk
stjórnvöld vísi börnum á f lótta
og fjölskyldum þeirra á brott frá
Íslandi.
Í yfirlýsingunni er vísað í Barna-
sáttmála Sameinuðu þjóðanna,
sem hefur verið tekinn í íslensk
lög og gerir stjórnvöldum skylt að
hafa hagsmuni barna alltaf í for-
gangi.
„Við teljum ekki forsvaranlegt að
senda börn á f lótta til Grikklands
þar sem aðstæður í hæliskerfinu
hafa verið metnar ófullnægjandi
og ekkert bíður þeirra nema gatan.
Það hlýtur að vera grundvallar-
atriði að mál barna á f lótta séu
metin á þeirra forsendum,“ segir í
tilkynningunni og fylgir listi þeirra
rithöfunda sem hafa skrifað undir
yfirlýsinguna. – pk
Rithöfundar
standa með
flóttabörnum
Fleyri myndir eru á +Plús síðu
Fréttablaðsins.
Fréttablaðið +Plús er eingöngu
í Fréttablaðs-appinu eða í
PDF-útgáfu blaðsins sem er
aðgengileg á frettabladid.is.
+PLÚS
SAMFÉLAG „Við myndum auðvitað
vilja vera með okkar aðstöðu í þessu
húsi og teljum okkur eiga meira til-
kall til þess en lögmenn enda húsið
byggt yfir okkur, svona þannig
lagað,“ segir Guðmundur Ingi Þór-
oddsson, formaður Afstöðu, félags
fanga, um Hegningarhúsið við Skóla-
vörðustíg. Unnið er að viðhaldi húss-
ins eins og Fréttablaðið greindi frá í
vor en ekki liggur fyrir hvaða starf-
semi verður í því til framtíðar.
„Þegar ég lýsti áhuga félagsins á að
fá aðstöðu fyrir fanga og fyrrverandi
fanga í húsinu, var mér tjáð að húsið
væri frátekið fyrir Lögmannafélag-
ið,“ segir Guðmundur og segir málið
hafa komið til umræðu í kerfinu fyrir
stuttu þar sem var verið að ræða
fangelsismál.
Afstaða hefur leigt húsnæði fyrir
starfsemina í Ártúnshöfða en þar er
fyrirhugað að vera með skrifstofuað-
stöðu félagsins, móttökumiðstöð
fyrir aðstandendur og neyðargisti-
úrræði fyrir þá sem lokið hafa
afplánun en þurfa tíma til að aðlagast
samfélaginu og fóta sig á eigin spýtur.
„Það væri frábært fyrir okkar
félag að vera meira miðsvæðis og
geta boðið skjólstæðingum okkar
þjónustu þar sem þeir eru. Og við
byggðum þetta hús yfir okkur sjálfir,
í sögulegu ljósi allavega og því eigum
við auðvitað meira tilkall til þess en
nokkur annar þjóðfélagshópur,“
segir Guðmundur. Aðspurður segir
hann að félagið myndi alls ekki þurfa
allt húsið. „Ég efast ég ekki um að
samskipti okkar við lögmenn yrðu
góð á níunni hér eftir sem hingað til,“
segir Guðmundur og vísar til sam-
bands verjenda við fanga um árabil
í húsinu.
„Draumurinn væri sá að þarna
yrði ákveðin „regnhlíf“ þar sem
margir aðilar sem tengjast fangelsis-
málum myndu mynda hóp þar sem
unnið væri að betrunarstefnu og
úrræðum í fangelsismálum. Ég sé
fyrir mér aðkomu Afstöðu, Fang-
elsismálastofnunar, Sambands
sveitarfélaga, Rauða krossins,
Hjálpræðishersins, lögreglunnar,
Lögmannafélagsins, Geðhjálpar,
Stígamóta og Mannréttindaskrif-
stofu Íslands. Þetta held ég að myndi
aðstoða okkur við að komast inn í
nútímann í fangelsismálum, sátta-
miðlunum og skaða minnkunum,
þar sem unnið væri með dómþola,
aðstandendur og brotaþola,“ segir
Guðmundur og leggur áherslu gildi
fræðslu og samvinnu.
Óvissa hefur ríkt um framtíð
hússins síðan starfseminni var
hætt þar sumarið 2016. Fréttablaðið
hefur áður greint frá því að það kosti
300 milljónir að gera húsið upp að
utan. Samkvæmt upplýsingum frá
fjármálaráðuneytinu er áætlað að
kostnaður við að innrétta húsið
fyrir nýja starfsemi sé ekki undir
einum milljarði króna. Ráðuneytið
hefur ekki enn viljað svara því hvers
kyns starfsemi það yrði og því óljóst
hver muni bera kostnaðinn.
Í samtali við Fréttablaðið sagðist
Berglind Svavarsdóttir, formaður
Lögmannafélagsins, ekki kannast
við neitt vilyrði eða nein skilaboð
frá stjórnvöldum varðandi húsið.
Hún segir félagið hafa sýnt áhuga í
tíð fyrri formanns, Reimars Péturs-
sonar.
„Það hefur ekkert verið rætt um
þetta síðastliðið ár, ekki síðan ég
kom þarna inn.“ segir Berglind en
vildi ekki tjá sig um málið að öðru
leyti. kristinnhaukur@frettabladid.is
Segir Hegningarhúsið
frátekið fyrir lögmenn
Formaður félags fanga vill fá aðstöðu í hegningarhúsinu en segir það frátekið
fyrir Lögmannafélagið. Formaður LMFÍ segist ekki við að hafa fengið vilyrði.
Margir hafa augastað á Níunni enda á frábærum stað. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Við byggðum þetta
hús sjálfir, í sögu-
legu ljósi allavega og því
eigum við auðvitað meira
tilkall til þess.
Guðmundur Ingi Þóroddsson,
formaður Afstöðu
1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
1
1
-0
7
-2
0
1
9
0
5
:0
5
F
B
0
4
8
s
_
P
0
4
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
8
s
_
P
0
1
1
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
6
8
-6
C
E
C
2
3
6
8
-6
B
B
0
2
3
6
8
-6
A
7
4
2
3
6
8
-6
9
3
8
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
4
8
s
_
1
0
_
7
_
2
0
1
9
C
M
Y
K