Fréttablaðið - 11.07.2019, Page 4

Fréttablaðið - 11.07.2019, Page 4
UMHVERFISMÁL „Eftir tíu daga geta menn séð framan í hvernig sumarið endar,“ segir Guðni Guðbergsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsókna­ stofnun, um stöðuna á laxveiðinni sem hefur verið afar lítil það sem ef er sumri. Í ám vestanlands og á Norðvestur­ landi hefur veiðst margfalt minna en á sama tíma í fyrra. Miðað við tölur sem voru tiltækar í gær um landaðan lax á vef Landssambands veiðifélaga, angling.is, höfðu til dæmis veiðst tífalt færri fiskar í Norðurá í Borgar­ firði 3. júlí síðastliðinn heldur en reyndin var 4. júlí fyrir ári; 55 laxar í ár á móti 557 í fyrra. Var þá búið að vera að í Norðurá í mánuð og er veitt á fimmtán stangir. Í Þverá/Kjarrá var veiðin nífalt minni en í fyrra og í Grímsá var hún ríflega þriðjungur á við í fyrra. Nýjar veiðitölur verða birtar í dag en ef marka má Guðna eru ekki líkur á að veiðin hafi tekið kipp. „Ef það hefði verið eitthvað sem menn hefðu tekið verulega eftir þá væru menn búnir að koma því ansi vel til skila. Og teljararnir okkar eru ekki að taka nein stökk,“ segir fiski­ fræðingurinn. „Það ætti að vera kominn smálax og það er yfirleitt þannig að þegar þeir eru margir þá koma þeir fyrr. Ofan á það áttum við ekkert von á mjög sterkum laxagöngum á Suð­ vesturlandi, þar er þetta vatnsleysi og hiti. Þannig að það er ekki bara það að fiskarnir eru fáir heldur eru aðstæðurnar líka slæmar,“ segir Guðni. Nánar útskýrir Guðni að sá árgangur sem átti að standa undir smálaxagengdinni núna, klak­ árgangurinn 2015, af komendur Ekki uppskrift að bjartsýni í laxveiði segir fiskifræðingur Guðni Guðbergsson fiskifræðingur segir það munu skýrast fljótlega hvort rætist úr sumrinu í laxveið- inni sem hefur verið mjög léleg á Vesturlandi og Norðvesturlandi. Þurrkatíð ofan á lélegan árgang sem gengið hafi til sjávar í fyrra gefi ekki tilefni til bjartsýni. Endurheimtuhlutfall seiða úr sjó fari lækkandi. Í Elliðánum hafði veiðst 81 lax um miðja síðustu viku en 228 laxar veiddust á sama tíma í fyrra. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN Þannig að það voru fá seiði og kalt vor og svo fáum við þurrkatíma núna. Það er uppskrift að því að við getum ekki verið neitt voðalega bjartsýn. Guðni Guðbergsson fiskifræðingur JEEP® GRAND CHEROKEE FÁANLEGUR MEÐ 33” EÐA 35” BREYTINGU ® ALVÖRU JEPPI - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF NÝ SEN DIN G JEEP® GRAND CHEROKEE KOSTAR FRÁ 9.990.000 KR. • 3.0L V6 DÍSEL • 250 HÖ / 570 NM TOG • 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING • LOFTPÚÐAFJÖÐRUN • LÆSING Í AFTURDRIFI (TRAILHAWK OG OVERLAND) jeep.is UMBOÐSAÐILI JEEP® Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST DÓMSMÁL Dómari við Héraðsdóm Reykjavíkur átaldi lögmann Þing­ vallaleiðar ehf., Benedikt Egil Árna­ son, fyrir ósæmileg gífuryrði í garð gagnaðila síns í úrskurði um lög­ bannskröfu í vikunni. Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustu­ fyrirtækja sem hústökuaðila í hús­ næði sem þau hafa á leigu. Ágreiningurinn sem varð tilefni málaferlanna varðar húsnæði sem Þingvallaleið og einn varnaraðila málsins eiga í óskiptri sameign og starfsemi leigjenda þeirrar sam­ eignar, sem einnig eru ferðaþjón­ ustufyrirtæki. Þingvallaleið krafðist lögbanns á starfsemi leigjendanna í sameigninni en kröfunni var synjað af sýslumanni og var sú synjun kærð til héraðsdóms. Í greinargerð sinni vísaði lögmaðurinn til leigjendanna sem hústökuaðila og gerði lögmaður umræddra fyrirtækja alvarlegar athugasemdir við „ósæmilega orða­ notkun“ lögmannsins. Fram kemur í úrskurðinum að Benedikt hafi ekki séð ástæðu til að biðjast afsökunar eða draga orð sín til baka og sá dóm­ arinn ástæðu til að átelja lögmann­ inn fyrir háttsemi hans. Vísað er til siðareglna lögmanna og áréttað að orðanotkunin uppfylli tæpast skyld­ ur lögmanns til að sýna gagnaðilum sínum tilhlýðilega virðingu. „Þá verður að telja að slíkt orð­ færi sé með öllu ónauðsynlegt til að koma málstað sóknaraðila sem best til skila og gífuryrði almennt fremur fallin til hins gagnstæða. Þá verður í ljósi framangreinds ekki séð hvers vegna lögmaður getur ekki sinnt afsökunarbeiðni ef sýnt er að gagnaðila eða lögmanni er greinilega misboðið,“ segir í úrskurðinum, en jafnframt tekið fram að orðanotk­ unin sé þó ekki svo ósæmileg að Þingvallaleið ehf. eða lögmaður félagsins verðskuldi réttarfarssekt vegna hennar. – aá Lögmaður slapp naumlega við réttarfarssekt fyrir gífuryrði Lögmaðurinn vísaði til nokkurra ferðaþjónustu- fyrirtækja í leiguhúsnæði sem hústökuaðila laxanna sem hrygndu 2014, hafi ekki verið stór. Því hafi ekki verið von á sterkum göngum til sjávar. Til viðbótar hafi vorið í fyrra verið kalt og það hafi áhrif á afkomuna. „Þannig að það voru fá seiði og kalt vor og svo fáum við þurrkatíma núna. Það er uppskrift að því að við getum ekki verið neitt voðalega bjartsýn,“ segir Guðni. Staðan er þó önnur á Norðaustur­ landi, eins og í Þistilfirði og Vopna­ firði. Þar sé ekki von á miklu af stór­ laxi í sumar en sæmileg útganga hafi verið í fyrra af meira en einum árgangi af smálaxi. Aðstæður þar hafi einnig verið góðar. „Þannig að ég held alveg í vonina með það enn þá að það eigi eftir að koma alveg þokkalegur smálax þar inn,“ segir Guðni. Þessu til viðbótar bendir Guðni á að til lengri tíma litið hafi endur­ heimtuhlutfall seiða úr sjó farið lækkandi við Norður­Atlantshaf á seinni árum. „Það er hlutur sem veldur manni áhyggjum og það munar mjög miklu hvort það er eitt af hverjum fimm seiðum sem er að koma til baka eða eitt af hverjum tuttugu,“ segir Guðni. Til að hafa áhrif á þróunina geta menn að sögn Guðna gætt þess að veiða ekki of mikið og passað upp á að árnar fóstri eins mörg seiði og þær geti framfleytt. „Ég held að það sé alveg ljóst að það að veiða og sleppa hefur haft jákvæð áhrif á seiðaframleiðslu og aukinn seiðafjöldi hefur verið að vega á móti lægri endurheimtum.“ Aðspurður segir Guðni að ef rign­ ingatíð gengi í garð þá myndi það hressa upp á veiðina; vaxa myndi í ám og laxar sem bíða úti fyrir ósum þeirra myndu þá frekar ganga upp. Örvænting sé að minnsta kosti ekki hugtakið fyrir veiðimenn: „Í  veiðiskap gengur þetta upp og ofan.“ gar@frettabladid.is REYKJAVÍK „Þessi svokallaða stýr­ ing bílastæða virðist ganga út frá því að draga enn frekar úr mögu­ leikum íbúa og gesta á að sækja inn í kjarna höfuðborgarinnar, segir  Runólfur Ólafsson, fram­ kvæmdastjóri FÍB um fyrirhugaða lengingu á gjaldtökutíma bíla­ stæða í miðborginni. Sk ipulags­ og samgöng uráð borgarinnar vísaði nýverið til­ lögu stýrihóps um stefnumörkun í bíla­ og hjólastæðamálum til  samgöngustjóra og umhverfis­ og skipulagssviðs borgarinnar,  til nánari meðferðar. Tillagan lýtur meðal annars að því að lengja gjaldtökutíma á ákveðnum svæð­ um, taka upp gjaldskyldu á sunnu­ dögum, hækka bíla stæðagjald á til tekn um svæðum og lækka ann­ ars staðar.   „Á undanförnum árum hefur bílastæðum í miðborginni fækkað verulega, og á sama tíma hefur orðið sprenging í fjölda ökutækja í höfuðborginni meðfram þeirri ferðamannaöldu sem hefur gengið yfir síðustu ár. Því hefur ekki verið mætt með auknu framboði heldur frekari þrengingu,“ segir Run­ ólfur og vitnar í þá ályktun stýri­ hópsins að 30 prósent umferðar í miðborginni stafi af ökumönnum í leit að bílastæðum og bendir á að viðamiklar framkvæmdir í mið­ borginni hjálpi ekki heldur. – pk Þriðjungur ökumanna í bílastæðaleit Runólfur Ólafsson, framkvæmda- stjóri FÍB. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 8 -8 0 A C 2 3 6 8 -7 F 7 0 2 3 6 8 -7 E 3 4 2 3 6 8 -7 C F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.