Fréttablaðið - 11.07.2019, Síða 6

Fréttablaðið - 11.07.2019, Síða 6
Þungarokkararnir flúðu til Tyrklands og þaðan til Noregs þar sem þeim var sleppt gegn tryggingu. – við Laugalæk Ekkert hveiti Ekkert soyja Enginn sykur Ekkert MSG Íslenskt kjöt Íslensk framleiðsla Í dag er gott að grilla – og á morgun og hinn og hinn... Besta uppskeran núna! www.kronan.is 299 kr.pk. Nektarínur, 1 kg ORKUMÁL Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa um hleðslustöðvar. Ólafur Davíð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hleðslu ehf., einnig þekkt sem Hlaða, er skráður sem eigandi að fimmtán prósentum í fyrirtækinu. ON er dótturfyrirtæki Orkuveitu Reykjavíkur, sem er að stærstum hluta í eigu Reykjavíkurborgar, sér um að reka og þjónusta hleðslu- stöðvar við þjóðvegi landsins ásamt því að veita ráðgjöf bæði á sviði hleðslulausna fyrir fyrir- tæki og fjölbýlishús. Hleðsla ehf. er seljandi hleðslustöðva og hefur sett upp stöðvar fyrir fyrirtæki og býður þjónustu til að rafvæða bíla- stæði fjölbýlishúsa. „Það er rétt að ég er framkvæmda- stjóri Hlöðu og ég vinn sem verktaki hjá Orku náttúrunnar, sem tækni- stjóri hleðslustöðva. Ég kem ekk- ert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetningum eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað,“ segir Ólafur Davíð. Vegir Hlaða og ON hafa legið saman nokkrum sinnum á undan- förnum vikum. Á fræðslufundi hjá bílaumboði í maí var auglýst að þar væru sérfræðingar frá bæði ON og Hlöðu, á sama fundi undirritaði Ólafur Davíð samstarfssamning við umboðið fyrir hönd ON. Ólafur Davíð var titlaður tæknistjóri hlaða hjá ON, því var breytt fyrir skömmu yfir í ráðgjafi í hlöðum á einstakl- ingsmarkaði. Keppinautar Hleðslu sem Frétta- blaðið hefur rætt við segja að það skjóti mjög skökku við að fram- kvæmdastjóri og eigandi keppi- nautar starfi einnig hjá opinberu fyrirtæki sem veiti ráðgjöf og vinni við uppbyggingu innviða fyrir raf- bíla. Ólafur Davíð segir að hann hafi aldrei misnotað aðstöðu sína í störf- um fyrir ON, en hann hefur starfað þar síðustu þrjá mánuði. Það hafi verið ON sem leitaði til hans um að taka að sér þetta starf á meðan annar starfsmaður væri frá. Gögn sem Fréttablaðið hefur undir höndum sýna að Orkuveitan vissi af þessum hagsmunaárekstri og að kurr sé meðal annarra fyrir- tækja vegna málsins. Ekki náðist í Berglindi Rán Ólafs- dóttur, framkvæmdastjóra ON, við vinnslu fréttarinnar. ON hefur ekki svarað fyrirspurn Fréttablaðsins um hversu margar hleðslustöðvar fyrirtækið haf i keypt af Hleðslu ehf. Upplýsinga- fulltrúi ON sagði að það gæti tekið langan tíma að taka upplýsingarnar saman. Eigandi Hlöðu ráðinn sem ráðgjafi hjá ON Orka náttúrunnar réð framkvæmdastjóra og eiganda fyrirtækis sem selur hleðslustöðvar sem ráðgjafa og tæknistjóra hleðslustöðva. Ákvörðun var tekin af ON segir framkvæmdastjórinn. Hann hafi hins vegar aðeins sinnt viðhaldi. Hleðslustöðvar eru liður í að vera í fararbroddi þegar kemur að orkuskiptum í samgöngum. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI Ég kem ekkert nálægt nýjum málum, nýjum uppsetning- um eða slíku, nema þá í tæknilegum hluta að klára þau mál. Ég kem ekki nálægt innkaupum. Ég hef heldur aldrei talað um búnað. Ólafur Davíð Guðmundsson, fram- kvæmdastjóri Hlöðu og verktaki ON ÍRAN Meðlimir þungarokkshljóm- sveitarinnar Confess frá Íran hafa verið dæmdir í samtals fjórtán og hálfs árs fangelsi í heimalandinu fyrir guðlast, áróður gegn ríkinu, rekstur ólöglegrar undirheima- hljómsveitar, viðtöl við bannaðar útvarpsstöðvar og að spila tónlist sem er álitin satanísk. Þeir voru sömuleiðis dæmdir til að þola tugi svipuhögga. Frá þessu var greint á fréttasíðunni Metal Injection. Hljómsveitarmeðlimir voru fyrst handteknir árið 2015 og sátu í ein- angrun í þrjá mánuði þar til þeim var sleppt gegn tryggingu. Í kjölfar- ið flúðu þeir til Tyrklands og þaðan til Noregs þar sem þeir fengu hæli. „Eftir að við gáfum út nýtt lag og ég rauf þögn mína í Tyrklandi árið 2018 stigu fram ýmis samtök sem styðja listamenn. Stuttu síðar var mér boðið að koma til Noregs sem pólitískur f lóttamaður. Eftir að Arash fór fyrir áfrýjunardóm- stól og komst að því að sækjendur höfðu breytt játningum okkar og falsað undirskrift mína bað hann um hjálp mína,“ sagði Khosravi sem bætti við að hann hefði í kjöl- farið hjálpað Ilkhani að komast til Noregs. – þea Fjórtán ára dómur fyrir þungarokk UTANRÍKISMÁL Málflutningur utan- ríkisráðherra Filippseyja er ekki svaraverður. Þetta segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Filippsey ing ur inn, Teodoro Locsin yngri, sagði á Twitter á þriðju- daginn að ef tillaga, sem Ísland lagði fram í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna fyrir viku, verði samþykkt myndi það þýða veglega bónusa frá eiturlyfjabarónum handa aðstand- endum tillögunnar. „Þessi fullyrðing er ekki svaraverð enda virðist hún fyrst og fremst til marks um slæma samvisku stjórn- valda á Filippseyjum vegna þessa máls,“ segir Guðlaugur Þór um málið. Ítrekað og ítarlega hefur verið fjallað um herferð stjórnvalda á Filippseyjum gegn fíkniefnum þar í landi. Í tillögunni er til þess ætlast að Filippseyingar „geri allt sem í valdi þeirra stendur til að fyrirbyggja aftökur án dóms og laga og manns- hvörf“. – þea Ummælin til marks um slæma samvisku 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 8 -9 4 6 C 2 3 6 8 -9 3 3 0 2 3 6 8 -9 1 F 4 2 3 6 8 -9 0 B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.