Fréttablaðið - 11.07.2019, Síða 24

Fréttablaðið - 11.07.2019, Síða 24
Ég hef aldrei hann- að áður, þetta var bara áhugamál. Smári Stefánsson Sandra Guðrún Guðmundsdóttir sandragudrun@frettabladid.is Þetta er glænýtt, við byrjuðum bara í júní og vorum þá með markað á Secret Solstice,“ segir Smári. Hann hannaði fata- línuna sem eins og stendur er tvær flíkur, svört velúrskyrta og motocross-treyja. Eftir sumarið er svo von á úlpu, f líspeysu og jakka. „Ég hef aldrei hannað áður, þetta var bara áhugamál. Ég hélt ég gæti þetta og prófaði bara,“ segir Smári um ástæðu þess að hann fór út í fatahönnun. „Ég talaði svo við frænda minn, þar sem hann er mjög myndarleg- ur og bað hann um að vera módel. Mig vantaði myndir af einhverjum í fötunum,“ segir Smári. Frændinn, Aron Kristinn, ákvað að slá til og vera með í fatalínunni en hann hafði verið að mála skó með sér- stakri leðurmálningu. „Ég var búinn að vera að fylgja alls konar fólki á samfélagsmiðlum sem var að mála skó og mig langaði að prófa. Svo bara elskaði ég að gera þetta,“ segir Aron. Frændurnir voru með bás á Sectret Solstice þar sem þeir seldu fötin og skóna. „Fólk gat komið með eigin skó sem ég málaði eftir óskum fólks eða ég kom með hug- mynd fyrir fólkið sjálfur. En svo var ég líka að selja tilbúna skó. Ég er mest að mála leðurskó en fólk var líka að koma með Vans skó til mín, sem eru úr öðruvísi efni. Þá þarf að þynna málninguna. Það er alls konar tækni við það eftir því hvernig efni þú ert að vinna með,“ segir Aron. Smári segir að þeir séu að hugsa um að vera með pop-up búð í Reykjavík og selja fötin þar. Þeir eru með bíl sem þeir myndu þá leggja á mismunandi stöðum og auglýsa viðburðinn á samfélags- miðlum. „Þetta er svona hugmynd en við eigum eftir að skipuleggja þetta betur,“ segir hann og bætir við að þeir hafi selt ágætlega af fötum og skóm á Secret Solstice þar sem þeir voru staddir með bílinn. „Fólk hefur líka verið að hafa samband við mig eftir Solstice og biðja mig að mála skó og ég hef verið að taka inn skó og mála þá. Ef við setjum upp svona pop-up búð þá myndi ég vera með málninguna mína þar og fólk getur mætt með skóna en ég verð líka með tilbúna skó.“ Hægt er að skoða fatalínuna á yeyoclothing.com en vefsíðan er í vinnslu. Einnig er hægt að fylgja YEYO á Facebook og Instagram. Frændur hanna föt og mála skó Frændurnir Aron Kristinn Antonsson og Smári Stefánsson ferðast með hönnun sína á sérmerktum bíl. Fatalínan samanstendur af svartri velúrskyrtu og motocross-treyju. Vetrarföt eru væntanleg.Aron málar skó með sérstakri leðurmálningu. Frændurnir Smári Stefánsson og Aron Kristinn Ant- onsson stofnuðu nýlega fatamerk- ið YEYO Clothing. Þeir selja eigin hönnun. Bæði föt og skó. SÖFN Á ÍSLANDI Laugardaginn 20. júlí gefur Fréttablaðið út sérblaðið Söfn á Íslandi. Í þessu skemmtilega blaði ætlum við að fræðast um þá fjölbreytilegu flóru sem Ísland hefur upp á að bjóða í söfnum og sýningum. Það er sífellt stærri hópur sem hefur áhuga á íslenskri menningu og sögu og þetta því frábært tækifæri til að kynna ykkar safn og það sem efst er á baugi hjá ykkur í sumar. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. FERMINGARGJAFIR Fimmtudaginn 15. mars gefur Fréttablaðið út bráðsniðugt aukablað sem innheldur ótal hugmyndir að fjölbreyttum fermingargjöfum. Allir sem hafa fermst vita að dagurinn og ekki síst gjarnar lifa í minningunni u aldur og ævi. Tryggðu þér gott auglýsingapláss í langmest lesna dagblaði landsins. Upplýsingar hjá auglýsingadeild Fréttablaðsins í síma 512 5402 eða sendu okkur póst á netfangið serblod@frettabladid.is Nánari upplýsingar um blaðið veitir: Ruth Bergsdóttir sölu- og markaðsfulltrúi Fréttablaðsins. Sími 694 4103 / ruth@frettabladid.is 6 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 8 -7 1 D C 2 3 6 8 -7 0 A 0 2 3 6 8 -6 F 6 4 2 3 6 8 -6 E 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.