Fréttablaðið - 11.07.2019, Page 28

Fréttablaðið - 11.07.2019, Page 28
Herratíska Armani fyrir næsta sumar vakti mikla athygli í Mílanó á dögunum. Ekki síst sólgleraugun sem voru frumleg. Chanel er með þennan fallega strá- hatt í sinni sumarlínu. Þessi hentar vel á sólarströnd. Íslenskar konur eru ekki þekkt-ar fyrir að ganga með hatt ólíkt þeim bresku. Engu að síður eru hattar vinsælir í sumar. Þær konur sem eru á leið til sólarlanda ættu endilega að huga að þessum fal- legu tískuhöttum enda henta þeir mjög vel í hitanum og verja andlit og hár fyrir geislum sólar. Þessi hattur á myndinni er úr sumar- línu Chanel fyrir sumarið 2019. Frekar óvenjulegur stráhattur með miklum börðum sem hentar mjög vel fyrir strandferðina. Flestir hattar sem kynntir voru af tískuhúsum fyrir sumarið eru stórir í mismunandi útfærslum og litum. Í Bretlandi fer engin kona í brúðkaup án þess að bera höfuðfat. Það hefur lengi tíðkast og konur keppast við að vera með sem skrautlegast höfuðfat. Hattar sem hannaðir eru fyrir brúðkaup og aðra viðburði þar sem hattar þykja sjálfsagðir eru oft skreyttir blómum og eru litríkir. Svo er ekki sama hvort hatturinn er ætlaður til að nota að degi til eða kvöldi. Einnig getur klæðnaðurinn skipt máli þegar hattur er valinn. Það þykir vera ákveðinn glæsi- leiki yfir konu með hatt og er þeim ósjaldan hrósað fyrir glæsi- leika. Sumarhattar vinsælir Á leið í brúðkaup í dressi og með hatt frá Maison Common. Sólgleraugun sem Giorgio Armani kynnti fyrir sumarið 2020 í Mílanó. Það var mikil stemming á tískusýningu Giorgio Armani í Mílanó á dögunum. Herra- fatnaðurinn vakti mikla athygli að ekki sé talað um sólgleraugun sem þóttu töff. Armani sýndi vor- og sumarlínuna fyrir 2020 og þótti hún einkennast af klassík og frumleika. Meðal gesta var leikarinn Samuel L. Jackson sem hefur gengið í Armani- fötum frá árinu 2000. „Ég hafði lengi haft dálæti á Armani en hafði ekki efni á merkinu á meðan ég var ungur og fátækur leikari,“ sagði hann. Jackson segir að móðir hans hafi þó alltaf klætt hann vel svo eftir var tekið þegar hann var barn. „Hún hafði mig alltaf í klassískum og flottum stíl.“ Litir sem voru best áberandi á sýningunni voru grár, blár og ólífugrænn. Meðal annarra frægra gesta á sýningunni voru Richard Madden og Alexander Skarsgård. Hörku sólgleraugu hjá Armani Opið virka daga kl. 11:00 - 22:00 Helgar kl. 16:00 - 22:00 Kínahofið veitingahús l Nýbýlavegi 20 l 200 Kópavogi www.kinahofid.is l Sími 554 5022 TILBOÐ 4 réttir + súpa dagsins aðeins 1.790 kr.* KJÚKLINGUR Í ANANASSÓSU SVÍNAKJÖT Í KUNG PAOSÓSU DJÚPSTEIKTAR RÆKJUR MEÐ SÚR/SÆTRI SÓSU NÚÐLUR MEÐ GRÆNMETI *tekið með heim – 2.100 kr. ef borðað er á staðnum. Frábær hóptilboð Sjáðu öll tilboðin okkar á www.kinahofid.is 10 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M MT U DAG U R 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 8 -8 A 8 C 2 3 6 8 -8 9 5 0 2 3 6 8 -8 8 1 4 2 3 6 8 -8 6 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.