Fréttablaðið


Fréttablaðið - 11.07.2019, Qupperneq 38

Fréttablaðið - 11.07.2019, Qupperneq 38
„Lögin verða oftast þannig til að ég byrja við sellóið og útset um leið,“ segir Steinunn. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Diskurinn Ljúfa huggun geymir lög og texta eftir Steinunni. Ljúf huggun og Fugl/Blubl Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir sellóleikari sendir frá sér ljóðabók og geisladisk. Heldur í tónleikaferðalag.Steinunn Arnbjörg Stef-ánsdót t ir sellóleik ar i hefur sent frá sér ljóða-bókina Fugl/Blupl, sem er önnur ljóðabók hennar en sú fyrsta, USS, kom út 2016. „Ætli það að yrkja sé ekki til helminga göfug hvöt og merkileg- heit. Maður er að kveðja sér hljóðs, það gera það allir með einhverjum hætti,“ segir hún. Spurð hvenær hún hafi byrjað að yrkja segir hún: „Í gagnfræðaskóla lásum við Grettis sögu og þar voru skemmtilegar vísur. Ég hafði pata af því að einhverjum þætti f lottast í heimi að geta ort dróttkvæði og fór að baksa við að yrkja slík kvæði.“ Yrkisefnin í ljóðabókinni eru mörg: „Ég yrki um sjálfa mig, Reykjavík, klístraða hluti, sumarið, Þórberg Þórðarson og f leira.“ Af hverju yrkir hún um Þórberg? „Þór- bergur er hluti af lífinu. Ég las Sálm- inn um blómið þegar ég var tólf ára og síðan Eddu og fleiri bækur hans. Þórbergur er fyndinn og mér þykir vænt um bækur hans.“ Eigin lög og textar Steinunn sendir ekki einungis frá sér ljóðabók heldur einnig geisla- disk. Diskurinn nefnist Ljúfa huggun og Steinunn er þar hluti af hljómsveitinni Süsser Trost, sem flytur lög og texta alfarið eftir hana sjálfa. Auk Steinunnar eru í hljóm- sveitinni eiginmaður hennar og vinur, Mathurin Matharel og Brice Sailly, sem leika helst á sembal og selló en Steinunn leikur á gítar og trommur og sér um sönginn. „Á disknum eru nokkur ljóð úr Fugl/ Blupl sem ég gerði lög við og syng og svo eru aðrir textar sem finnast aðeins á þessum diski. Þetta er held ég popptónlist. Lögin verða oftast þannig til að ég byrja við sellóið og útset um leið.“ Tónleikaferð um landið Steinunn stefnir á tónleikaferð um landið í sumar þar sem hún flytur eigin ljóð og lög auk þess sem hún flytur Bach-svítur á selló. „Ég var í Skálholti og mun spila á Akureyri, Ólafsfirði, Raufarhöfn og Þórshöfn. Ég elska Eyþing, og líka Skálholt. Enda ættuð að hálfu úr Eyjafirði og Norður-Þingeyjarsýslu og skírð í Skálholti. Þessir staðir eiga mig. Mér finnst gaman að raða saman Bach og eigin tónlist, þó það teljist kannski ekki lítillátt háttalag, Það er eins og Bach hafi alltaf verið til, allir eru alltaf að hlusta á hann en samt finnst mér stundum að tón- listin sú sé nýkomin utan úr geimn- um. Kannski er það að hluta til þess vegna sem ég fór að troða mínum lögum með. Þau eru búin til nokk- urn veginn á jörðinni. Það er líka þægilegt að eitthvað sé á íslensku á tónleikunum og að það sé sungið, mannsröddin er lífeðlisfræðilega séð einfaldara hljóðfæri en sellóið.“ Steinunn hefur búið í Frakklandi síðustu ár en flytur nú til Akureyrar ásamt manni og börnum. „Ég ætla að mestu að vinna hér heima en spúsinn skiptir tíma sínum milli Íslands og Frakklands, verður í eins konar tónlistarsjómennsku.“ Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is MÉR FINNST GAMAN AÐ RAÐA SAMAN BACH OG EIGIN TÓNLIST, ÞÓ ÞAÐ TELJIST KANNSKI EKKI LÍTILLÁTT HÁTTALAG. Kvikmynd Elfars Aðalsteins, End of Sentence, mun opna Alþjóð- legu kvikmyndahátíðina í Reykja- vík, RIFF, í ár. Frumsýning verður 26 .  september. Kv i k my nd in skartar virtum og reynslumiklum Hollywood-leikurum, þeim John Hawkes, sem tilnefndur hefur verið til Óskarsverðlauna, og Logan Lerman, sem hefur leikið í fjölmörgum stórmyndum þrátt fyrir ungan aldur. Leikstjóri og aðalleikari munu verða viðstaddir frumsýningu myndarinnar og ræða um gerð hennar að sýningu lokinni. End of Sentence er vegamynd sem segir sögu feðga er leggja land undir fót til að heiðra minningu móður og eiginkonu, en hennar hinsta ósk var að ösku hennar yrði dreift í lítið vatn á æskuslóðunum á Írlandi. Samband feðganna er vægast sagt stirt og á vegferð þeirra um landið kemur margt upp úr kafinu. End of Sentence var nýlega frum- sýnd á Alþjóðlegu kvikmyndahá- tíðinni í Edinborg og fékk í kjölfarið lofsamlega dóma í virtum erlendum fagmiðlum. Íslendingar koma að gerð myndarinnar og þar má nefna Ólaf Darra Ólafsson, Kristján Loðm fjörð og Evu Maríu Daníels. Myndin er framleidd af Sigurjóni Sighvatssyni, David Collins og Elfari Aðalsteins. End of Sentence er fyrsta leik- stjórnarverkefni Elfars í fullri lengd, en stuttmynd hans Sailcloth hlaut verðlaun sem besta íslenska stutt- myndin á RIFF árið 2011 auk þess að vinna Edduverðlaunin, sem stuttmynd ársins 2012, ásamt því að komast í lokaúrtak BAFTA- og Óskarsverðlauna það árið. End of Sentence mun feta í fót- spor kvikmynda sem hafa í kjölfar þess að opna RIFF ferðast víða um heim og notið velgengni. End of Sentence sýnd á RIFF END OF SENTENCE VAR NÝLEGA FRUMSÝND Á ALÞJÓÐ- LEGU KVIKMYNDAHÁTÍÐINNI Í EDINBORG OG FÉKK Í KJÖLFARIÐ LOFSAMLEGA DÓMA Í VIRTUM ERLENDUM FAGMIÐLUM. 1 1 . J Ú L Í 2 0 1 9 F I M M T U D A G U R26 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 1 1 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :0 5 F B 0 4 8 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 8 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 6 8 -6 C E C 2 3 6 8 -6 B B 0 2 3 6 8 -6 A 7 4 2 3 6 8 -6 9 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 8 s _ 1 0 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.