Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 4

Fréttablaðið - 13.07.2019, Qupperneq 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið NÝR RAM 3500 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k Björgvin Halldórsson tónlistarmaður var heiðraður við upphaf tónlistar- og bæjarhátíðar- innar Hjarta Hafnarfjarðar. Fékk hann stjörnu með nafni sínu í gangstéttina við Bæjarbíó en hann er einn þekktasti sonur bæjarins. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets lýsti grafalvarlegri stöðu á íslensk- um raforku- markaði. Sagði hann að ef til þess kæmi þyrfti að skera niður orku á álagstímum og taka ákvörðun um hverjir yrðu fyrir valinu. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milli- göngu um sam- skipti kaupenda, skiptastjóra og íslenskra stjórn- valda vegna kaupa á eignum þrotabús WOW air. Ekki hefur enn þá fengist upp gefið hverjir kaupendurnir eru en það ku vera fjársterkir banda- rískir aðilar með langa reynslu í f lugrekstri. Þrjú í fréttum Stjarna, orkuskortur og risaviðskipti TÖLUR VIKUNNAR 07.07.2019 TIL 13.07.2019 100 sekúndur var tím­ inn sem Magnús Ver hélt 320 kílóa Herkúl­ esarhaldi þar sem hann mætti sínum forna fjanda, Bill Kazmaier. 500 kílómetrar er vegalengdin sem félagarnir Kristján Carrasco og Kristinn Birkis­ son ganga þvert yfir landið. 1800 krónur þurfa eldri borgarar að greiða fyrir aðgangskort að söfnum borgarinnar. 55 laxar hafa veiðst í Norð­ urá í Borgarfirði miðað við 557 á sama tíma í fyrra. 114 eru á biðlista eftir grænum tunnum í Reykjavík.  ÍSAFJÖRÐUR „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnað- ar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísa- fjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjar- ins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maí- mánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónu- legur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísa- fjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét per- sónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vest- fjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgar- svæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og  hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endur- skoðun hjá endurskoðunarskrif- stofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísa- fjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ arib@frettabladid.is Efast um tölurnar í dómnum Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar. Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Núna hefur allt snúist til betri vegar. Kristinn Arnar Pálsson, bróðir brotaþola 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -4 4 B 8 2 3 6 C -4 3 7 C 2 3 6 C -4 2 4 0 2 3 6 C -4 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.