Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 4

Fréttablaðið - 13.07.2019, Page 4
Fáðu fréttablað dagsins í tölvupósti kl. 3.00 á morgnana. Skráðu þig á póstlista blaðsins á www.frettabladid.is#nyskraning Það kostar ekkert. Vertu fyrst/ur að lesa blaðið NÝR RAM 3500 UMBOÐSAÐILI RAM TRUCKS Á ÍSLANDI • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR • S. 534 4433 WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16 LOKAÐ LAUGARDAGA FRÁ 8. JÚNÍ TIL OG MEÐ 3. ÁGÚST UMBOÐSAÐILI RAM Á ÍSLANDI NÝTT GLÆSILEGT ÚTLIT. NÝJAR ÚTFÆRSLUR OG FJÖLMARGAR TÆKNINÝJUNGAR Í BOÐI. EIGUM TIL Í CREW CAB, BIG HORN, LARAMIE, SPORT OG LIMITED ÚTFÆRSLUR TIL AFGREIÐSLU STRAX. MEGA CAB Í LARAMIE OG LIMITED ÚTFÆRSLUM EINNIG. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 6.987.745 KR. ÁN VSK. RAM 3500 VERÐ FRÁ: 8.640.000 KR. M/VSK. ramisland.is CREW CAB Au ka bú na ðu r á m yn d 35 ” d ek k Björgvin Halldórsson tónlistarmaður var heiðraður við upphaf tónlistar- og bæjarhátíðar- innar Hjarta Hafnarfjarðar. Fékk hann stjörnu með nafni sínu í gangstéttina við Bæjarbíó en hann er einn þekktasti sonur bæjarins. Guðmundur Ingi Ásmundsson forstjóri Landsnets lýsti grafalvarlegri stöðu á íslensk- um raforku- markaði. Sagði hann að ef til þess kæmi þyrfti að skera niður orku á álagstímum og taka ákvörðun um hverjir yrðu fyrir valinu. Páll Ágúst Ólafsson lögmaður hefur haft milli- göngu um sam- skipti kaupenda, skiptastjóra og íslenskra stjórn- valda vegna kaupa á eignum þrotabús WOW air. Ekki hefur enn þá fengist upp gefið hverjir kaupendurnir eru en það ku vera fjársterkir banda- rískir aðilar með langa reynslu í f lugrekstri. Þrjú í fréttum Stjarna, orkuskortur og risaviðskipti TÖLUR VIKUNNAR 07.07.2019 TIL 13.07.2019 100 sekúndur var tím­ inn sem Magnús Ver hélt 320 kílóa Herkúl­ esarhaldi þar sem hann mætti sínum forna fjanda, Bill Kazmaier. 500 kílómetrar er vegalengdin sem félagarnir Kristján Carrasco og Kristinn Birkis­ son ganga þvert yfir landið. 1800 krónur þurfa eldri borgarar að greiða fyrir aðgangskort að söfnum borgarinnar. 55 laxar hafa veiðst í Norð­ urá í Borgarfirði miðað við 557 á sama tíma í fyrra. 114 eru á biðlista eftir grænum tunnum í Reykjavík.  ÍSAFJÖRÐUR „Ég er ekki sáttur við meðferð Ísafjarðarbæjar á málinu. Mér finnst eins og þar séu menn að slá sig til riddara á kostnað þeirra sem geta ekki tjáð sig,“ segir Kristinn Arnar Pálsson, bróðir og talsmaður manns sem var fórnarlamb þjófnað- ar af hendi fyrrverandi starfsmanns Ísafjarðarbæjar. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í síðustu viku var kona á fertugsaldri dæmd í fimm mánaða skilorðs- bundið fangelsi fyrir fjárdrátt í opinberu starfi. Konan, sem var forstöðumaður velferðarsviðs Ísa- fjarðarbæjar, hafði umsjón með fjármunum skjólstæðinga bæjar- ins. Hún var dæmd fyrir að draga sér rúmar 1,3 milljónir króna af reikningum ellefu skjólstæðinga bæjarins á tímabilinu 2015 til maí- mánaðar 2018. Kristinn Arnar varð persónu- legur talsmaður bróður síns, sem getur ekki tjáð sig sökum fötlunar, snemma árs 2018 og fékk þá aðgang að einkabanka hans. „Ég fór að kemba í gegnum þetta og sé alls konar undarlegar millifærslur,“ segir Kristinn Arnar. Í maí fékk hann svo símtal þar sem honum var tjáð hvað hefði gerst og að konan hefði verið látin fara sama dag. Hann óskaði eftir gögnum frá Ísa- fjarðarbæ, sem eru upphæðirnar sem forstöðumaðurinn lét per- sónulega millifæra yfir á sig. Eru það rúmar 700 þúsund krónur. Sömu tölur eru í dómi Héraðsdóms Vest- fjarða yfir konunni. Þær tölur innihalda ekki tilvik þar sem millifært er á aðra aðila eða úttektir í verslunum. Kristinn Arnar tekur sem dæmi einn dag þar sem teknar voru út tæplega 136 þúsund krónur. Sést á yfirlitinu að einn reikningurinn var fyrir naglasnyrtingu á höfuðborgar- svæðinu. „Ég veit að bróðir minn fór ekki í naglasnyrtingu. En ég hef ekki fengið neinar nótur og get því ekki sannað hvað hún hafði mikið af honum. Það er bærinn sem á að vita það, þeir eiga að hafa nótur frá þessu þriggja ára tímabili.“ Samkvæmt upplýsingum frá Ísafjarðarbæ lagði lögregla hald á gögnin í október í fyrra og  hefur sveitarfélagið óskað eftir að fá þau aftur. „Bókhald einstaklinga sem ekki var brotið á hefur verið sent í endur- skoðun hjá endurskoðunarskrif- stofu. Þegar gögn berast frá lögreglu mun það bókhald sömuleiðis fara í endurskoðun,“ segir í svari Ísa- fjarðarbæjar. Kristinn Arnar veit ekki hversu mikið var tekið. „Ég hef ekki fengið upplýsingar um nákvæmlega hversu mikið það var en það er augljóst að það hefur verið gengið töluvert á peningana hans.“ Kristinn Arnar tekur fram að allt annað starfsfólk félagsþjónustu bæjarins hafi reynst mjög vel. „Núna hefur allt snúist til betri vegar.“ arib@frettabladid.is Efast um tölurnar í dómnum Bróðir fatlaðs manns sem var fórnarlamb þjófnaðar af hendi forstöðumanns hjá Ísafjarðarbæ dregur í efa að upplýsingarnar sem koma fram í dómi héraðsdóms yfir forstöðumanninum séu réttar. Málið kom upp vorið 2018. Lögreglan lagði hald á gögn í október og dómur féll síðan í júní. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Núna hefur allt snúist til betri vegar. Kristinn Arnar Pálsson, bróðir brotaþola 1 3 . J Ú L Í 2 0 1 9 L A U G A R D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 1 3 -0 7 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 7 2 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 6 C -4 4 B 8 2 3 6 C -4 3 7 C 2 3 6 C -4 2 4 0 2 3 6 C -4 1 0 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 7 2 s _ 1 2 _ 7 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.