Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 10

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 10
10 ÓFEIGUR óheillaráð að efla lögregluna. Ef hið nýja þjóðveldi á að lifa, verður það að geta haldið ófriðarseggjum í skefjum. Kommúnistar settu upp flokkslögreglu til að gæta að vinnubrögðum í Reykjavík í vetur sem leið. Einar Arnórsson sýndi hvorki stjórnmálaþroska né valdsmannsmyndugleika í það sinn. Engin stétt á Is- landi á að hafa lögreglu eða stéttarher. Ríkið eitt á og má hafa lögreglu og hana svo öfluga, að hún haldi í skefjum hverjum lögbrotaaðila. Fram að þessu hefur íslenzka ríkið verið svo vanmáttugt, að dómfelldir menn hafa orðið ójafnir fyrir lögunum. Ofstopamenn hafa beðið stéttarbræður sína um hjálp til að hindra, að lög- legum dómi yrði fullnægt. Sá vanmáttur þarf að hverfa. # * # Það hefur réttilega verið tekið fram, að enskumælandi þjóðirnar hafa skapað þingstjórn og haldið henni í góðu gildi. En í öllum þessum löndum eru einmenningskjör- dæmi, líka í stórborgum eins og London og New York. Aftur á móti er alheims reynsla fyrir því, að hlutfalls- kosningar og einkum uppbótarsæti skapa glundroða og upplausn. Allir sæmilegir menn finna, að í þessum efnum þarf að bæta ástandið á Islandi. I nýrri stjórnarskrá þarf að lögfesta eins manns kjördæmi og tryggja, að meginhluti þingmanna sé búsettur utan höfuðborgar- •innar, hver í sínu umdæmi. Það er með öllu óviðunandi, að mikill meiri hluti alþingismannanna sé búsettur í einu og stærsta kjördæminu. # # # Allir menn ættu að hafa sama kaup og sömu laun fyrir sömu vinnu, hvar sem þeir eiga heima á landinu. Núverandi ástand er með öllu óviðunandi. Með því að hafa kaup og laun hæst í stærstu bæjunum er dýrtíðin aukin þar jafnframt því, að fólk leitar þangað meir en atvinnuhættir leyfa. Að réttu lagi ætti kaup og laun að vera hærra á afskekktum stöðum en í þéttbýli. Þjóð- skörungur Norðmanna, Michelsen, gaf stórfé til að koma á fót sérstakri vísindastofnun í Björgvin. Hann mælti svo fyrir, að kaup starfsmanna við þessa stofnun skyldi ætíð vera helmingi hærra en laun háskólakennara í Oslo. Ef menn athuga þetta dæmi vel, bregður það birtu yfir stórt og vandásamt mál. # # # I vetur lá við, að um hundrað Islendingar léti lífið í

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.