Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 5

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 5
ÓFEIGUR 5 ára, er viðfangsefnið ofur einfalt. Að því er mig snertir vil ég láta söguna endurtaka sig. Ég stofna nýtt tímarit um íslenzk mannfélagsmál. Það verður eitt af þeim minnstu, sem til eru í landinu. En ég veit af reynslunni, að áhrif blaða og tímarita eru ekki nema að nokkru leyti komin undir pappírsmagninu. Ég mun í þessu tíma- riti leitast við að koma víða við, leita bæði að mein- semdum þjóðfélagsins og viðeigandi læknisdómum. Með þessum hætti myndast eins og áður fyrr eínföld verka- skipting. Sum blöðin flytja fréttir, sögur, afmælis- og æfiminningar og ritgerðir, sem lúta sérstaklega að valdastreitu sérstakra stjórnmálamanna. Ég hef valið hinu nýja tímariti nafnið Ófeigur eftir hinum nafn- kennda bónda frá söguöld, Ófeigi í Skörðum í Þing- eyjarsýslu. Hann var fyrirmyndar borgari hins forna lýðveldis. Hann þoldi ekki ranglæti, svik eða yfirgang gagnvart þeim, sem voru minni máttar, en beitti kjarki sínum og orku til alþjóðargagns og til að efla frið og manndóm í landinu. Þegar Þingeyingar stofnuðu fyrsta samvinnufélag landsins fyrir rúmum 60 árum, gáfu þeir út um langt skeið handritað blað til sóknar og varnar hinu nýja skipulagi. Þeir nefndu þetta fyrsta baráttu- rit samvinnumanna eftir bóndanum í Skörðum. Nafn Ófeigs varð nú nýlega á margra vörum í sambandi við óheppilega tilraun, sem gerð var til að lækka sögulegan hróður hans í samanburði við annan fornmann, sem tók mútur, brást trú sinni, sat um líf nábúa sinna og barðist við sonu sína út af illum málstað. Allt, sem vitað ér um Ófeig í Skörðum, gerir hann enn þann dag í dag, líka í nútíma þjóðveldi, að eftirbreytnisverðum fyrir- myndarmanni, ekki sízt í litlu landi, þar sem munar mikið um hvern þann mann, sem stefnir rétt. Islenzkir samvinnumenn hafa stofnað tvö vikublöð, en þeim hefur ekki tekizt enn að koma á fót tímariti um stjórnmál. Ófeigur verður tilraun í þá átt. Ég mun fylgja hér sömu aðferð og við stofnun samvinnublað- anna, byrja í smáum stíl og láta reynsluna skera úr, hvort þjóðin vill eða vill ekki styðja framkvæmdina. Viðfangsefnin fyrir stjórnmálatímarit eru mjög mörg. Vandinn er að gera þeim skil í stuttu máli, en þó með þeim hætti, að hugsandi menn í landinu veiti því eftir- tekt og vilji vinna að lausn málanna, eftir því sem efni standa til.

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.