Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 14

Ófeigur - 01.06.1944, Qupperneq 14
14 ÓFEIGUR vill ekki gefa fé til fámunalega ljótra bygginga, þó að teikningarnar hafi orðið til með samkeppni. # # # Alexander Jóhannesson hefur ekki orðið umbjóðend- um sínum, ríkisstjórninni, til gleði í hátíðanefndinni. Hefur Alexander móðgað allt sveitafólk með fáránleg- um auglýsingum. Eitt sinn taldi hann sig geta skotið skjólshúsi yfir sveitafólk, sem komi til bæjarins. Öðru sinni taldi hann alla, nema Reykvíkinga, utanbæjar- menn á Þingvöllum. Eitt sinn ætlaði hann að senda alla Reykjavíkurbílana niður með Sogi 17. júní, en hefði þar með varnað Árnesingum, Rangæingum og Skaftfell- ingum að koma á hátíðina. 'Jií ío.smcLcL 04 lcccupmcLa. Ofie.íqs. Fyrstu eintök blaðsins verða send allmörgum mönnum án þess, að þeir hafi um það beðið. Þeir, sem ekki vilja gerast kaupendur, eru beðnir að endursenda blaðið. Síðar í sumar verður kaupendum send póst- krafa um andvirði Ófeigs fram að áramótum. I næsta blaði Ófeigs verður beint ýtarlegum fyrirspurnum til eins hins reyndasta og ritfær- asta af þeim Framsóknarmönnum, sem hafa vilj- að binda flokkinn í samstjórn með kommúnistum. Þar verður spurt um, hvaða rök hann getur fært fram til skýringar á því, að Framsóknarmenn lögðu þar inn á leið, sem enginn sæmilegur lýð- ræðisflokkur hafði áður talið sér samboðna. Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jónas Jónsson, frá Hriflu. Afgrciðslumaður: Helgi Lárusson, Aðaistræti 9, Reykjavík. Prentað í Steindórsprenti h.f. Kirkjustræi 4, Reykjavík.

x

Ófeigur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.