Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 13

Ófeigur - 01.06.1944, Blaðsíða 13
ÓFEIGUR 13 vera greiðasemi. En ég vil helzt hugsa sjálfur mínar hugsanir og búa sjálfur til mínar ræður. Þetta er sagt til leiðbeiningar þeim, sem vilja halda áfram þessari hjálparstarfsemi. # * # Nafnkenndur Framsóknarmaður hneykslaðist nýlega á fundi yfir, að ég skyldi fá bók gefna út hjá ísafoldar- prentsmiðju. En ræðumaðurinn er ekki hræddur við að vera í fjármálafyrirtæki með samkeppnismönnum og mun leggja meiri stund á fjárgróða, heldur en ég með þingskjalaútgáfu minni. Annars mátti ræðumaður vita, að ég hafði slæma reynslu af útgáfudugnaði sumra af nánustu starfsmönnum hans og hafði lögleg forföll að leggja þar ekki oftar út á djúpið. * ■ # * Um miðjan vetur í fyrra kom reyndur bóndi af Vesturlandi til Reykjavíkur, gagntekinn af þeirri hug- sjón að Framsóknarmenn ættu að ganga í sem allra nákomnast bandalag við kommúnista, til þess að fá á þann hátt lækkað kaupið, því að kauphæðin væri að eyðileggja sveitabúskapinn. Síðan er liðið meira en ár. Framsóknarflokkurinn hefur lagt sig fram, að búa vel að bolsevikum. En vestfirski bóndinn mun hvergi sjá þakklæti bolsanna. Nú herða þeir sem mest má kverka- tak á framleiðslu bænda. # * # Valtýr Stefánsson hefur ásamt kommúnistum í höf- uðstaðnum stöðvað kirkjubyggingu á Skólavörðuhæð, en í þeim bæjarhluta er 12 þús. manna kirkjulaus söfn- uður. Var því borið við, að ekki hafði verið útboð til allra húsameistara, um kirkjuteikninguna. En í vetur reyndi söfnuðurinn á Seltjarnarnesi um sína kirkju samskonar útboð og Valtýr Stefánsson hafði beðið um. Alexander Jóhannesson var formaður þeirrar dómnefnd- ar. Söfnuðurinn var búinn að aura saman 15. þús. krón- imv í byggingarsjóð og eyddi þeirri upphæð í þrenn verðlaun fyrir kirkjuteikningar. Margir keptu, en allar voru teikningarnar sorglega ófullkomnar og það svo, að Morgunblaðið fékst ekki til að birta myndir af þeim. Álitlegasta teikningin virðist vera af síldarverksmiðju, en hinar voru þó enn óásjálegri. Síðan verðlaun voru gefin, hefir mjög tekið fyrir gjafir til Neskirkju. Fólk

x

Ófeigur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ófeigur
https://timarit.is/publication/1352

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.