Bæjarblaðið - 23.01.1981, Blaðsíða 6
Fréttaannáll Bæjarblaðsins 1980
Það þykir sjálfsögð venja eða hefð hjá fjölmiðlum
þegar nýtt ár hefur göngu sína að birta helstu at-
burði liðins árs lesendum sínum til ánægju og upp-
rifjunnar. Bæjarblaðið mu að þessu sinni leitast við
að gera slíkt hið sama og birta það helsta sem fyrir
augu bar á síðum blaðsins og varðar málefni Akra-
ness, síðastliðið ár og verður þar stiklað á stóru.
Það skal tekið fram að Bæjarblaðið kom ekki út í
ágúst og september, falla því þeir mánuðir eðlilega
ekki inn í annál blaðsins.
Janúar
12. janúar var merkisdagur í
sögu æskulýðs á Akranesi, en
þá var hið langþráða æskulýðs-
heimili tekið í notkun að Kirkju-
braut 48. Heildarkostnaður við
breytingar á efri hæð húsnæð-
isins var um 15 milljónir gam-
alla króna. Starfsmaður æsku-
lýðsheimilisins var ráðinn Elís
Þór Sigurðsson.
Sjúkraflutningsmál Akurnes-
inga voru ofarlega á baugi í
mánuðinum, en þau hafa ekki
verið jafnslæm s.l. 15 ár og í
byrjun ársins. Ástæðan var sú,
að til að sinna þessari þjónustu
er einn bíll sem keyrður er yfir
100 þúsund km., innréttaður og
ætlaður eingöngu til löggæslu.
í viðtali sem Bæjarblaðið átti við
Reyni Þorsteinsson formann
Rauða kross deildar Akraness,
kom fram að deildin hugði á
söfnun meðal almennings til
kaupa á nýjum og fullkomnum
sjúkrabíl.
Febrúar
í byrjun mánaðarins hleypti
skipasmíðastöð Rorgeirs og Ell-
erts hf. af stokkunum nýju og
glæsilegu skipi, Sölva Bjarna-
syni B.A. 65. Skipið var 34. ný-
smíði stöðvarinnar og jafnframt
hið stærsta er hún hefur smíð-
að. Stærð skipsins er um 400
brúttólestir og eigendur eru
Ársæll Egilsson og Bjarni
Andrésson í Tálkna á Tálknafirði.
Kiwanisklúbburinn Ryrill varð
10 ára, og hélt myndarlega af-
mælishátíð. Við það tækifæri
afhenti klúbburinn dvalarheimil-
inu Höfða 5 millj. g.kr. að gjöf,
sem verja á til kaupa á lausa-
búnaði í væntanlega dagvistun
aldraðra.
Fimm Akranesbátar stunduðu
loðnuveiðar í mánuðinum og var
Bjarni Ólafsson þeirra hæstur
með um 8 þúsund tonn frá ára-
mótum, en heildarloðnumagn
sem borist hafði til Akraness
var um 16 þúsund tonn.
Mars
Söfnun er hafin á vegum
Rauða kross deildar Akraness
meðal almennings á Akranesi og
í nærsveitum til kaupa á nýjum
sjúkrabíl og er áætlaður kostn-
aður við kaup og breytingar á
bílnum um 15 millj. g.kr.
Dagana 6. til 9. mars hélt
Bjarni Jónsson listmálari mál-
verkasýningu í Bókasafninu. Sýn-
ingin féll Akurnesingum sérlega
vel í geð, því hann seldi nær
allar myndirnar sem voru um
80 talsins.
Skagaleikflokkurinn frumsýndi
leikritið „Allir í verkfall“ eftir
Duncan Greenwood í Bíóhöllinni
við góðan orðstí. Var þetta gam-
anleikur sem Sigurgeir Scheving
leikstýrði.
9. til 14. mars var svokölluð
„Opin vika“ í Fjölbrautaskólan-
um, en markmið dagskrár þess-
arar var að beina skólastarfinu
að verkefnum sem ekki eru snar
þáttur í daglegri starfsemi skól-
ans, einnig var bæjarbúum boð-
ið að taka þátt í verkefnum
sem komu inn á mörg mál, er
bæjarbúar gátu haft gagn og
gaman af.
Mjög góður afli var hjá neta-
bátum á Akranesi. Grótta var
Nemendur Fjölbrautaskólans á
Akranesi settu mikinn svip á
bæjarlifið sl. ár. Þessi mynd er
frá busavígslu.
hæst með 321 tonn frá áramót-
um og næstur kom Reynir með
301 tonn. Afli togaranna var
einnig ágætur. Haraldur Böðv-
arsson var þar hæstur með um
900 tonn frá áramótum.
Apríl
Fjárhagsáætlun Akraneskaup-
staðar var lögð fram. Niður-
stöðutölur á teknalið voru 1.906
millj, g.kr. Stærsti tekjuliðurinn
voru útsvarstekjur um 1.200
millj. g.kr. Áætlað var að rekst-
ur bæjarins og stofnanna hans
kostaði um 1246 millj. g.kr.
Framkvæmdir á vegum bæjarins
voru áætlaðar um 660 millj. g.kr.
íbúar við ofanverða Suðurgötu
tóku sig til og sendu bæjarstjórn
harðort mótmælabréf sökum
slælegrar frammistöðu bæjaryf-
irvalda og Sementsverksmiðj-
unnar í að koma upp fokgirðingu
við sandgeymslu verksmiðjunn-
ar. Afleiðingar þess voru að
þegar hvessti, einkum á suð-
austan, þá stendur sandstrók-
urinn yfir öll nærliggjandi hús
og veldur stórskemmdum á hús-
um og görðum.
Undirbúningur var hafinn að
skólasýningu af tilefni 100 ára
skólahalds á Akranesi.
Vélskipið Bjarni Ólafsson AK
70 fór á rækjuveiðar á Dorn-
banka milli íslands og Græn-
lands. Rækjan var heilfryst um
borð og sett í neytendaumbúðir
og seld sænskum aðila.
Ingólfur Hrólfsson, verkfræð-
ingur frá Selfossi var ráðinn
hitaveitustjóri hjá Hitaveitu
Akraness og Borgarfjarðar.
Maí
Skólasýningin „Skóli í 100 ár“
var opnuð við hátíðlega athöfn
í íþróttahúsinu þann 17. maí og
stóð hún í eina viku. Sýningin
tókst hreint frábærlega og veitti
hún öllum þeim er sýninguna
sóttu ómælda ánægju og fróð-
leik. Mikið starf var unnið til að
koma sýningunni á fót og flest
af því í sjálfboðavinnu. Fað er
þó á engan hallað þó getið sé
tveggja manna, þeirra Guðbjarts
Hannessonar kennara og Pálma
Pálmasonar, sem ráðinn var
framkvæmdastjóri sýningarinnar
en þeir báru hita og þunga sýn-
ingarinnar og unnu mikið og
óeigingjarnt starf að undirbún-
ingi hennar.
Sundlaugarsjóður var stofnað-
ur við Sjúkrahús Akraness. Til-
gangur sjóðsins er að koma á
sundlaug og fullkominni aðstöðu
fyrir sjúkraþjálfun. Peim sem
vilja leggja málinu lið er bent
á vaxtaaukareikning í Samvinnu-
bankanum nr. 7767, sem ber
nafnið: Sjúkrahús Akraness —
Sundlaug.
Stórviðburður var í tónlistar-
lífi bæjarins er hinn heimsfrægi
bassasöngvari Ivan Rebroff hélt
eftirminnilega tónleika í íþrótta-
húsinu að viðstöddum um 700
áhorfendum sem fögnuðu honum
vel og þóttu tónleikarnir takast
með ágætum.
Bæjarblaðið birti viðtal við hinn
fræga söngvara Ivan Rebroff.
Þessi mynd er tekin í íþrótta-
húsinu við það tækifæri.
Vetrarvertíð Akranesbáta lauk
30. apríl. Heildaraflinn á ver-
tíðinni var 6.207 tonn sem er
mun meira en undanfarin ár.
Aflahæsti vertíðarbáturinn var
Reynir AK 18 með 907 tonn.
Skipstjóri á Reyni er Birgir Jóns-
son.
Júní
Nýrri skógrækt bæjarins var
valinn staður í hlíðum Akra-
fjalls norð-vestanverðu, sam-
kvæmt tilmælum Ágústar Árna-
sonar skógarvarðar í Hvammi í
Skorradal. Bæjarfulltrúarnir riðu
á vaðið og gróðursettu fyrstu
trén. Garðyrkjufélagið á Ákra-
nesi gaf bænum um 600 trjá-
plöntur til gróðursetningar í
hinni nýju skógrækt.
Bátastöðin Knörr sf. við Laug-
arbraut sjósetti nýjan fiskibát
Skipasmíðastöð Þorgeirs og Ellerts gerði meira en að
afhenda nýtt skip á árinu. Hafist var handa við að
stækka hús skipasmíðastöðvarinnar
6